Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 32
Hvað ber að gera þegar
þunguð kona hringir og
telur að hún hafi verið
útsettfyrir parvóveiru ?
Fyrstþarf að athuga hvort
hún hafi merki um gamla
sýkingu og þar með
verndandi mótefni.
mótefnamyndun og blóðleysi fósturs
af völdum þess. Fósturbjúgur sem ekki er
vegna mótefnamyndunar (non-immune
hydrops) einkennist af mikilli vökvasöfnun í
tveimur eða fleiri líkamsholum. Bjúgur kemur
fram í fleiðruholi, kvið og hjarta, vökvasöfnun
verður undir húð, hjartað stækkar, einnig lifur
og milta, og fylgjan verður þykk og bjúgkennd.
Parvósýking er einnig talin auka líkur á
fósturgöllum en Katz og félagar lýstu kölkun
í milta, vægu vatnshöfði (hydrocephalus) og
drepi í hjartavöða, sem talið er vegna beinna
áhrifa á veirunnar á þessi líffæri.(5)
Mótefni gegn parvóveiru.
Hvað ber að gera þegar þunguð kona hringir
og telur að hún hafi verið útsett fyrir
parvóveiru ? Fyrst þarf að athuga hvort hún
hafi merki um gamla sýkingu og þar með
verndandi mótefni. Ef IgG mótefni eru til
staðar en engin IgM mótefni er það merki um
gamla sýkingu og fóstrinu er engin hætta búin.
Ef hins vegar engin mótefni eru til staðar þarf
að endurtaka mótefnamælingu eftir 2-3 vikur,
til að kanna hvort ný sýking hafi átt sér stað.
Ef IgG og IgM mótefni eru áfram neikvæð
hefur konan ekki smitast og fóstrið er ekki í
hættu. Hinsvegar er hún næm fyrir nýrri
sýkingu og ætti því að forðast nýtt smit eftir
bestu getu.
Ef IgG og IgM mótefni eru bæði jákvæð er um
nýja sýkingu að ræða og hætta er á myndun
fósturbjúgs.IgM mótefni koma fram á þriðja
degi eftir að úbrot hefjast en IgG um það bil
viku síðar. IgM mótefnin hverfa á nokkrum
mánuðum en IgG mótefnin eru til staðar fyrir
'lífstíð. Ekki er vitað hversu hátt hlutfall
fullorðinna einstaklinga á íslandi hefur
verndandi mótefni gegn parvóveirunni en víða
erlendis er hlutfallið um 50%.(6) Ef
einstaklingur án mótefna er útsettur fyrir
parvóveirunni eru helmingslíkur á smiti ef
smitberinn er innan fjölskyldunnar en fyrir
leikskólakennara eru líkur á smiti um 20-50%.(7)
Ef miðað er við 4000 þunganir árlega á íslandi
og helmingur kvenna hefur ekki verndandi
mótefni má búast við að helmingur þeirra geti
smitast af parvóveiru á meðgöngu eða 1000
konur. Sú tala er vafalaust ofmetin því ekki
verða allar
þungaðar konur útsettar fyrir veirunni. Af 1000
smituðum má búast við 300 fóstursýkingum
(30%) og þar af má búast við að 3% fái
fósturbjúg eða níu fóstur. Vitað er um nokkur
tilfelli af fósturlátum á öðrum þriðjungi
meðgöngu á síðasta vetri í kjölfar staðfestrar
parvósýkingar en heildarsýn vantar. í fyrsta
lagi er ekki vitað hve stór hluti samfélagsins
hefur mótefni gegn parvóveiru og í öðru lagi
er ekki vitað hve stór hluti kvenna sem var
grunaður um parvósýkingu á meðgöngu fór í
mótefnamælingu.
IgG neikvæð
IgM neikvæð
Endurtaka mótefni
eftir 2-3 vikur
i \
Neikvæð
I
TAFLA 1.
Eftirlit með þunguðum konum sem útsettar eru fyrir parvoveiru B19.
Útsett fyrir parvoveiru B19
Flensulík einkenni, útbrot, liðbólgur,
Kanna parvóveirumótefni, IgG og IgM
i
IgG jákvæð
IgM jákvæð
‘ i
Ný sýking
Fóstur í áhættu
IgG jákvæð
IgM neikvæð
Merki um eldri sýkingu
Jákvæð
/
Engin áhætta
fyrir fóstur
Engin áhætta Fóstur í
fyrir fóstur áhættu ^
Fóstureftirlit
Vikuleg ómskoðun í 8-10 vikur
Fósturbjúgur
Já Nei
Blóðgjöf ■*’**"" Ekkert frekara eftirlit
Ljósmæðrablaðið
nóv 2001