Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 39
Hvers vegna þátttaka í ICM?
Við bjóðum félögunum stuðning og
ráð frá aðalstöðvunum, dreifum upplýs-
ingum, veitum tækifæri til að læra af
reynslu annarra og kynnast ljósmæðr-
um á alþjóðagrundvelli. ICM er einu
samtök ljósmæðra með opinbert sam-
band við Sameinuðu þjóðirnar og und-
irdeildir þeirra, svo sem WHO og
UNICEF. Upplýsingabæklingur kemur
út u.þ.b. 4 sinnum á ári og afsláttur
býðst á tímaritinu Midwifery. ICM hef-
ur í samráði við UNICEF gefið út bók-
ina „Facts for Life“.
★
Sambandið við meðlimafélögin
mætti vera meira og lýst er eftir áhuga-
sömum fulltrúum.
I stjórn ICM eru nú, hér nefndar
með enskum titlum, Margaret Peters,
Astralíu, Director of the Board of
Management. Helga Schweitser,
Þýskaland, Deputy Director of the
Board of Management. Carol Hird,
Canada, President. Sonja Irene Sjöli,
Noregi, Vice President. Sumiko Mae-
hara, Japan, Immediate Past Presi-
dent. Anne Thompson, Englandi,
Treasurer.
Karin Christiani, Svíþjóð er fulltrúi
Norðurlandanna (Regional Repre-
sentative). Aðrir fulltrúar Evrópu eru
frá Bretlandi, Sviss, Þýskalandi, Spáni.
Skrifstofa samtakanna er í London.
Skrifstofustjóri þar er Miss Joan Walker.
Hún er ljósmóðir, sem einnig hefur
lært kennslu og stjórnun.
★
Árgjald LMFÍ til ICM er GBP 390 fyr-
ir árið 1991. Ljósmæður eru hér með
hvattar til að líta inn á skrifstofunni ef
þær hafa áhuga á að kynna sér frekar
þessi samtök, sjá fréttabréf ICM eða
bókina með fyrirlestrum frá síðasta al-
þjóðaþingi, í Japan 1990.
Þýtt og endursagt: Elín Hjartardóttir.
GAMALT OG GOTT
Óx brúðar kviðr
frá brjósti niðr
svo að gerðu eik
gekk heldr keik
og aum í vömb, gerðu eik: kona
varð heldr til þömb. þömb: framsett
Björn Hítdælakappi.
37
ljósmæðrablaðið