Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1931, Síða 23

Freyr - 01.01.1931, Síða 23
F R E Y R 15 Mjólk, mjólkurafurðir og heilbrigðisástand. Hinn vel þekkti sænski Iæknir dr. A. Westerlund hefir nákvæmlega rannsakað áhrif ýmsra fæðutegunda á helibrigði fólks. Hann skýrir meðal annars svo frá í fyrirlestri, sem hann flutti um mjólk og mjólkurafurðir. Rannsókn danska læknisins Olaf Bleg- vads um tilfelli af augnasjúkdómi hjá ungbörnum í Danmörku hafa varpað nýju ljósi yfir mismun þann, sem á sér stað um innihald mjólkur af B bætiefnum (vitaminum). Fyrir 1909 var þessi sjúk- dómur naumast þektur í öðrum löndum en Japan og nokkrum öðrum stöðum í Asíu, bar sem búpeningsrækt er lítil og mjólk og mjólkurafurðir þar af leiðandi lítið notaðar. Á árunum 1909—20 komu fyrir í Dan- mörku 600 tilfelli af sjúkdómi þessum, og fullyrða má, að hann er hin algengasta or- sök blindu þar í landi. Þjóð vor hefir hing- að til ve'rið vernduð gegn stærri plágum af sjúkdómum, er eiga rót sína að rekja til bætiefnaskorts. Þó er engin ástæða til gagnvart þeim að fljóta sofandi að feigð- arósi. Vér megum muna að sérkenni sjúk- dóma þessara er hve einkennin eru óljós á byrjunarstigi, og það eru fyrst síðustu einkenni þeirra, sem auðveldast er að þekkja. Huldir vítamínssjúkdómar eru miklu útbreiddari en alment er álitið, sér- staklega hjá börnum og unglingum. Erfið- leikarnir við að ákveða einkenni þeirra veldur oft um, að þeir verða alls ekki þektir. Það hefir nú raunverulega verið leitt í Ijós, að beinkröm og að líkindum líka „Karios“ ormétnar tennur rekja rót sína til vöntunar á bætiefni, sem heyrir A flokki bætiefna til, hinn svonefnda „kalkvítamin“. Þýðing þessa bætiefnis fyrir heilbrigði fólks þyrfti að verða skýrð til fulls. Kalkbætiefni er í mjólk og mjólkurafurðum í ríkum mæli. En óháð öllum sjúkdómum, er hafa ákveðin ein- kenni sýkingar af bætiefnaskorti, eru dæmin deginum ljósari, að breyting í mat- aræði, þannig að í fæðunni sé aukin notk- un mjólkur og smjörs, getur algerlega breytt heilbrigðisásigkomulagi barna og unglinga til fullrar hreysti. Fjöldi rann- sókna er til, sem staðfestir þetta. Það er staðreynd, sem ekki verðui hrakin, að rnjólk og mjólkurafurðir hafa við notkun alveg undraverð bætandi áhrif á heil- brigðisástand fólks. Það er eigi síður ástæða til fyrir okkur r«lendinga en aðrar þjóðir að veita þess- /iri staðreynd athygli, sérstaklega þar sem meir en helmingur af æskulýð landsins elst upp við takmarkaða notkun mjólkur og mjólkurafurða. Er.ekki ástæða til að taka til alvarlegrar yfirvegunar, hvort f kki sé af heilbrigðislegum og hagfræði- legum ástæðum rétt fyrir heimilin og sér- staklega þau er margt hafa 'oarna og ung- h.iga að auka verulega neytslu mjólkur- inuar? Viðvíkjandi fyrra atriðinu er það löngu vitanlegt öllum almenningi, að mjólkur- neytsla er holl. Rannsóknir læknavísind- anna hafa margsinnis staðfest nauðsyn á notkun hennar í fæðu barna og sjúklinga. Ýmsir ágætis vísindamenn á sviði lækna- vísindanna hafa fært glögg rök að því með árangri rannsókna sinna í hverju hin hollu áhrif hennar séu fólgín. Eitt ein- stakt dæmi er tilfært hér að framan, rann- sóknir dr. Blegvads. Um hitt atriðið, hvort mjólkin eigi að notast meir en gert er af hagfræðilegum ástæðum, eru menn meira deildra skoð- ana, og fleiri munu hallast að því að eftir

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.