Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 34

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 34
b) Hafa skal samband við lækni ef eftirfarandi einkenni koma fram: 1. Lítill eða enginn framgangur á 1. stigi fæðingar, þrátt fyrir góða sam- drætti. 2. Vaxandi eymsli yfir öri. 3. Stöðugur sársauki í kvið. 4. Lélegur framgangur á 2. stigi fæðingar. 5. Hröðun á hjartslætti barns. 6. Blæðing úr leggöngum. 7. Merki um lost. 8. Samdráttarhringur — Bandl’s hringur. BS/GMJ Konur sem eru Rhesus-neikvæðar Þegar kona kemur í fæðingu skal ljósmóðir, um leið og hún les yfir mæðraskrá konunnar, athuga blóð- flokk hennar. Ef konan er Rh-neikvæð skal þegar eftir fæðingu, senda blóð frá barninu til flokkunar og í Coombs-próf. Ef barn er Rh-jákvætt og Coombs-próf neikvætt er konunni gefið RH Immune Globulin innan 72 klst. frá fæðingu barnsins. Rhesus-neikvæð og hefur ekki myndað mótefni: Stensla beiðni um blóðflokkun merkta naflastrengsblóð sem er geymt frammi á vakt. Stensla tvo merkimiða sem eru hafð- ir inni á fæðingastofu ásamt tveimur 32 ______________________________ reagens-glösum með töppum og hönskum tilbúið til notkunar. Sjá til þess að mæðraskrá sé vel merkt með Rh-stimpli: á fremstu síðu, á ,,partogrammið“. Fyrir fylgjufæðingu skal þurrka fram- an af enda naflastrengsins og láta drjúpa 10 ml blóðs í hvort glas. Glösin eru merkt inni á fæðingastofunni! Ljósmóðir fylgir því eftir að beiðni sé útfyllt og gengið frá sýninu (öðru glas- inu), þannig að það sé tilbúið til að fara í Blóðbankann til flokkunar með næstu ferð. Ath! þarf ekki að sendast með hraði. Hitt glasið skal geyma á fæðinga- vakt til vara í a.m.k. 3 sólarhringa, en er síðan hent. Á beiðni til Blóðbankans er merkt við eftirfarandi: ABO-flokkun. Rh-flokkun. Coombs-próf beint. Einnig þarf að koma fram: Dagsetning fæðingar. Tími fæðingar. Kyn barnsins. Barnablaðið er merkt blóðflokki móður og stimplað með Rh-stimpli. Látið aðra ljósmóður yfirfara með ykk- ur blóðflokkinn og kvittið fyrir. Skrá í fæðingarsögu að blóðsýni hafi verið tekið. Við flutning á sængurkvennagang er mikilvægt að tilkynna að konan sé Rhesus-neikvæð. Rhesus-neikvæð og hefur myndað mótefni: Þetta á einnig við um undirflokkamis- ræmi, þó konan sé Rhesus-jákvæð. Sömu reglur gilda og hér að ofan _________________ I—IÓSMÆÐRABLAÐ1Ð

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.