Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Qupperneq 14

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Qupperneq 14
Fræðslunefndin skipulagði fræðslu- kvöld fyrir ljósmæður 18.sept. síðastliðinn þar sem aðalumræðu- efnið var, fræðsla til feðra á með- göngu. Ljósmæður, sem hafa öllu jafnan borið aðal ábyrgð á for- eldrafræðslu á meðgöngu, hafa fundið til ákveðins veikleika þegar kemur að því að höfða til feðra sérstaklega. Það var því mjög gagnlegt að hlusta á þá þrjá fyrirlesara sem voru gestir þetta kvöld. Fyrstur tók til máls Göran Wimmerström sem var staddur hér á landi á vegum karlanefndar jafnréttis- ráðs. Göran er svíi, sálfræðingur að mennt auk þess að vera félagsráð- gjafi. Göran hefur mikið unnið með karla, sem stunda ofbeldi á heimilum, með mjög góðum árangri. Göran er einnig frumkvöðull að feðrafræðslu í Svíþjóð. Árið 1990 stofnaði hann sérstaka miðstöð fyrir karla, og í meðgöngufeðrafræðslunni er hann í góðri samvinnu við ijósmæður um hvernig best er að haga fræðslunni. Fræðsla feðranna fer aðallega fram í lokuðum hópum þar sem eingöngu eru karlmenn.Þar tjá þeir sig um ýmsar tilfinningar sem þeir upplifa á meðgöngutímanum, sem þeir hafa ekki þorað að opinbera, aðallega vegna þess að þeir halda að þeir eru þeir einu með þessa upplifun. Þetta gerir það að verkum að karlmaðurinn situr uppi með samviskubit fyrir að hugsa svona og karlmenn opna sig ekki svo gjarnan við konuna því þeim þykir nóg á hana lagt í þessu ferli. Göran sagði það undravert hve lítið karlmenn undirbúa sig fyrir feðra- hlutverkið og hve lítið þeir ráðfæra sig við hvor annan. „Karlmenn tala ekki við feður sína um væntanlegt föðurhlutverk og lesa sig lítið til.“ sagði Göran. Með þvi að leyfa þeim að tjá sig um líðan sína, mögulega hræðslu, kvíða og jafnvel reiði, ásamt því að fræða þá um flesta þá þætti er varða konuna og sængur- legutímabilið, nýburann og breytt fjölskyldumynstur, er hægt að gera væntingar feðranna raunhæfari og gera þá betur undirbúna til að takast á við þetta nýja vandasama hlutverk. Göran hefur nú staðið fyrir menntun fyrir menn til þess að sinna þessari fræðslu víðs vegar um Svíþjóð og er því sérstök feðrafræðsla að festa sig í sessi í Svíþjóð. Göran benti okkur á marga þætti sem gagnlegt er fyrir okkur að skoða og mikilvægt að fram komi í þeirri for- eldrafræðslu sem við veitum. Næstur tók til máls Jón Bjarni Þorsteinsson heilsugæslulæknir á Sólvangi í Hafnafirði. Hann fræddi okkur um það að í foreldrafræðslunni hjá þeim hafi alltaf verið sérstakir „pabba tímar“ þar sem rætt er við verðandi feður og ýmiss mál sem að 12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.