Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 36
fæðinguna, í sængurlegunni eða við
brjóstagjöf.
Aðrar sýkingar
Flestar sýkingar geta valdið fóstur-
skaða, fósturdauða og/eða staðbundn-
um sýkingum hjá barni eftir því hver
orsökin er. Þær eru flestar af völdum
veira eða baktería. Hér á eftir eru þær
algengustu taldar upp:
Syphilis:
Omeðhöndlað, smitast barnið á
meðgöngu í 50—80% tilfella. Tekið er
blóðsýni í fyrstu mæðraskoðun og
meðhöndlað fyrir 15. viku.
Lekandi:
Konan er oft einkennalaus. Barn smit-
ast af lekanda í 50% tilfella, ef konan
fæðir eðlilega. Sýkingin fer í augu barns
og veldur örmyndun í hornhimnu og
blindu, ef þetta er ómeðhöndlað. Nú
er tekið strok úr auga og sent í ræktun,
ef barn hefur einkenni um augnsýk-
ingu. Einkenni byrja á 2.-5. degi eftir
fæðingu.
Chlamydia Trachomatis:
Barn getur smitast við fæðingu og
fengið væga augnsýkingu, sem kemur
í ljós 5—8 dögum eftir fæðingu. Einnig
getur barnið fengið lungnabólgu. Talið
er að aukin hætta sé á:
Fyrirburafæðingu.
Andvana fæðingu.
Endometritis eftir fæðingu.
Trichomonas Vaginalis:
Einkennist af útferð sem er gulgræn
og illa lyktandi, ásamt kláða og sviða.
Ekki er vitað til þess að sýkingin valdi
skaða.
Candida Albicans:
Um þriðjungur barnshafandi kvenna
fá sveppasýkingu. Sýkingin einkennist
af miklum kláða. Barn getur smitast við
fæðingu, en alvarlegar sýkingar af
völdum candida eru sjaldgæfar.
Toxoplasmosis:
Oft eru engin einkenni en stundum
eins og almenn flensueinkenni. Konu
sem smitast á meðgöngu er hætt við að:
Missa fóstur.
Fæða andvana barn.
í 20—65% tilfella smitast fóstr-
ið/barnið líka. Það fer eftir því hvenær
á meðgöngunni móðirin veikist. 90%
þeirra barna sem smitast, skaddast
(heili, augu).
Cytomegalovirus:
Móðirin sýkist án einkenna, en sýk-
ingin getur valdið alvarlegum skaða á
miðtaugakerfi barnsins.
Rauðir hundar:
Ef móðir veikist á 1. trimestri veldur
sýkingin alvarlegum fósturskaða (sjón,
heyrn, hjarta).
Listeria:
Einkenni hjá fullorðnum eru oftast
engin. Barn getur smitast og fengið
staðbundnar sýkingar eða ,,sepsis“.
34
I__IÓSMÆÐRABLAÐIÐ