Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 30
HILDUR SÆMUNDSDÓTTIR, ljósmóðir, Grundarfirði: Bréf til ritstjóra ,,Menn geta ekki flúið örlög sín, en menn geta deilt þeim með öðrum.“ Pushtu. Þess vegna hripa ég hér nokkrar lín- ur á blað um vangaveltur mínar um grein Unnar Haugen, í síðasta ljós- mæðrablaði. Þar fjallar hún um post partum samtalet og ábyrgð ljósmæðra- stéttarinnar gagnvart samfélaginu, ný- buranum og hinni fæðandi fjölskyldu. Unnur kemur víða við og skilgreinir m.a. fæðinguna sem eðlilegt lífeðlis- fræðilegt ferli, sem í flestum tilfellum skilur eftir sig þroskaðri og lífsreyndari foreldra, en á stundum er reynslan svo þokukennd að engu er líkara en að við- komandi hafi verið fjarlægur áhorfandi en ekki þátttakandi. Þegar ég lít yfir mínar konur á liðn- um árum, með eðlilegar fæðingar, þá eru það fyrst og fremst frumbyrjur sem fá áfall eftir fæðingu. Þeim má skipta þannig í flokka: 1) þær sem ganga með 12—20 daga fram yfir, 2) þær sem eru lengur en 24 klst. í fæðingu, 3) þær sem rembast 2 klst eða lengur, 4) þær sem fara þá í klukku eða töng eða akút keisara, vegna grindar, hjartsláttar eða annars. Koma svo heim á fjórða eða fimmta degi, aðspurðar um fæðinguna brosa þær og segja ,,ég held að þetta hafi allt gengið vel, ég var svo þreytt". Allar ljósmæður sem starfa við mæðraeftirlit þekkja svo þegar einmitt þessar konur verða þungaðar aftur og fyllast ótta við hið óþekkta. Jafnvel 6—10 árum seinna vantar þær enn „andlega lækningu til aðgerðar á sárri lífsreynslu,“ (Esttrop-Johannessen). Það er mikil ábyrgð hverrar ljósmóð- ur sem lætur þarna tækifæri sér úr greipum ganga til að foreldrar geti kom- ið skipulagi á óreiðuna með orðum. Feðurnir mega ekki gleymast í dag, þar sem þeir eru áhorfendur og skynja öll vafaatriði mjög sterkt. Oft er samband ungra foreldra heldur ekki nógu þrosk- að til að lifa af illa farna epsiotomiu. Fjögurra daga sængurlegur auð- velda okkur ekki leikinn. Svo hvaða ráð eru þá fyrir hendi eða eru góð ráð of dýr. Ég hef mikið hugleitt undanfar- ið ár hvað það myndi kosta heilbrigðis- kerfið að ljósrita fæðingarsöguna og senda heilsugæslustöðinni með fæð- ingartilkynningu. Þar kæmi m.a. fram af hverju konan fer í mænudeyfingu, og ef eitthvað sérstakt hefur borið út af 28 _____________________________________________ I_IÓSMÆÐR ABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.