Freyr - 01.01.1931, Síða 9
Búuaðarmálablað Utgefendur: Jón H Þorbergsson, Sigurður Sigurðsson, Pdlmi Einarsson, dreyr Afgreiðslumaöur Sveinbj. Benediktsson ritari Búnaðarfél. Isl. Pósthólf 657. Árg. blaðsins kostar 5 kr. Gjalddagi 1. júli
XXVIII. ár. Reykjavík, Jan.—Febr. 1931 Nr. 1.-2.
Ástæður - Horfur.
Preyr er síðbúinn að þessu sinni. Hann
hefir legið í dvala fyrstu tvo mánuði ársins,
en nú skríður hann úr hýðinu og vill verða
kraftmeiri og öflugri en nokkrn sinni áð-
ur, koma út reglulega og flytja fróðlegar
og leiðbeinandi greinar, um alt er íslensk-
an búnað varðar. Hann á að verða kær-
kominn gestur á hvert sveitaheimili, sem
þrá og vona eftir fræðara og leiðbeinanda,
Utgefendurnir munu gera sitt ítrasta til
að fullnægja þessu markmiði og vér treyst-
um stuðningi allra þeirra er unna íslensk-
um búnaði og aukinni ræktun í landi voru.
Vér væntum að kaupendur vorir geti greitt
oss andvirði blaðsins reglulega, enda þótt
nú séu iniklir fjárhagsörðugleikar, og að
þeir jafnframt útvegi oss nýja kaupendur,
tvo til þrjá hver. Vér erum þeim einnig
þakklátir fyrir að þeir sendi oss greinar
um eitt og annað, sem að búnaði lýtur,
t. d. frásagnir um það, sem verið er að
framkvæma í sveitunum o. fl. Ennfremur
geta þeir sent oss fyrirspurnir um alt er
að búnaði lýtur. Vér munum reyna að fá
úr því leyst.
Með nánu samstarfi milli útgefenda Freys
og kaupenda. er hægt að gera blaðið svo
úr garði, að það verði bæði leiðbeinandi
og fræðaudi, ómissandi á hverju sveita-
heimili. Margir munu líta svo á að þeir
geti lítið stutt að þessu, en margt smátt
gerir eitt stórt. Skilvís greiðsla á blaðinu
kemur því til leiðar, að blaðið þarf aldrei
að stríða við fjárhagsörðugleika. Pjölgun
kaupenda eykur tekjur þess, svo hægt er
að stækka blaðið og kosta meiru til út-
gáfunnar. Með því að margir leggi skerf
til greina í blaðið, verður það skemtilegra
og fróðlegra.
I sambandi við þessi orð um útgáfu blaðs
vors, er rétt að athuga lítillega um að-
stæður og horfur búnaðar vors.
Ástæður.
Ef vér viljum gera oss fyllilega ljóst
hvernig búnaðarástæður vorar eru nú, í
samanburði við fyr og síðar, kemur margt
til greina. ítarleg athugun á þessu væri
mjög fróðleg. Nú viljum vér aðeins benda
á nokkur atriði.
Ræktun. Henni miðar áfram. Síðan jarð-
ræktarlögin komu til sögunnar 1923 hafa
jarðabætur og ræktun aukist frá ári til
árs, meira en dæmi eru til. Þessu til sönn-
unar má nefna, að árið
1922 voru unnin 102,000 dagsv., en
1929 — — 740,000 —
Þessar miklu framkvæmdir sýna ljóslega
skilning bænda á þýðing ræktunarinnar.
Nú s. 1. ár hafa verið lagðar 5—6 milj.
króna í jarðabætur. Mönnum er orðið það