Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 15
Aðferðir við að ná þessum markmiðum
er að:
— Takmarka læknisfræðileg inngrip
— Samfella í starfsemi ABC-eining-
ar.
— Foreldraábyrgð.
— Virðing fyrir friðhelgi.
— Heimilislegt umhverfi.
Starfsemi ABC-einingar
Takmörkuð læknisfræðileg
tækni.
A ABC-einingunni er ekki notaður sí-
riti. I fæðingunni er hlustað eftir hjart-
slætti barnsins með trépípu eða ,,dop-
tone“. Það eru ekki notuð verkjalyf
nema ef gefin er staðdeyfing þegar
sauma þarf konu að lokinni fæðingu.
Við verkjum t.d. á útvíkkunartímabil-
inu er konunni ráðlagt að slaka á í volgu
baðkari. Einnig er sprautað með
hreinu vatni undir húð (sterilt vatten
subcutant) og konunni gefið létt klapp
eða nudd. A ABC-einingu eru engin
ómskoðunartæki. Ef senda þarf konu í
ómskoðun eða í sírita þá fer hún á
venjulegu fæðingadeildina og þiggur
þjónustuna þar.
Ef frávik verða frá eðlilegri með-
göngu, fæðingu eða sængurlegu, þá
flyst konan í venjulegt mæðraeftirlit
eða á fæðingardeildina. Um það bil
25% af konum sem byrja í ABC-eftirliti
færast yfir í venjulegt eftirlit á með-
göngutíma, í fæðingunni eða á fyrstu
tímum eftir fæðinguna.
Samfella í starfsemi
ABC-einingar
Meðgangan, fæðingin og sængurleg-
an mynda eina samfellu í þungunarferl-
inu. Starfsemi ABC-einingarinnar er
þess vegna ein „verndar" samfella þar
sem ljósmóðirin vinnur með mæðra-
vernd, fæðingu og eftirlit í sængurlegu
á sama stað.
Ábyrgð foreldra
Foreldrarnir bera sjálfir ábyrgð á
barninu á meðan þau dvelja á ABC-ein-
ingunni. Dvölin er stutt í mesta lagi 24
tímar eftir fæðingu. Móðirin tekur blóð-
þrýsting sjálf og skráir allar
athugasemdir sínar í mæðraskrána. A
meðan þau dvelja á einingunni sjá þau
(venjulega eiginmaðurinn) um máltíð-
irnar sem samanstanda af sjúkrahúss-
fæði eða mat, sem þau hafa haft með-
ferðis að heiman, allt eftir þeirra ósk-
um. Aðgangur að eldhúsi ABC-eining-
arinnar er ótakmarkaður og verður
nokkurs konar miðpunktur einingarinn-
ar. Þar geta foreldrar eða verðandi for-
eldrar hitt aðra foreldra og starfsfólk
einingarinnar og kynnst starfseminni.
Barnalæknir skoðar öll börn fyrir út-
skrift. Foreldrunum er boðið upp á
heimsóknir daginn eftir heimferð eða á
fyrstu dögum eftir heimkomuna. A
ABC-einingunni er veitt eftirskoðun og
einnig er tekin PKU-blóðprufa af barn-
inu á u.þ.b. á fimmta degi eftir fæð-
inguna.
Mikilvægur þáttur í mæðravernd
ABC-eininganna eru foreldrahóparnir.
10—12 verðandi foreldrar hittast
ásamt ljósmóður einu sinni í viku og
ljósmæðrablaðið
13