Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Side 18

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Side 18
áttuðu sig á að ljósmæður þyrftu líka að skipuleggja sig og þróa á faglegan hátt. Þær vissu að nauðsynlegt var að auka við menntun sína og vinna að því að ná pólitískum áhrifum. Ljósmæður hafa unnið að þessu og gera enn þann dag í dag. Arangur þeirrar baráttu hér á landi má sjá nú þegar nám í ljósmóðurfræði fer á háskólastig. Á þessari öld hafa orðið miklar breytingar og framfarir í læknisfræði í kringum barneignir. I flestum lönd- um yfirtók hugmyndafræði læknis- fræðinnar ljósmóðurfræðina m.a. með því að leggja áherslu á að fæðing sé sjúkdómur og að það beri að meðhöndla hana sem slíkan. I því felst að sagt er að engin fæðing sé eðli- leg fyrr en hún er yfirstaðin. Til mótvægis við þetta segja ljósmæður gjarnan að fæðing sé eðlileg þar til eitthvað fer úrskeiðis. Hin hörðu vísindi hafa verið í háveg- um höfð og tæknimenningin hefur verið leiðandi. Gagnrýnislaust hefur verið tekið við tækninni og hún notuð við umönnun og eftirlit barns- hafandi kvenna án þess að hafa rannsóknarniðurstöður til að styðja sig við. Ennfremur án þess að vita í raun hvaða áhrif inngrip tækninnar geta haft á eðlilegt ferli barneigna. Nefna má mörg dæmi á fæðingar- deilum þar sem skapast hafa hefðir um hvenær eigi að gera keisaraskurði, leggja tangir eða sogklukkur, gera spangarskurði, taka hjartsláttarrit í fæðingu, framkvæma ómskoðanir o.fl. Þetta hefur orðið til þess að enn er ljósmóðurfræði ógnað, eins og fyrr á öldum. En líklega er henni mest ógnað af ljósmæðrum sjálfum sem ekki hafa alltaf tekið eftir hvernig hlutverk þeirra hefur breyst í gegnum tíðina. Sumar ljósmæður hafa jafnvel farið þá leið að verða aðstoðarmenn lækna og orðið sáttar við það í stað þess að starfa sem ljósmæður og stunda ljósmóðurfræði. Hvað er að starfa sem ljósmóðir OG STUNDA LJÓSMÓÐURFRÆÐI ? Þetta er viðamikil og flókin spurning og sjálfsagt verða Ijósmæður aldrei sammála um svar við henni. Hins vegar hafa ljósmæður sameiginlegan þekkingargrunn og horfa svipuðum augum á ljósmóðurstarfið. Ljós- mæður gætu líklega orðið sammála um að ljósmóðurfræði eru bæði list og vísindi. Einnig að það að vera ljós- móðir, erað vera hjá konu og taka þátt í hinni miklu vinnu og verkjum sem geta fylgt fæðingunni. Jafnframt því að taka þátt í hinni miklu gleði og ánægju sem á sér stað við fæðingu barns. Ljósmóðirin myndar náið sam- band við verðandi móður og föður sem oft varir aðeins í gegnum barneignarferlið sjálft á meðan á 16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.