Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Page 18

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Page 18
Finnst þér vera mikill munur á heimafæðingum og sjúkrahúsfæðingum? Ef einungis er grœnt legrntn metwn við stöðuna með'flutning það er heldur ekki gott að flytja konu efhún er komin með 8-9 an útvíkkun. Við tökum helst mið af hjartslœtti bamsins íþessu tilliti. Við getum vel sogað upp úr bömunum heima efleg\’atnið er grœnt. Já, það finnst mér, það er alveg öruggt. Þær íjölskyldur sem velja að fæða barn sitt heima hafa trú á eiginleika sína til að ala barn. Það vill ekki láta stjórna sér í þessu ferli, það vill ekki þurfa að fara af heimilinu í bíl á fæðingarstofnun þar sem meiri líkur eru á inngripum. það vill geta valið hvemig umhverfi fæðingarinnar er, hveijir em viðstaddir, þekkja ljósmóðurina, hafa börnin nálægt o.þ.h. það er mun meiri ró í heimafæðingum, því fólkið sjálft hefur valið það og myndað sína eigin stemningu. Hins vegar má segja að allir, ja næstum allir, eru vel innstilltir inn á það að flytjast á sjúkrahús ef við teljum ástæðu til, þau vilja ekki vera heima ef okkur finnst eitthvað vera grunsamlegt. Þau hlusta vel á það sem við segjum. Geta allar konur fætt heima, eða eru einhver skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að njóta ykkar aðstoðar? Allir hafa rétt á að fæða barn sitt heima. í raun geta allar konur fætt heima og hafa rétt til að fá aðstoð við það, okkur ber skilda til að sinna því. Hins vegar þá mælum við gegn því ef kona er í áhættumeðgöngu, t.d. er með sykursýki, háan blóðþrýsting, fýrri keisari eða lengd meðganga. Ef kona hringir og vill fá Vatnfæðing afstaðin ljósmóður heim og eitthvað er að þá þurfum við að sjálfsögðu að sinna því en við skrifum það í pappírana að við ráðum konunni frá því. Við þvingum engan inn á sjúkrahús með því að neita um aðstoð heima, það væri tilefni til að missa starfið. Læknir getur gert þá kröfu að konan verði að vera á sjúkrahúsi til að hann sinni henni en ljósmóðirin verður að fara á staðinn. Annars er viðmiðið hjá okkur að meðgöngulengd sé innan 37-42 viku, þ.e. 14 dagar eftir áætlaðan fæðingardag. Svo þarf konan að vera almennt heilsuhraust, meðgangan eðlileg og eitt barn í höfuðstöðu. Við höfum helst ekki viljað hafa fýrri keisara, en það eru nokkrar sem hafa endilega viljað fæða heima. Þá höfum við samið við þær að taka þær inn í kerfið gegn því að það verði flutningur á sjúkrahús við minnsta tilefni. þær hafa tekið því vel og það hafa ekki komið upp nein vandamál með þær konur. Eru það margar konur sem þurfa að flytjast á sjúkrahús í miðri fæðingu? Við höfum haldið vel utan um allar slíkar tíðnitölur, það hefur verið eitthvað mismunandi milli ára, 9-10%, allt upp í 14% mest. Stór hluti af þeim eru konur sem hafa misst legvatnið fyrir fæðingu og hríðarnar byrjuðu aldrei og það er nú ekki dramatísk ástæða að flytjast inn á sjúkrahús vegna þess. Svo eru það margar sem hafa byrjað í fæðingu heima en hríðarnar ekki verið nógu kraftmiklar, fæðingin orðin langdregin og þær þurft að koma inn á sjúkrahús til að fá hríðarörvandi lyf. Það gefum við ekki heima. Þessar tvær ástæður eru algengastar til flutnings. Þær aðferðir sem við höfum notað heima til hríðarörvunar eru geirvörtunudd og þrýstipunktameðferð. Síðan hefur það komið fyrir að bamið hafi reynst vera í sitjandi stöðu þegar kemur að fæðingu. Það á sérstaklega við um konur sem hafa átt nokkur börn áður. Síðan eru það konur sem hafa fluttst á sjúkrahús vegna þess að þær hafa viljað fá frekari verkjameðferðir en það sem við bjóðum uppá. í einstaka tilfellum höfúm við flutt konu á sjúkrahús þar sem við viljum hafa nánara eftirlit, t.d. ef hjartsláttur barnsins er ekki í lagi og ef legvatn er einnig litað. Ef einungis er grænt legvatn metum við stöðuna með flutning, það er heldur ekki gott að flytja konu ef hún er komin með 8-9 cm útvíkkun. Við tökum helst mið af hjartslætti bamsins í þessu tilliti. Við getum vel sogað upp úr börnunum heima ef legvatnið er grænt. Ef blæðir í fæðingunni flytjum við konuna strax, en það em örfá tilfelli. Við höfum tvisvar fengið mikla blæðingu eftir fæðingu þannig að flytja varð konurnar á sjúkrahús.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.