Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Side 30

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Side 30
Grein um 2 ljósmæður sem hófu um síðustu áramót eigin rekstur undir nafninu "Mamastork". Þær taka hvor um sig 3 konur á tíma í sama mánuði. Þær fara í 7-10 heimsóknir til skoðunar á meðgöngunni, taka á móti barninu heima, hringja í konuna á hveijum degi eftir fæðingu í viku og heimsækja hana tvisvar. Svo er símtal eftir 1-2 mánuði. Þær segja engan hörgul á konum og að kerfið stuðli að betra fæðingarumhverfi fyrir konuna og betra vinnuumhverfi fyrir ljósmóðurina. Þær fá að meðaltali sem svarar 150.000 íslenskum krónum fyrir fæðinguna. Nýjar launatöflur sýna að danskar ljósmæður fá laun sem eru samsvarandi 180.000-345.000 íslenskum krónum á mánuði brúttó. Þetta eru svimandi upphæðir í augum íslenskra ljós- mæðra og áhugasömum er bent á fjölda atvinnu auglýsinga í danska ljósmæðrablaðinu. Maíhefti 2001: Greinar um lífefnabanka sem verið er að reyna að setja á fót á háskólasjúkrahúsi Álaborgar. Tekið er naflastrengsblóð við fæðinguna og það fryst. Fyrirhugað er, ef bamið seinna meir fær sjúkdóma eins og hvítblæði, sykursýki, Parkinson, blóð eða mergtruflanir, að hægt verði að nota stofnfrumur úr þessu blóði til lækningar viðkomandi. í raun hefur naflastrengsblóði verið safhað og fryst síðustu ár. Það sem hefur þurft til er ósk mæðra sem síðan hafa keypt ílát. Ljósmæður hafa síðan tekið blóðið en mæðurnar þurfa síðan að sjá til þess að blóðið berist á rannsóknarstofuna innan 24 klst. —o— Ljósmóðir skrifar grein um 3ja daga námskeið sem hún fór á til að læra hvernig hún ætti að leiða ljósmæðranema gegnum verklegt nám. Kveðst hún eftir 12 ára starf hafa viljað fara fýrr á svona námskeið en þau eru haldin reglulega í Danmörku. Grein um brjóstagjöf eftir skurðaðgerðir á brjóstum. Konur sem hafa látið minnka eða stækka bijóstin geta fræðilega séð haft á bijósti ef taugar til vörtu og mjólkurgangar eru óskaðaðir. í raunveruleikanum hefur hvatning heilbrigðisstarfsfólks til brjóstagjafarinnar úrslitaáhrif. MJALTAVÉLALEIGAN GARÚN Melgerði 44 , Kópavogi sími 564 1451 opið 11-17 virka daga Medela dælur eru með innbyggðan sogtakt og líkja eftir sogi barnsins. • Sjúga • Sleppa • Hvíla adiri breastbottlc Þær skemma því ekki né særa viðkvæman brjóstvef Sogkraftur innan öryggismarka Utan onnunartíma er hægt að fá vélar leigðar eftir samkomulagi í síma 694-3844 Medela og Lansinoh vörur fást einnig í Lyfju, Lyf og heilsu og apótekum um land allt

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.