Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Page 36
Könnun var gerð á vegum
LMFI á sýkingarhœttu á meðal
Ijósmœðra. Könnunin sýndi
að flestar Ijósmœður eru í
mikilli sýkingarhœttu vegna
snertingar við blóð og legvatn.
einnig verið heimasíðu félagsins um nokkurt
skeið. Breytingarnar vera lagðar fram til
samþykktar á fundinum. Þær sem unnið hafa
að þessum breytingum ásamt stjórn félagsins
eru Kristín Sigurðardóttir, Anna Guðný
Bjömsdóttir og Helga Gottífeðsdóttir.
Sumarbústaðurinn okkar nýi hefur verið vel
nýttur allt árið og ljósmæður ánægðar með
hann. Kjarrhús heitir bústaðurinn okkar frá
fomu fari og spurning hvort ljósmæðmm þyki
það ekki bara gott nafn til að nota áfram.
Haldið var upp á fimm ára afmæli háskólans
í ljósmóðurfræðum, nú í byrjun apríl. Það var
gert með vel sóttum fundi þar sem framtíð
ljósmóðurnáms og þjónustu var rædd. Mikil
umræða var þar um breytingar á náminu á
næstu 10 árum og er í umræðunni að taka inn
nema án hjúkrunarfræðiprófs.
Mikil vandræði hafa veri að manna minni
fæðingarstaði á landsbyggðinni undanfarið og
hefur formaður og stjóm félagsins af því þungar
áhyggjur. Þær ljósmæður sem hafa hug á að
leysa af úti á landi vinsamlega hafi samband
við félagið og láti vita af sér. Besterefhægt
væri að skipuleggja afleysingateymi fyrir
landsbyggina sem hægt væri að ganga að hveiju
sinni.
Á ísafirði stefndi í vandræðaástand vegna
ljósmæðraskorts um áramótin. Formaður
LMFÍ bauðst til að hjálpa til við að manna
þessa mánuði. Ljósmæður brugðust skjótt við
beiðninni og tjölmargar ljósmæður hafa leyst
þar af á vormánuðum og aldrei verið
ljósmóðurlaust þar á þeim tíma.
Könnun var gerð á vegum LMFÍ á
sýkingarhættu á meðal ljósmæðra. Könnunin
sýndi að flestar ljósmæður eru í mikilli
sýkingarhættu vegna snertingar við blóð og
legvatn. Félagið hvetur ljósmæður til að
fylgjast með eigin mótefnamyndun og nýta sér
ókeypis bólusetningu fýrir lifrarbólgu B vírus,
en því hafa þær rétt frá sínum vinnuveitendum.
Libero bókin var illfáanleg um tíma vegna
breytinga á umboðsaðilum. Heildsalan Frigg
sér nú um dreifingu á bókinni. Ekki er alveg
frágengið hvemig verður um framhald útgáfu
bókarinnar. Umboðsaðilar hafa óskað eftir að
fá að gefa auglýsingu með hverri bók. Málið
er bistöðu.
Umræður hafa orðið vegna mismunar á
úthlutun heimaþjónustu. Var haldinn
félagsfundur um málið þar sem því miður alltof
fáar ljósmæður mættu. Félagið hefur unnið að
málinu með deildarstjóra Hreiðursins. Stjóm
félagsins vekur athygli á því enn og aftur að
allar ljósmæður hafa samkvæmt
ljósmæðralögum rétt til að taka heimaþjónustu
hafi þær áhuga á því. Munum það ljósmæður
að við erum að veita þjónustu sem hefur gengið
mjög vel og við viljum að orðstýr okkar sé
góður. Veitum því samfellda og góða þjónustu.
Minni ég ennfremur á pappíra sem
ljósmæðrafélagið hefur látið gera fýrir og um
heimaþjónustuna.
Félagið lét prenta á nýja boli fyrir ljósmæður
með merkinu okkar. Þeir em til sölu fúndinum
ásamt fleira dóti sem félagið hefur til sölu.
Ljósmóðir sú sem hefur boðið sig fram til
varaformanns tekur að sér starf fjölmiðla-
fulltrúa og netstjóra eins og talað var um á
síðasta aðalfundi.
Ástþóra Kristinsdóttir, formaður.
Tillögur uppstillinganefndar sem
samþykktar voru á aðalfundi
Ljósmæðrafélags íslands 19.maí 2001.
Formaður:
Varaform:
Ritari:
Vararitari:
Gjaldkeri:
Varagjaldkeri:
Meðstjórn:
Stjórn:
Ástþóra Kristinsdóttir
Sími:557-4807
IngibjörgTh. Hreiðarsdóttir
Sími:567-0841
Guðrún Eggertsdóttir
Sími:698-1586
Sigríður Pálsdóttir
Sími:482-2556
Ólafla M. Guðmundsdóttir
Sími:564-4254
Rósa Þorsteinsdóttir
Sími:554-5567
Guðlaug Björnsdóttir
Sími:564-5561
Úr stjórn gengur: Guðlaug Einarsdóttir
'Xfi Ljósmæðrablaðið
•^0 nóv 2001