Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Síða 46

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1992, Síða 46
mjólkurganganna. Eins og við vitum, stuðlar tæmingin jafnframt að aukinni framleiðslu mjólkurinnar. Einnig er nætugjöfin sögð örva prolactinseyti meir en gjöfin á daginn. Hvað frumbyrjurnar snertir, getur verð gott að þær séu búnar að kynnast „fæðumunstri“ barns síns allan sólarhringinn áður en þær koma heim svo viðbrigðin verði þeim ekki eins mikil. Þessa fyrstu daga sem móðirin er á sjúkrahúsinu - sem er þar sem flestar mæður fæða - held ég þó að verði að átta sig á þörf hennar fyrir hvíld og aðstoð, hvar í systkinaröðinni sem barnið er. Það þekkir og skilur hver reynd ljósmóðir. Hægðír nýfæddo barnsins Eftirfarandi tafla (bls. 40 í Successful Breastfeeding) er gefin sem eins konar þumalfingurregla: Fæðing - 24 klst. 1. dagur - meconium 24 - 48 - 2. dagur - meconium/ að lýsast 48 - 72 - 3. dagur - að lýsast/ gular 72 - 96 - 4. dagur - gular Fullburða barn, sem enn er að láta frá sér meconium á 4.-5. degi, fær að líkindum ekki nóga mjólk og léttist. Séu hægðir enn að lýsast á 4.-5. degi, getur það verið vísbending um að ekki sé allt í lagi með brjóstagjafar-„tæknina“. Framför og útlit barnsins Þyngdaraukning er eitt merki þess að barn sé frískt og þrífist af móður- mjólkinni. Sé aukningin í lægri kantinum, er þó oftast ekki ástæða til að hafa áhyggjur; þar geta erfðir komið við sögu. Aðrar vísbendingar um ástand barnsins eru einnig mikilvægar, svo sem: Góður litarháttur, ekki grár eða fölur. Ekki dauft eða sofandalegt. Pissar oft, þvag litlítið og lyktarlaust (ef barnið er eingöngu á brjósti). Eðlilegar hægðir miðað við aldur (sjá töflu). Oftast ánægt, án þess þó að vera daufgert. Áður en móðirin fer heim með barn sitt, þarf að gefa henni tíma til að ræða málin því „fræðsla á rúmstokknum“ um brjóstagjöfina og tímann sem framundan er, hefur reynst mun betri til árangurs en fræðsla og upplýsingar af blaði eða úr bæklingi. Einnig hefur sýnt sig, að þar sem móðirin hefur átt kost á áframhaldandi sambandi við sína ljósmóður (eða aðra sem geta veitt henni faglega tilsögn) þó ekki sé nema simleiðis, þá er hún mun líklegri til að gefast ekki upp fyrr en ætlunin var. Þá getur bæði barnið og faðirinn verið móðurinni hinn besti stuðningur og því er æskilegast að byrja fræðsluna þegar barnið er tilbúið að fara á brjóst í fyrsta skipti, að föðurnum viðstöddum. Á þeirri stund eru bæði foreldrar og barn mjög opin fyrir allri tilsögn. (7, bls. 34-5, bls. 40-41, bls. 48-9). Hér ætla ég að láta staðar numið þó margt sé enn ósagt og þessi grein varla nema „flugumynd" af því efni sem hún er tekin úr. Fyrir flestar ljósmæður eru hér trúlega engin ný sannindi á ferð, en hafi þessi fróðleikskorn komið ein- hverjum að gagni, gefið hugmyndir eða vakið til íhugunar, þá er tilganginum náð. 44 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.