Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 38
ICM-International Coníedera tion of Midwives Upplýsingarnar eru fengnar úr bæk- lingi sem þessi samtök ljósmæðra hafa gefið út svo og fréttabréfum þaðan. Hvað er ICM? Samtök ljósmæðrafélaga, frá 40—50 löndum víðs vegar að úr heim- inum. Samtökunum er skipt í svæðis- deildir sem eiga sína svæðisfulltrúa (Regional Representatives). Afríka (2 fulltrúar), Ameríka (2), Evrópa (5), Asia Pacific (2). Hvert aðildarfélag hefur síð- an rétt til að senda 2 fulltrúa á ,,Inter- national Council Meetings", sem haldnir eru í sambandi við ráðstefn- urnar. Hvert er markmiðið? Að bæta ljósmæðramenntun og miðla þekkingu meðal ljósmæðra, með það að markmiði að bæta umönn- un barna, mæðra og feðra um allan heim. Hvað gerum við? Við lítum á ljósmóðurina sem lykil- persónu þegar um er að ræða umönn- un kvenna og fjölskyldna þeirra á tímabilinu kringum barnsfæðingu. Við vinnum að því markmiði að dauðsföllum meðal fæðandi kvenna hafi fækkað um helming árið 2000. Sérstakur vinnuhópur hefur verið starf- andi frá árinu 1987 til að vinna að þessu. Þar eru einnig fulltrúar frá WHO og UNICEF. Reynt er að styrkja stöðu ljósmæðra þannig að þær axli meiri ábyrgð í heilbrigðisþjónustunni. Höfð er samvinna við þau ljósmæðrafé- lög sem tengjast ICM varðandi bætta ljósmæðramenntun, hlutverk og starfs- svið ljósmæðra, stjórnun og rann- sóknaverkefni ljósmæðra. Safnað er upplýsingum um þessi atriði, spurning- um er svarað og upplýsingum miðlað, í gegnum fréttabréf og í vinnuhópum. Þar sem það er í þróunarlöndunum sem 99% af mæðrum deyr beinist hjálpin einkum að þeim félagsmönn- um sem þar eru. Þriðja hvert ár er haldið heimsþing ljósmæðra, þangað sem koma ljós- mæður hvaðanæva að úr heiminum. Þingið er til skiptist í hinum ýmsu lönd- um. Þannig var það í Bretlandi 1981, Ástralíu 1984, 1987 í Hollandi og 1990 í Japan. Næsta þing verður í Vancouver í Kanada 1993. Síðan í Osló 1996. Milli þinganna eru vinnuhópar (Workshops) um málefni eins og „Ljósmóðirin — lykillinn að öruggari fæðingu" (Hong Kong 1989). „Rannsóknir og ljósmóð- irin“ (Þýskaland 1989). 36 I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.