Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Page 19
rneðgöngunnni, fæðingunni og
sængurlegunni stendur. Yfirleitt
muna konur og karlar eftir ljós-
mæðrum sínum. Til eru fjöldamargar
reynslusögur þar sem foreldrar segja
frá og muna, á jákvæðan og
neikvæðan hátt, hvað ljósmóðurin
sagði, gerði og hvernig framkoma
hennar var. Sambandið sem myndast
getur því haft áhrif í gegnum lífið og
gæti stuðlað að jákvæðri sjálfsímynd
og auknu sjálfsöryggi móður og föður
f foreldrahlutverkinu. Margar ljós-
mæður leggja áherslu á að yfirsetan
sjálf sé mikilvæg til að skapa öryggi og
traust hjá konunni en einnig til að
bregðast við ef eitthvað ber út af hinu
eðlilega fæðingarferli. Mikilvægt er að
ljósmóðurfræði sé fyrst og fremst
fyrir konuna og fjölskyldu hennar þar
sem klínísk færni ljósmóðurinnar,
fræðileg þekking, innsæi og til-
finningar fara saman
Hvað er að vera sönn ljósmóðir?
Samkvæmt Flint (1986) verða sannar
ljósmæður að vera sterkar, hlýjar og
næmar fyrir þörfum konunnar og
fjölskyldu hennar. Aðeins þá getur
konan fundið sig örugga og upplifað
barneign á einstakan og jákvæðan
hátt. Ljósmæðrum ber einmitt skylda
fil að skapa umhverfi þar sem konan
og fjölskylda hennar upplifir örugga
°g jákvæða reynslu í kringum
harneign. Sannar ljósmæður verða að
geta myndað náin tengsl við konu og
skilið þarfir hennar. Flint (1986) segir
að til þess að við ljósmæður getum
það, verðum við fyrst, að kynnast og
þykja vænt um konuna sem okkur
stendur næst, okkur sjálfum. Efokkur
tekst það má segja að við fáum
jákvæðari sjálfsímynd og aukið sjálfs-
öryggi til að starfa sem ljósmæður.
Flint (1986) heldur áfram og segir að
ljósmæður og konur séu nánar, það
sem hafi áhrif á konuna hafi líka áhrif
á ljósmóðurina og öfugt. Þegar ljós-
mæður eru sterkar, eiga konur að geta
fætt án utanaðkomandi truflana.
Þegar ljósmæður eru veikar er hætta á
að yfirráðin séu tekin af líkama
konunnar og gripið sé inn í með-
gönguna og fæðinguna, oft til skaða
fyrir konuna og fjölskyldu hennar.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skil-
greinir hlutverk Ijósmóður þannig:
Ljósmóðir er einstaklingur sem hefur
lokið ljósmóðurnámi sem er viður-
kennt í því landi þar sem námið er
stundað. Hún hefur lokið náminu
með viðunandi vitnisburði og hlotið
löglegt leyfi viðkomandi yfirvalda til
að stunda ljósmóðurstörf.
Ljósmóðir þarf að geta séð um
nauðsynlegt eftirlit, umönnun og
ráðgjöf til kvenna á meðgöngu, í
fæðingu og sængurlegu, stundað
fæðingarhjálp á eigin ábyrgð og
annast nýbura og ungbörn. Þessi
ljósmæðrablaðið
17