Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Page 7
Þrátt fyrir ummæli Davíðs Oddssonar, fyrrverandi borgarstjóra, og þó svo að sett hafi verið upp stytta af móður og barni, sem átti að tákna það sem fram færi innan veggja þess húss. Akveðið var af heilbrigðisráðherra að Ríkisspítalar skyldu yfirtaka rekstur Fæðingarheimilis Reykjavíkur um áramótin 91/92. Ríkis- spítalar áttu að fá ákveðna fjárveitingu til þess, 20 milljónir. Ekki var möguleiki að reka Fæðingaheimilið í óbreyttu formi fyrir þá upphæð. Af hálfu LMFÍ tók til starfa nefnd 22. okt. Nefndina skipuðu Hildur Nielsen, Hrefna Einarsdóttir, Margrét Hallgrímsson og Rósa Braga- dóttir. Nefndin fundaði með ráðherra, stjórnendum Borgarspítala og stjórnend- um Ríkisspítala, í sitt hvoru lagi þó. Niðurstaða þessarar nefndar var sú að enginn vissi neitt i þessu máli sem hægt væri að festa hendur á. Þannig hélt málið áfram að velkjast fram í febrúar. Þá fóru menn að ræða um fyrirkomulag vð hina nýju rekstraraðila. Það sem var verst í þessu máli var að ekkert samband eða samráð var haft við starfsmenn FHR. Það var eins og því kæmi málið ekkert við. 1. apríl kom tilkynning um að fólk sstti að skrifa undir nýjan vinnusamning. Formaður LMFÍ og lögfræðingur BSRB fylgdust með þessum breytingum og gættu hagsmuna ljósmæðra kjaralega séð. Rætt var um að ekkert mundi breyt- ast annað en liturinn á launaseðli og merkingar á vinnufötum. En það er það e>na sem hefur staðist. Eins og allir vita hefur starfsemin lamast. Undanfarið hafa verið haldnir fundir með Arna Gunnars- syni, Davíð A. Gunnarssyni og Pétri Jónssyni af hálfu Ríkisspítala og Hildi Kristjánsdóttur, Elínborgu Jónsdóttur og Margréti Guðmundsdóttur af hálfu LMFÍ. F’að sem brann á hjá ljósmæðrum var að fram færu eingöngu ljósmæðrafæðingar á FHR. Margt hefur verið rætt og ritað í blöð þessu samfara. Niðurstaða þessara funda er: „Stjórnarnefnd ríkisspítalanna samþykkir að stefnt verði að því að opna eins fljótt og unnt er fæðingagang í tengslum við Fæðingadeild LSP þar sem fram færi fæðingar og sængurlega í einni heild með sama hætti og við aðstæður, er verði sem líkastar því og verið hafa á Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu. Um leið og þessi fæðingargangur hefur verið opnaður verður öllum núverandi rekstri á Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu hætt.“ Ljósmæður eru komnar á heilsu- gæslustöðvar í Reykjavík, ein við Heilsu- gæslustöðina í Mjódd og önnur í Grafar- vogi. I vor taka ljósmæður til starfa við Heilsugæslustöðvarnar í Drápuhlíð og á Seltjarnarnesi. Eins og ykkur er kunnugt hefur LMFI árum saman unnið að því að ljósmæður yrðu ráðnar við heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík. Alþjóðlegt þing verður haldið í Reykjavík 20.-25. júní 1993. Að þinginu standa alþjóðasamtök um heilusfarsrann- sóknir á norðurslóðum. LMFÍ kemur til með að eiga einn fulltrúa í undirbúnings- nefnd. Stjórn LMFI hefur fjallað talsvert um heimaþjónustu ljósmæðra við sængur- konur sem óska eftir að fara heim fyrr en almennt gerist. Upp komu mörg sjónar- mið um leiðir sem best væri að fara. Niðurstaða okkar varð sú að eðlilegast væri að þessi þjónusta kæmi frá því sjúkrahúsi sem konan fæðir á. Susanne Houd, ljósmóðir, skrifaði grein í danska ljósmæðrablaðið um námsferð til Islands. Ljósrit af greininni liggur frammi. Stjórn LMFI gerði athuga- semd við greinina og sendi danska blað- inu. 5 ÞJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.