Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 28
MIDIRS
Margar ljósmæður þekkja MIDIRS.
Hinum til fróðleiks eru hér upplýsingar
5 lauslegri þýðingu og endursögn.
Frá 1986 hefur hópur af breskum
ljósmæðrum rekið Midwives Informati-
on and Resource Service = MIDIRS,
sem fjórum sinnum á ári gefur út MIDIRS
— Midwifery Digest, í mars, júní, sept-
ember og desember.
Þessar ,,upplýsingabækur“ eru þann-
ig að þær eiga að veita ljósmæðrum
greiðan aðgang að nýjum upplýsingum
varðandi fagið. Starfsmenn MIDIRS
lesa um 350 tímarit, þ.e. öll tímarit
varðandi starfssvið ljósmæðra, sem gef-
in eru út á enskri tungu. Þeir ákveða síð-
an hvaða greinar skuli birtar í MIDIRS,
annaðhvort í heild eða styttar. Oft eru
umsagnir um greinarnar. Að auki legg-
ur MIDIRS til eigin greinar um fagleg
efni. Sagt er frá væntanlegum ráðstefn-
um og nýútkomnum bókum. Alls eru
þetta yfir 500 síður á ári.
Innihaldinu er skipt í 7 þætti:
1. Ljósmæðrastörf — menntun,
laun o.fl.
2. Meðganga.
3. Fæðing.
4. Sængurlegan og nýfædda barnið.
5. Þjónusta ljósmæðra.
6. Stefnur í fæðingarhjálp.
7. Ýmislegt.
Askriftin kostar nú GBP 36 fyrir ein-
stakling í Evrópu utan Englands — 48
fyrir stofnun.
Midirs starfrækir einnig tölvuvædd-
an upplýsingabanka fyrir áskrifendur
sína. Þar eru nú á 12. þúsund greinar
um öll hugsanleg atriði innan ljósmóð-
urfræði. Þar er hægt að fá ábendingar
um greinar eða greinarnar í heild.
Öðru hverju stendur MIDIRS fyrir
ráðstefnum um fræðin, Active manage-
ment of Labour, the evidence for and
against, er sú síðasta, sem haldin var í
lok september 1991 í London.
Bóksala er einnig á vegum MIDIRS,
listi fylgir með til áskrifenda.
Utanáskrift er:
MIDIRS
Institute of Child Health
Royal Hosp. for Sick Children,
St. Michael’s Hill,
Britol,
BS2 8BJ
England. Elín Hjartardóttir
LJÓSMÆÐUR
Ljósmæðratalið er tilvalið til jóla- og tækifærisgjafa.
Verðið er kr. 4.500.
Skrifstofa LMFÍ
26
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ