Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 33
4. Tekið kristalla-próf.
Þá er tekið strok frá leghálsi með
bómullarpinna og sett á object-gler og
skoðað í smásjá, hvort legvatn sé í
strokinu.
Meðferð:
1. a) Konan lögð inn og sett í sírita í
20—30 mín. Endurtekið á ca.
tveggja tíma fresti eða eftir
þörfum.
b) Gerð ytri skoðun. Mældur hiti,
púls og blóðþrýstingur.
c) Nákvæm skráning á því hvenær
legvatn fór að renna.
d) Meta útlit legvatns.
2. Ef höfuð er hreyfanlegt fyrir ofan
grindarinngang eða afbrigðileg staða á
barni, þá er konan sett á legu. Annars
er leyfð fótavist.
3. Sett upp venflo-nál.
4. Fylgjast með hita konunnar.
5. Fylgjast með breytingum á útliti
legvatns og síritun.
6. Ef hríðar byrja ekki sjálfkrafa inn-
an 6—12 tíma, þá er fæðing e.t.v. sett
á stað með syntocinon-dreypi, 10 IE
syntocinon í 500 ml af 5% glúkósu. Ef
legháls er mjög óhagstæður er þó
stundum byrjað með prostaglandinstíl.
(Samkvæmt ákvörðun læknis).
7. Gera sem fæstar innri þreifingar!
8. Meta hvort ástæða sé til þess að
konan sé fastandi og krosspróf.
Barnið:
1. Barnalæknir er viðstaddur fæð-
*ngu, ef legvatn er grænlitað eða meira
en sólarhringur er liðinn frá því að leg-
vatn fór að renna.
2. Ef legvatn er grænt, er sogað
strax úr vitum barns um leið og höfuð
er fætt. Hætta er á sýkingu hjá barni,
ef legvatn fer i lungu.
3. Hafa tiltæka 6 ræktunarpinna ef:
’ Móðir er með hita.
Meira en sólarhringur er liðinn
frá því að legvatn fór að renna. Barna-
læknir tekur þá strok frá barninu og
sendir til ræktunar. Einnig er sent strok
frá fylgju.
4. Barnalæknir metur hvort barn
leggst á vökudeild til obs. og etv. lyfja-
gjafar.
MB/HÞ/SB
Fyrri keisarafæðing
Það sem sérstaklega þarf að hafa í
huga við yfirsetu kvenna, sem hafa
keisarafæðingu að baki og koma inn til
fæðingar:
1. Setja upp venflo-nál.
2. Draga blóð í krosspróf og status.
3. Hafa konuna fastandi.
4. Setja upp vökva.
5. Síritun. E.t.v. innri þrýstingsmæl-
ir. Rafskaut þegar belgjarof hefur orðið.
6. Föst yfirseta.
Sé fæðing örvuð með Syntocin-
on-dreypi, skal fara helmingi hægar en
ella.
Fylgjast skal vel með samdráttum í
legi og að þeir líði vel úr á milli.
Abyrgð ljósmóðurinnar er mjög
þung á metunum og skal hún hafa eft-
irfarandi atriði sérstaklega í huga:
a) Ytri þreifing skal vera í lágmarki
og framkvæmd með mikilli varúð.
31
*-JÓSMÆÐRABLAÐIÐ