Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 31

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 31
andlega, auk eðlilegrar skráningar á fæðingarsögu. Með slíkt í höndunum getur starfsfólk heilsugæslunnar haldið utan um hina órjúfandi keðju, með- göngu — fæðingu — brjóstagjöf — eft- irskoðun. Við ljósmæður og læknar megum ekki gleyma að upplýsingastreymi okk- ar á milli þarf að vera beint en ekki munnlegt með konuna sem millilið, þegar eitthvað hefur borið út af eða konan hefur tekið í sig kjark og gert til- raun til að tala út. Þetta síðastnefnda á einnig við um fyrstu heimsókn til barns, skoðun á stöðinni, eftirskoðun eða sér- stakt viðtal við þá ljósmóður sem annast hefur mæðraeftirlitið eða foreldrafræðsl- una og undirbúið fæðinguna með fjöl- skyldunni. Það er ótvírætt hér eins og annars staðar, að betra er seint en aldrei. Ef ekki sængurleguviðtal eða ,,post partum-viðtal“, þá viðtal eftir sængur- legu. Kveðja Hildur. Margar Ijósmæður hafa sýnt áhuga á að eignast Ljósmæðrablaðið frá upphafi. Nú er búið að Ijósprenta þau eintök, sem voru uppseld. Veröið er 100 kr. fyrir stök blöð. 25% afsláttur ef keypt eru 30 blöð eða fleiri. Einnig fást vönduð hulstur utan um blöðin. Þau eru 5 cm að þykkt, í grænum lit með gylltri áletrun. Verðið er 600 kr. stk. Skrifstofa LMFÍ Jóíatrésskemmtun L.M.F.Í. verður haldin í Fósbræðraheimilinu við Langholtsveg í Reykjavík sunnudaginn 29. desember 1991 kl. 16.00—18.00. Mætum vel með börnin. Un dirbúningsnefn din Ljósmæðrablaðið 29

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.