Freyr - 01.01.1931, Qupperneq 26
18
F R E Y R
urnar ræða, enda þó að full ástæða væri
til að benda mönnum þar á margt, en eg
vil biðja menn að athuga þetta, sem hér
er sagt, eg trúi ekki öðru en menn geti
orðið mér sammála, og sé svo, þá er að
skríða til framkvæmda.
Páll Zóphoniasson.
Ostagerð íslands
og heimsins.
í þýzku blaði, Milehwirtschaftliches Zen-
tralblatt, Hannover, er sagt frá hver sé
ostagerð í heiminum, og hver markaður
sé fyrir ost. Þar er sagt frá því meðal
annars, að notkun osta aukist með ári
hverju, og að miklar breytingar séu að
verða í ostagerðarlöndunum, með fram-
leiðslu hinna ýmsu ostategunda.
Þau lönd sem áður hafa framleitt viss-
ar ostategundir eru nú að breyta til og
byrja með framleiðslu annara ostategunda,
sem áður hafa verið búnar til í öðrum
löndum. Þetta er gert til að notfæra sér
betur erlendan markað.
I Danmörku er nú mest búið til af sch-
weizer-, gouda-, roquefort- og camembert-
ostum. I Hollandi er farið að búa til osta-
tegundir, sem áður hafa aðallega verið
gerðar annarstaðar.
Mest ostaframleiðsla í heiminum er nú
í Hollandi, Nýja Sjálandi, ítahu, Banda-
ríkjunum, Prakklandi, Þýzkalandi, Sviss
og Austurríki.
Á heimsmarkaðinum er mest selt af
ostategund, sem nefnd er cheddar-ostur,
eða um 40°/0 móts við allar hinar osta-
tegundirnar.
Holland selur mest af ostum til annara
landa, s. 1. ár flutti það út 92 miljónir kg.
Þá kemur Nýja-Sjáland, sem flutti út 79
miljónir. kg. og Kanada 52 milj. kg.
Nýja-Sjáland, sem nú er annað mesta
ostagerðarland heimsins flutti árið 1880
aðeins út 40 þús. kg. af ostum.
Sviss hefur áður verið þekkt sem það
land er flytti út einna mesta og besta osta.
Á ófriðarárunum minkaði ostaframleiðsla
þeirra og útflutningur að miklum mun,
stundum meira en um 2/3. Nú eykst osta-
framleiðslan og útflutningurinn að miklu,
en óvíst er hvert hann verður nokkru
sinni svo mikill sem fyrir stríð. Ástæðan
til þessa er aðallega sú, að margir sviss-
neskir ostagerðarmenn hafa flutt sig til
annara landa og búa þar til osta — sch-
weizer- og emmenthaler- ost —, sem svo
eru sendir á heimsmarkaðinn. Á líkan
hátt gengur þetta og mun ganga annars-
staðar.
England kaupir eigi aðeins mest smjör,
heldur einnig mesta osta. Verðmæti inn-
fluttra osta til Englands var s. 1. ár um
300 milj. króna.
Mjólkurbú vor framleiddu síðastliðið ár
osta fyrir tæp 100.000. Það er því auðskil-
ið að það heflr litla þýðingu fyrir heims-
markaðinn hvort sem vér framleiðum mik-
ið eða lítið af osti.
8. S.
Orðsending*
Eins og menn vita eru misjafnir dómar
manna um bráðapestar bóluefnið danska,
og þá virðist líka svo sem þeir séu mis-
jafnir um hið íslenzka.
Margir eru þeir þó, sem hæla íslenzka
bóluefninu og óska þess eindregið að það
verði búið til áfram.