Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 18
Unnið er að samræmdum reglum um HIV smitgát. Unnin hefur verið rannsóknahandbók á lausblaðaformi fyrir danskar ljósmæður og mun að öll- um líkindum verða sent eitt eintak til hvers lands til umsagnar. Samið hefur verið um laun ljós- mæðra sem sinna sængurkonum sem liggja sængurlegu á einkasjúkrahúsum, en sængurkonur eru almennt útskrifað- ar af fæðingardeildunum 1—-2 sólar- hringum eftir fæðingu og því vilja ekki allar konur una og fara því á einka- sjúkrahús. Óvissa ríkir nú um tilveru framhalds- menntunar fyrir ljósmæður í Dan- mörku, þar sem ekki sækja nógu margir um námið. Danskar ljósmæður héldu upp á 5. maí með því m.a. að senda frá sér fréttatilkynningar um ljósmæður og fæðingar, en málið vakti litla athygli og fékk litla sem enga umfjöllun. Ljósmæður á Grænlandi tilheyra danska ljósmæðrafélaginu og hafa ver- ið menntaðar í Danmörku til þessa. Nú er mikil umræða um að flytja menntun- ina til Grænlands og sníða hana þá að þörfum landsins, og er þá ekki víst að tryggt verði að hún uppfylli samnor- rænar vinnumarkaðskröfur. Þetta gæti átt eftir að verða hitamál. Finnland Með breytingum sem urðu á síðasta ári á kröfum um menntun heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga í Finnlandi, hefur ljósmæðrum fækkað mjög í mæðraeft- 1 6 irliti á heilsugæslustöðvum. Þetta hefur aftur leitt til þess að mæðraskoðanir á sjúkrahúsum hafa stóraukist. Þetta er mikið hitamál í Finnlandi og hefur finnska heilbrigðisráðuneytið bannað umræðu um þetta mál í blöðum og fjöl- miðlum til að hræða ekki almenning! . Menntunarmálin eru enn komin í sviðs- ljósið og nú vegna EB staðlanna, en menntunin samræmist þeim ekki. 58 ljósmæður fóru á alþjóðaþing ljósmæðra í Japan s.l. haust. Finnskar ljósmæður hafa haldið fund með ljósmæðrum frá Eistlandi og munu halda því áfram. Alþjóðadagur ljósmæðra fékk tals- verða umfjöllun í fjölmiðlum. Island Vísað er til skýrslu stjórnar LMFI fyrir árið 1990. Noregur Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram stjórnarfrumvarp á árinu 1991 um þjónustu ljósmæðra í héraði, sem kveður á um að ljósmæðraþjón- usta verði tryggð í hverju héraði frá ár- inu 1992. Hér er verið að leggja peninga í fyrirbyggjandi starf og norsk- ar ljósmæður fagna því að helsta bar- áttumál þeirra s.l. 10 ár — jordmor der mor bor — eða ljósmóðirin þar sem mamma er, virðist nú ætla að komast í höfn. Norska ljósmæðrafélagið vinnur nú að tillögum um breytta ljósmæðra- menntun. Mikil umræða er meðal i þeirra um hvort taka eigi það skref að bjóða uppá þann valkost, að hægt sé að fara í ljósmæðranám án þess að vera hjúkrunarfræðingur. Þessi um- ræða hefur skapast vegna þess að ný- _________________ I—JÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.