Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Page 21
HILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Ijósmóðir og hjúkrunarfræðingur:
AB C-einingin
á Söder sjúkra-
húsinu í Stokkhóími
ABC-einingin á Söder sjúkrahúsinu
er tilraunaeining sem hefur verið rekin í
1 ár og er rannsóknarverkefni hjá Ullu
Waldenström o.fl..
Tekinn var einn gangur á sjúkrahús-
inu og hann innréttaður alveg upp á
nýtt og er ekki annað hægt að segja en
þarna sé draumavinnuaðstaða og þá ekki
síður fyrir konurnar og aðstandendur
þeirra.
Deildin er mjög nýtískuleg og falleg
og ef myndirnar prentast vel má sjá
það. Þessari starfsemi hefur verið lýst
nokkuð ítarlega í sænska ljósmæðra-
blaðinu og hafa eflaust margar ljós-
mæður séð það. Ég ætla að reyna að
lýsa þessari starfsemi í stuttu máli hér
09 vona að ég gleymi engu. A deild-
>nni er: Mjög falleg setustofa sem er
ætluð konunum og aðstandendum
þeirra, þar fer einnig fram öll fræðsla
sem veitt er á deildinni. Ljósmæðurnar
hafa 2 viðtalsherbergi, sem einnig eru
notuð sem móttökuherbergi þegar kon-
urnar leggjast inn.
Þrjár geysifallegar fæðingarstofur,
allar með sérsnyrtingu eru á deildinni.
Konurnar eru á sömu stofunni þar til
þær fara heim. Þær hafa barnið hjá sér
LJÓSMÆÐR ABLAÐIÐ ____________________
og maka eða aðstandanda er boðið að
vera hjá þeim sé þess óskað.
Eldhús sem konurnar geta sjálfar
unnið í og þar borða þær allar sínar
Séð inn ganginn.