Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 25
HILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur: Heimsókn á ABC- fæðingaeininguna á Sahígrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg Ég átti þess kost að fá að skoða þessa einingu f heimsókn minni til Svíþjóðar í maí síðastliðnum. Britt Magnusson deildarljósmóðir tók á móti mér og sýndi mér deildina, jafnframt því sem hún útskýrði fyrir mér í hverju starfsem- in fælist. Deildin hefur verið starfrækt síðan haustið 1988 með þessu sniði. Um er að ræða breytingu á fyrrum sængur- kvennadeild á spítalanum. Sameinað- ar voru 2 deildir í eina og er skiptingin þessi: 2 stofur fyrir ABC umönnun, þ.e. fæðingar, 1 baðherbergi í tengsl- um við fæðingar, með nuddpotti, bað- kari og sturtu, 17 rúm sem ætluð eru fyrir ,,rooming-in“, ekki er gert ráð fyrir nema 2 konum á stofu mest, 12 rúm fyrir hefðbundna sængurlegu, svo og keisarafæðingar, 10 rúm fyrir konur með meðgöngusjúkdóma, stór bað- stofa þar sem allar konur borða allar máltíðir, dagstofa fyrir konurnar, einn- ig er aðstaða fyrir ljósmæðramóttöku og fræðslu til verðandi foreldra. Húsnæðið er gamalt og mjög ,,sjúkrahúslegt“, langir gangar og sjúkrastofur eru hefðbundnar. A fæð- LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ____________________ ingastofunum tveimur eru súrefnis- tæki, sog, hláturgastæki, lampi og önnur hefðbundin áhöld á slíkum stof- um, nema fæðingarúmið. Það er miklu mun stærra en við eigum að venjast og einna líkast hjónarúmi. A stofunni eru einnig 2 þægilegir hægindastólar, ásamt tréfæðingastól og Saco sekk. Myndir skreyta veggina og gluggatjöld eru lífleg og hlýleg. ABC-einingin Mönnun er sameiginleg á allri deild- inni, en ljósmæðurnar skipta sér þann- ig að þær eru um það bil 3—4 vikur í einu á ABC-einingunni, en ef ekkert er að gera þar á þeirra vakt sinna þær öðrum störfum á deildinni. Fyrirkomulagið er þannig að konurn- ar hafa fengið upplýsingar um þennan valmöguleika í mæðraverndinni og leita sjálfar til deildarinnar þegar þær eru gengnar með 34—36 vikur. Þá koma þær til viðtals hjá ljósmóður, sem sýnir þeim deildina, útskýrir í hverju starf- semin felst, rætt er um undirbúning fyr- ir fæðinguna eins og slökun, verkja- ______________________________ 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.