Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Qupperneq 28

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Qupperneq 28
stuðla enn frekar að framhaldi þessarrar þróunar var eftirliti með þunguðum syk- ursjúkum konum fyrir um sjö árum breytt og það aukið. Engin kona hefur misst barn sitt síðan. Alvarlegir fósturvan- skapnaðir hafa líka verið í lágmarki; að- eins tveir hjartagallar meðal 56 barna kvenna með sykursýki af flokki B eða al- varlegri (3.6%). Þessi tíðni er fremur iág miðað við það sem almennt gerist hjá konum með sykursýki (3) og getur hafa tengst góðu eftirliti fyrir meðgönguna hjá mörgum kvennanna, þótt slíkt hafi ekki nærri alltaf átt við. I báðum þeim tilvikum sem hér urðu, voru konurnar með langa sögu um sykursýki og verulegar líkams- breytingar af sykursýkinni, ásamt slæmu blóðsykurjafnvægi við getnað og á fyrstu stigum þungunar. Fuhrmann og sam- verkamenn hafa sýnt fram á að góð blóð- sykurstjórnun á þeim tíma getur að miklu leyti komið í veg fyrir meðfædda galla tengda sykursýkinni (4). Því er mjög mik- ilvægt að konur með sykursýki séu hvatt- ar til að nota góðar getnaðarvarnir og velja tima til barneigna, jafnframt því að þær reyna að ná sem bestum tökum á blóðsykrinum fyrir og við getnað og síð- an í þunguninni. Konurnar þurfa meðan á meðgöng- unni stendur að leitast við að hafa blóð- sykurgildin sem eðlilegust, ekki einungis til að minnka hættuna á fósturgöllum, heldur lika til að reyna að varna því að barnið verði óhóflega stórt (fetal macrosomia) og til að tryggja eðlilegan súrefnisflutning til barnsins. Sykurefni taka þátt í að binda súrefni i rauðu blóð- kornunum og hár sykur leiðir til fastari bindingar, þannig að súrefni flyst verr frá móður til barns og frá fósturblóðkornum í vefi fósturs. Þetta kann að eiga þátt í því að fósturköfnun (intrauterin asphyxia) er algengari hjá konum með sykursýki en öðrum konum. Reykingar móður metta hluta blóðkornanna með kolmónoxíði í stað súrefnis og eykur það enn á hættuna fyrir barnið (6). Þótt innlögnum hafi fjölgað, hefur dregið úr þeim tíma sem konurnar dvelja inni á spítalanum, og sú þróun hefur haldið áfram á allrasíðustu árum. Fæð- ingarþyngd jókst marktækt, en dregið hefur úr fjölda mjög stórra og mjög lítilla barna. Fleiri konur fæða börn sín vaginalt en áður og tilhneiging hefur verið í þá átt að láta þær konur sem eru með sykursýki af A og B gerð ganga með nokkru lengur til að auka líkur á að þær fari sjálfar í fæð- ingu, þó þess sé ekki farið að gæta í lengri meðallengd meðgöngu. Vandamál eins og þvagfærasýkingar og hár blóð- þrýstingur, þungburafæðing og ofgnótt legvatns (hydramnion) koma enn fyrir, þótt nákvæmara eftirlit hafi áhrif i þá átt að draga úr þessu. Eina alvarlega nýrna- sýkingin á tímabilinu varð í konu sem ekki kom til neins eftirlits fyrr en alvarleg veikindi neyddu hana til að leita læknis. Stór börn eru enn vandamál. Hár blóðsykur er sennilegasta orsök þung- bura (fetal makrósómíu) (5). Það er skoð- un höfundar að nauðsynlegt sé að ná góðum tökum á blóðsykri á tímanum milli 20 og 26 vikna meðgöngu, þannig að honum sé haldið í nánast i lífeðlis- fræðilegum mörkum (< 6mmol/l). A þessum tíma meðgöngu eykst næmi briskirtils fóstursins fyrir blóðsykri mjög. Taki fósturvöxtur verulegan kipp á mið- þriðjungi meðgöngu, tekst ekki að ná honum niður síðar þrátt fyrir betri stjórn- un sjúkdómsins. Aðeins er hægt að halda í horfinu. Blóðsykurgildi í efri eðlilegum mörkum eða rétt þar yfir gætu nægt til að barnið verði óeðlilega stórt. Þetta er 26 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.