Freyr - 01.01.1931, Page 25
F R E Y R
17
gert mál, og ólíkt þýðingarmeira en telja
framteljendur, en meðal þeirra eru marg-
ir, sem eiga eina kind eða einn hest, og
litla þýðingu hefir að fá inn í töluna.
Fénaður er talinn á vorhreppaskilum
eins og hann er framgenginn að vorinu,
og að öðrum tíma árs hefir aldrei verið
talið hér á landi. Það er ekkert við því að
segja, þó talið sé að vorinu, en það er
nauðsyn að það sé líka talið að haustinu.
Þá þarf að flokka fénaðinn eins og að vor-
inu, en auk þess að telja sláturfénað, þ. e.
fénað, sem slátrað er. Með því fæst fyrst
glögt yfirlit yfir vetrar og sumar vanhöld-
in, sem nú er ekkert til, með því fæst
fyrst glögt yfirlit yfii' hversu margt fén-
aðar er sett á að haustinu, og með því að
fá tölu sláturfjárins, fæst ofurlítil bend-
ing um hvernig afkoman mun verða um
næstu áramót.
Ef það væri samhliða tekinn heyforð-
inn, sem heyjast hefði um sumarið, þá
fæst líka yfirlit yfir það, hvernig menn í
hinum ýmsu sveitum og í landinu sem
heild væru undii' veturinn búnir, en það
yfirlit hefir aldrei verið hægt að afla sér
hingað tl. En ekki væri gagn að taka
þessar skýrslur að haustinu, ef ekki væri
úr þeim unnið fyrri en eftir 2—3 ár eins
og nú er. Úr þeim yrði að vinna strax, svo
að þær geti verið aðgengilegar fyrir alla
í nóvember. Þetta á líka að vera vel hægt,
ef hreppstjórar láta ekki slá í skýrslurnar
hjá sér áður en þeir senda þær, og ef tek-
inn er af þeim krókurinn til sýslumanns,
sem ekki flýtir för þeirra.
Ég vona, að menn sjái þörfina á þessu,
og sé svo, er ekki að efa, að menn vilja
breyta um skýrslunsöfnunina. Máli þessu
beini eg einkum til þingmanna og hag-
stofustjóra, sem greiðast eiga með að
breyta skýrslusöfuninni, svo upplýsingar
fáist um það, sem eg hér hefi bent á, að
upplýsingar þurfa að fást um.
Þá vil eg loks, áður en eg legg pennan
frá mér, beina nokkrum orðum til bænd-
anna og þeirra er telja fram. Þeir eru
altaf grunaðir um að segja miður rétt til,
er þeir telja fram til búnaðarskýrslna.
Einhver gamall siður, frá því er framtal-
ið var lagt til grundvallar fyrir mörgum
og flestum gjöldum er hér enn á seiði, en
nú þegar engin gjöld eru lögð á eftir
framtalinu er þetta meir en ástæðulaust,
því það er beinlínis heimskulegt.
Eins leikur mér grunur á, að emi séu
geldu ærnar óeðlilega margar. Ætli að
það sé ekki enn eins og var meðan ær
voru lagðar í tíund, að margur telji þær
geldar, sem ekki eru bornar um miðjan
fardaga. Grun hefi eg um að svo sé víða
og vissu fyrir að svo er sumstaðar.
Góða vorið 1928 voru geldu ærnar:
Á Suðvesturlandi .. 10,6%
Á Vestfjörðum .... 6,5%
Á Norðurlandi . . . . 9,9%
Á Austurlandi . . . . 11,6%
Á Suðurlandi . . . . 10,7%
Á öllu landinu .. . . 10,1%
Beri bændur nú saman við hvemig það
var hjá þeim, og aðgætið hvert þið hver
einn áttuð svona margar ær geldar. Og
þykir ykkur ekki talan vera grunsamlega
há.
Gleðilegt tákn tímanna er að hrossun-
um er loksins að byrja að fækka. Eg var
farinn að halda, að þeim ætlaði altaf að
fjölga, og skildi illa hvað olli. En nú sé eg,
að bændur eru að byrja að átta sig. Og eg
vona að augun opnist betur. Þeir sjái að
arður að stóðeigninni er lítill, og láti því
ekki arðlaust stóð eyðileggja hagana f.vrir
öðnim arðsamari skepnum.
Að öðru leyti skal ég ekki um skýrsl-