Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Side 37
213 Kennslustj óri
215 Framkvæmdastjóri 3, kvennadeild Landspítala
Yfirljósmóðir
4. GREIN
Grein 1.3.5 í kjarasamningi aðila orðist svo: „Ljósmóðir með hjúkrunarpróf í
lfl. 204-212, þó ekki í starfsheitinu „forstjóri 1 á heilsugæslustöð" raðist
tveimur launaflokkum ofar við störf á kvennadeildum og vökudeildum og við
mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit á heilsugæslustöðvum, en einum launaflokki
ofar við önnur störf.“
5. GREIN
I fylgiskjali 2 með kjarasamningi aðila frá 24. júní 1994, samkomulag um mat
á viðbótarmenntun, breytist eftirfarandi og tekur gildi frá upphafstíma sam-
komulagsins.
1 • Upphaf fylgiskjalsins orðist svo: Samkomulag þetta tekur til ljósmæðra í
starfsheitunum ljósmóðir, deildarljósmóðir, vaktljósmóðir, aðstoðar-
deildarstjóri, deildarstjóri, stoðljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir í launa-
flokkum til og með 212.
2. Gr. 2.1 orðist svo: Ljósmæður með MS-próf í starfsheitunum ljósmóðir,
deildarljósmóðir, vaktljósmóðir, aðstoðardeildarstjóri, deildarstjóri,
stoðljósmóðir og aðstoðaryfirljósmóðir í launaflokkum til og með 212,
raðist tveimur launaflokkum ofar en ella. Forstjóri 1, kennslustjóri,
framkvæmdastjóri 3 og yfirljósmóðir með MS-próf í launaflokkum til og
með 216 raðist einum launaflokki ofar en ella.
3. Gr. 2.3 orðist svo: „Ljósmæður með doktorspróf raðist þremur launa-
flokkum ofar en ella í starfsheitunum ljósmóðir, deildarljósmóðir, vakt-
ljósmóðir, aðstoðardeildarstjóri, deildarstjóri, stoðljósmóðir og aðstoðar-
yfirljósmóðir, en annars tveimur launaflokkum ofar en ella í öðrum starfs-
heitum. í flokkum þessum eru meðtaldir launaflokkar vegna MS-prófs.
CREIN
Röðun eftirtalinna starfsheita í launaflokka breytist svo frá 1. október 1995:
ljósmæðrablaðið
35