Freyr - 01.01.1931, Síða 11
FREYR
3
Horfurnar.
Vér höfum stuttlega reynt að gera oss
grein fyrir ástæðunum, en hvað er fram-
undan, er oss hulið. Vér vitum að land
vort er lítt ræktað, en ef búnaðurinn á að
vera til frambúðar, þá er fyrsta lífsskil-
yrðið að ræktunin aukist. Að því er nú
ötullega unnið. Vér vitum að víða um
sveitir landsins era hrörlegar byggingar.
Það þarf að byggja reysulegar byggingar
á öllum sveitabýlum, sem séu lýstar og
hitaðar með rafmagni, og við hvert býli
þarf að vera trjá-, blóma- og matjurtagarð-
ur. Það gerir býlin ánægjulegri.
Þessu má öllu koma til leiðar, ef bænd-
ur reynast nógu þrautseigir, iðnir og spar-
samir, í sambandi við að þeir hagnýti sér
nútíma þekkingu og reynslu á ýmsum
sviðum.
Með samvinnufélagsskap er hægt að
koma ýmsu til leiðar, sem lítt er fram-
kvæmanlegt fyrir einstaklinga. Þannig er
það með ræktun o. fl.
Ný verksvið fyrir bændur eru nú að
ryðja sér til rúms. Alifuglaræktin er á
frumstígi, en alt útlit er fyrir að hún geti
orðið til mikilla hagsbóta fyrir bændur.
Eldi loðdýra hefir verið reynt hér, einkum
refa. Það heflr vel gefist. Loftslag og ann
að bendir til, að hér séu ágæt skilyrði
fyrir loðdýrarækt. Svo mun og um fleira,
sem enn er hulið.
Erflðleikar þeir, sem nú steðja hér að,
eru nú um heim allan. Menn tala um
kreppu og fjárhagsvandræði. Þetta hefir
oft komið fyrir áður og aftur úr rætst.
Fjárhagsafkoman er sem öldur á sjó, sem
koma og hverfa. Vér vonum að úr þessu
rætist þó útlitið sé eigi glæsilegt sem stend-
ur. Freyr mun hafa nánar gætur á öllu
sem fram fer viðvíkjandi búnaði vorum,
og gefa lesöndum sínum skýringar og
bendingar um það viðreisnarstarf, sem nú
er fyrir höndum.
Ný lög fyrir
Búnaðarfél. íslands
Á nýafstöðnu Búnaðarþingi voru sam-
þykt ný lög fyrir Búnaðarfélag Islands.
Marka lög þessi, um veruleg atriði, stefnu-
breytingu um afstöðu félagsins til starfandi
búnaðarfélagsskapar í landinu.
Aðal breytingin felst í því, að nú er
betur fest en áður það skipulag, að Bún-
aðarfélag Islands verði samband alls bún-
aðarfélagsskapar í landinu, er hefir sem
markmið að efla íslenzkan landbúnað.
Hingað til heflr stefnt í þessa átt, að
myndaðist sambandsskipulag í félagsmálum
búnaðarins, án þess þó að það væri nægi-
lega kerfisbundið.
Nú er ætlast til að hreppabúnaðarfélög-
in öll myndi sem undirdeildir Búnaðarfé-
lags íslands með sér félagsskap á takmörk-
uðum svæðum, hin svonefndu Búnaðarsam-
bönd. Búnaðarfélag íslands verður svo
sambandsfélag allra búnaðarsambanda í
landinu. Búnaðarfélög hreppanna kjósa full-
trúaráð, er ræður kosningu þeirra fulltrúa
sr skipa Búnaðarþing, en það hefir æðsta
vald í málum Búnaðarfélags Islands.
AUur annar búnaðarfélagsskapur, er Bún-
aðarfélag íslands hefir staðfest samþyktir
fyrir, svo sem nautgriparæktarfélög, hrossa-
ræktarfélög og eftirlits- og fóðurbirgðafé-
lög, geta talist félagar Búnaðarfélags Is-
lands, svo og einstakir menn, en þessir að-
ilar eiga engan þátt í kosningu þess full-
trúaráðs, er myndar Búnaðarþing.
Þessi kerfisbundni búnaðarfélagsskapur
hefir sem starfssvið öll viðfangsefni land-
búnaðarins, bæði hvað viðvikur jarðrækt
og búfjárrækt
Búnaðarþing skipa framvegis 14 fulltrú-
ar í stað 12 áður.
Þegar jarðræktarlögin gengu í gildi 1923,