Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 16
fjalla þar um meðgönguna fæðinguna
og foreldrahlutverkið.
Virðing fyrir friðhelgi
Foreldrarnir og starfsfólkið klæðast
sínum eigin fötum og það setur svip á
samskipti foreldra og starfsfólks. A
meðan foreldrarnir dvelja á einingunni
hafa þau eitt fæðingarherbergi til um-
ráða. Þau hafa algjöran umráðarétt yfir
herberginu og hafa t.d. möguleika á
því að læsa hurðinni.
Umhverfi ABC-einingarinnar er
heimilislegt bæði að lit og húsgagna-
samsetingu. I fæðingarherberginu er
t.d. tvöfalt rúm, náttborð og lítið sófa-
sett. Herberginu tilheyrir einnig bað.
Störf Ijósmæðra
Fram hefur komið að ljósmæðurnar
á ABC-einingunni vinna með foreldr-
unum allan ferilinn, frá því snemma í
meðgöngu þar til að eftirskoðun kemur
2—3 mánuðum eftir fæðingu. Allar
ljósmæðurnar vinna samskonar störf.
Deildarstjórinn hefur þó meiri stjórnun-
arstörf á höndum sér en tekur einnig
þátt í almennu deildarstarfi. Ljósmæð-
urnar hvetja konurnar til þess að taka
þátt í deildarstarfi og gefa verðandi for-
eldrum góðan tíma til að bera fram
spurningar og tala um þætti er valda
kvíða.
Læknisfræðilegt eftirlit í mæðra-
vernd er í megin dráttum það sama og
í hefðbundnu mæðraeftirliti. Læknar
eru ekki viðstaddir fæðingar á ABC-ein-
ingunni. Ef frávik verður frá eðlilegum
framgangi fæðingar ákveður Ijósmóðir-
in að senda konuna á fæðingardeild-
ina. Þar tekur n£ ljósmóðir við
14 __________________________________
ábyrgðinni og starfar samkvæmt venj-
um og skyldum þeirrar deildar.
Störf ljósmæðranna á ABC-eining-
unni einkennast af mikilli ábyrgð, sjálf-
stæði og sveigjanleika. Samfella milli
mæðraverndar og fæðingarþjónustu
veldur því að góð tengsl myndast milli
foreldranna og ljósmæðranna.
Að lokum um kosti og galla
ABC-einingarinnar
Foreldrar og Ijósmæður eru mjög
ánægðir með þá samfellu sem einkenn-
ir starfsemi ABC-einingarinnar. Það
eru sömu ljósmæður sem sinna konum
í mæðravernd, í fæðingu og í sængur-
legu. Starfsemin er heimilisleg og lögð
áhersla á að foreldrar upplifi fæðing-
una sem jákvætt þroskaverkefni. Einn-
ig er ánægja með að öll starfsemin
skuli vera á sama stað. Tíminn sem for-
eldrarnir dvelja á ABC-einingunni að
lokinni fæðingu er stuttur og það getur
reynst sumum foreldrum erfitt.
Það getur valdið vonbrigðum þegar
flytja þarf konu yfir á fæðingardeild-
ina vegna læknisfræðilegra vanda-
mála, jafnvel þótt foreldrarnir viti frá
byrjun hvernig það gengur fyrir sig.
Það getur einnig verið ljósmóðurinni
erfitt að yfirgefa foreldra við slíkar að-
stæður. Ljósmæðurnar á ABC-eining-
unni á Södersjúkrahúsinu vilja fylgja
konum yfir á fæðingardeildina og fá að
annast konuna þar uns fæðingu lýkur.
Þær telja sig þurfa að vinna með þenn-
an þátt í framtíðinni.
HEIMILD:
Waldenström Ulla, ABC-vard, Konferansen
..jordmor og forskning" 26.-28. september
1991.
I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ