Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Qupperneq 12

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Qupperneq 12
EVA S. EINARSDÓTTIR, ljósmóðir, kennslustjóri: Ljósmæbraþankar fluttir á aðalfundi Ljósmæðrafélags íslands 15. maí 1992 Kæru ljósmæður! Eg hef ákveðið að koma hér inn á ýms málefni sem snerta starf okkar. En ég hef mínar skoðanir á fæðingarhjálp og öðru og læt þær í ljós þegar mér finnst ástæða til, svo ég noti sömu orð og fyrsti formaður Ljósmæðrafélagsins Þuríður Bárðardóttir sú merka kona í grein sinni undir heitinu „Ljómæðraþankar", sem birtist í Ljósmæðrablaðinu 1. tbl. 1932: Eitt af því fyrsta er þessi umræða um öryggi tengt fæðingu en sú umræða felur i sér þann boðskap að konum sé nánast hvergi óhætt að fæða nema á hátækni- sjúkrahúsi. Þessi umræða finnst mér vera komin út fyrir öll mörk, hún stjórnar orð- ið ákvörðunum starfsfólks sem annast mæðraeftirlit, það þorir vart að taka neina ákvörðun út frá eigin óskum og vilja, ef þær geta valdið þeim streitu og erfiðleikum, ekki síst hjá þeim sem búa úti á landi. Og afleiðing streitu getur or- sakað minna blóðflæði um leg og fylgju, sem leiðir til minni súrefnisflutnings til fósturs, og minnkun á súrefnisflutningi til fósturs leiðir til streitu hjá fóstri, sem gæti síðan t.d. leitt af sér grænt legvatn. Og streita getur valdið þvi að konum er hætt- ara við að ganga fram yfir tímann, og streita verkar hamlandi á eðlilegan gang fæðingar svo eitthvað sé nefnt. En það má segja að fólki sé nánast fjarstýrt með þessari umræðu, þessi boðskapur kemur einnig í fjölmiðlum, t.d. lét heilbrigðisráð- herra Sighvatur Björgvinsson þannig orð falla í viðtali á stöð tvö í apríl og ein slík grein birtist í Morgunblaðinu útbreiddasta dagblaði landsins um mánaðarmótin mars/apríl síðastliðin þar sem viðtal var haft við prófessor Gunnlaug Snædal. Þar var tilkomu Kvennadeildar að mestu þakkað lækkun á ungbarnadauða í land- inu. En það eru ýmsir aðrir þættir sem vega þar ekki minna, ekki síst betra og skipulagðara mæðraeftirlit um land allt. Og svo er það tilkoma Vökudeildarinnar til að taka við fyrirburum og börnum kvenna, sem flokkast hafa í áhættuhópa, ef með þarf, sem á þar stóran þátt. En greining barnshafandi kvenna í áhættu- hópa á sér stað í mæðraeftirlitinu og þær konur eiga að fæða á sjúkrahúsi sem hef- ur alla tækni til staðar. Það má segja að þetta viðtal hafi ekki komið á sérstaklega heppilegum tíma þ.e. á sama tíma og tilkynnt var um breytingar á starfsemi Fæðingaheimilis- ins. En þessi sifellda umræða að tengja að mestu lækkun á ungbarnadauða í landinu tilkomu Kvennadeildar auðveldar 10 LJOSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.