Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Page 23
Jóga hjálpar við verkjum og óþægindum
sem óneitanlega fylgja meðgöngunni, svo sem
bakverkjum, stirðleika, bólgnum fótum,
þungum andardrætti, þreytu og jafnvel
þunglyndi. Þótt konan hafi aldrei stundað
jóga áður, er meðgangan kjörið tækifæri til
þess að byrja á því. Með reglulegri ástundun
styrkist líkaminn og þol og liðleiki eykst.
í jóga fyrir barnshafandi konur er sérstaklega
unnið að því að fá góða líkamsstöðu,
styrkja bakið, liðka axlir og opna
brjóstkassann.
ÖNDUNIN
Mikil áhersla er lögð á öndun og slökun.
Konan finnur jaínvægi milli styrks og liðleika,
milli úthalds og eftirgjafar. Slakur líkami verður
sterkur, mýktin hinn sanni sfyrkur. Við batnandi
meðvitund og djúpslökun endurnærist orkan.
Það mætti líkja áhrifunum af jóga við innri
hreingerningu. Þegar hin barnshafandi kona
finnur hvernig hún getur, bókstaflega andað
frá sér spennu og þreytu styrkist sjálfstraust
hennar gagnvart fæðingunni, hún finnur að
hún getur sjálf haft áhrif á eigin líðan. Þegar
hægist á önduninni hægist á innra skvaldri
hugans. Þannig dregur jóga ástundunin úr
spennu og áhyggjum móðurinnar á
meðgöngunni, styrkir hana andlega, bætir
sjálfsmyndina og þar með öryggi hennar.
Menntun styrkir og slær á fordóma. Bóklestur
og fræðileg vitneskja er auðvitað af hinu góða
en mikilvægt er að æfa öndunina til þess að
hún nýtist í fæðingunni. í jóga er það hin
reglulega ástundun sem öllu máli skiptir.
LÆKNASTÉTT - SJÁLFSTRAUST
Jóga lofar ekki fullkominni fæðingu, enda
getur enginn lofað neinu um þetta
kraftaverkaferli sem hver meðganga og fæðing
er. Við vitum að mikið getur gengið á,
hlutimirað fara að bera ábyrgð á. Svo má ekki
gleyma því að allt sem gert er fyrir konuna
sjálfa á meðgöngunni hefur áhrif á barnið.
í jóga fyrir bamshafandi konur leggjum við
áherslu á að konan tengi við barnið, við
stöldrum við og höldum um kviðinn, tölum
við fóstrið, sendum því góðar hugsanir, ást og
öryggi. Barnið er ekki framandi hnöttur sem
hangir framan á konunni heldur manneskja,
sál sem konan getur þegar byrjað að
tengjast.
Samvinnan er þegar hafin á meðgöngunni og
svo er fæðingin samvinna konunnar og bamsins.
Konan er ekki ein að þjást í tilgangsleysi, hver
verkur hefur sína ástæðu og ef vel er hugsað
til barnsins léttir það á.
SPEGILL
Jóga er eins og spegill sem hvetur okkur til
að sjá okkur sjálf eins og við erum í raun og
vem en ekki eins og við viljum vera eða ættum
að vera. Það eru ekki alltaf aðstæður sem eru
erfiðastar, eitthvað sem kemur fyrir okkur,
einhver líðan sem einhver annar veldur, heldur
viðbrögð okkar sjálfra sem skipta sköpum um
hvernig okkur líður, hvernig við komumst í
gegnum eitthvert atvik eða samskipti.
Ljósmæður vita sjálfsagt manna best að konur
bregðast mjög mismunandi við svipuðum
aðstæðum.
Jóga endumærir orku líkamans og hjálpar að
slaka á og koma okkurí rólegt og friðsælt ástand.
Að kunna að slaka á milli hríða er auðvitað
mjög mikilvægt. Og þegar konan
kann djúpslökun hefur hún áhrif inn í sjálfar
hríðimar, hvemig konan tekst á við þær. í stað
þess að berjast gegn þeim getur hún leyft þeim
að vera og er ekki að reyna að hugsa um eitthvað
annað en að flæða í gegnum þær.
En fceðing er ekki sjúkdómur
heldur eðlilegur hluti af
náttúrunni. Það fœðir enginn
fyrir okkur. Hverfœðing er því
einstök eins og hvert okkar er
einstakt. Þess vegna er svo
mikilvœgt að konan sé með í
að taka ákvarðanir og axla
ábyrgð á eigin heilsu og
undirbúningi fœðingarinnar.
HVER ER ÉG?
í jóga fyrir barnshafandi konur eru
hefðbundnar jógastöður lagaðar að
ástandi kvennanna og þörfum. Jógastöðurnar
eru kallaðar ASANAS. Þeim er oftast haldið
nokkurn tíma og þannig losnar um spennu og
líkaminn sfyrkist.
Á meðan stöðunni er haldið er konan hvött
til að skoða hvað er að gerast. "Hvernig mætir
þú fyrirstöðu, langar þig til að berjast, gráta,
Ljósmæðrablaðið o 1.
nóv 2001