Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Síða 24
menntunarmálum hefur til langs tíma verið sú að inntökuskilyrði í ljós- móðurnám væri hjúkrunarpróf. Það hefur einng verið stefna hjúkrunar- fræðinga á íslandi að ljósmóðurnám yrði framhaldsnám eftir hjúkrunar- próf. í febrúar 1991 skipaði mennta- málaráðherra nefnd til að undirbúa tillögur um fyrirkomulag ljósmæðra- menntunar innan vébanda náms- brautar í hjúkrunarfræði Nefndin skilaði tillögum sínum til ráðu- neytisins um haustið og lagði til að ljósmóðurnám yrði 18 mánuðir eftir hjúkrunarpróf og að það færi fram í námbraut í hjúkrunarfræði. Tillaga þessi er í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins frá 1980 um að fullt nám í ljósmóðurfræði skuli vera a.m.k. 18 mánuðir ef inntökuskilyrði í námið er hjúkrunarpróf. Önnur leið er möguleg samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins, en hún er sú að námið taki 3 ár eftir stúdentspróf. Menntamálaráðuneytið tók aldrei formlega afstöðu til niðurstöðu nefndarinnar. Aftur var stofnuð nefnd á vegum menntamálaráðherra þann 29. nóvember 1993. Hennar hlutverk var að gera tillögur um flutning ljós- móðurnáms frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti til menntamála- ráðuneytis. / erindisbréfi stóð: „ I störfum sínum skal nefndin taka mið af því að menntun ljósmæðra verði í tengslum við námsbraut í hjúkrunarfræði við læknadeild Háskóla íslands og að heildarnáms- tími verði ekki að ráði lengri en almennt hjúkrunarnám. Nefndinni er ætlað fjalla um skipulag námsins í meginatriðum og gera tillögur um framkvæmdaþætti breytingarinnar, að höfðu samráði við yfirstjórn Háskóla íslands“. (Menntmálaráðuneytið, I 994, bls. 2.) í NEFNDINA VORU SKIPUÐ: Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir yfirljósmóðir Kvennadeild Landspítalans. Herdís Sveinsdóttir, dósent námsbraut í hjúkrunarfræði. Ingibjörg Magnúsdóttir, skrifstofustjóri heilbrigðis og tryggingarmálaráðuneyti. Ólöf Asta Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Kvennadeild Landspítalans. Reynir Tómas Geirsson, prófessor Kvennadeild Landspítalans. Stefán Stefánsson, deildarstjóri, í menntamálaráðuneyti formaður nefndarinnar. 22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.