Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1931, Qupperneq 28

Freyr - 01.01.1931, Qupperneq 28
20 F R E Y R þegar unnið er í óþarfa hrossum sem hveffa úr sögunni eftir nokkur ár. Það eru framtíðarhrossin sem á og þarf að bæta en ekki hrossin sem eiga að hverfa úr högunum eftir nokkur ár. Þess vegna á hrossunum að fækka sem fyrst. Athugið þið þetta bændur góðir þegar vorið kem- ur og þið farið að aðgæta hvaða hryssur þið eigið að láta hafnast. Það eru þá bestu hryssurnar, sem þið eigið að leiða til bestu folanna, til þess að fá góðan framtíðar- stofn til eigin notkunar, en hinar eiga ekki að eiga folald í framtíðinni, og þeirra kyn á að hverfa, og hrossunum þar með að fækka. p_ 2. Úr Húnavatnssýslu: Síðastliðið sumar vann búfræðingur Steinbjörn Jónsson frá Háafelli að jarð- vinslustörfum með dráttarvél i þremur hreppum í Húnavatnssýslu: Ytri-Torfu- staða-, Kirkjuhvamms- og Þorkelshólshrepp. Alls vann hann með vélinni 140 vallar- dagsláttur. Mest var unnið á einum stað hjá Axel Guðmuudssyni bónda að Valdar- ási i Víðidal, 11,3 dagssláttur. Kostnaður við vinsluna reyndist þessi: Herfun á óplægðu landi með Wurr spaða- herfi og fjaðraherfi 40 dagsl., tneðalverð 40—45 kr. pr. dagsl. 65 — öll vinsla — 60—75-------------— 35-----— yfir 75-----------— Vélin sem hann notaði var International dráttarvél og var meðaleyðsla yfir sumarið af bensíni 6 lítrar pr. kl. stund. Steinbjörn álitur Wurrherfið sérstaklega fljótvirkt herfi og telur að það vinni vall- lendisjörð óplægða til 6 þumlunga dýptar. Hvað er buskapur? 100,00 króna verðlaunum er þeim tieitið, er bezt og skyrast svarar þessari spurningu. Þeir sem óska að taka þátt i samkeppninni sendi svör sín — með nafnseðli í lokuðu um- slagi — til dómnefndar, fyrir lok júlímánað- ar næstkomandi. Svörin verða birt í Frey, þau er hlíða þyk- ir, en aðeins eitt svar fær verðlaun. Þátttak- endur í samkeppninni mega eigi vera kenn- arar bændaskólanna, né starfssmenn Búnaðar- félagsins. Dómnefnd skipa Páll Stefánsson frá Þverá, Reykjavík, og Sig. Sigurðsson búnaðarmála- stjóri. Góðir gripir. Árið 1929 — 30 voru 5142 kýr í eftir- litsfélögunum í Rogalandsfylki í Noregi. Meðalnythæðin var 2682 kg. með 3, 95 °/0 fitu. Nythæsta kýrin mjólkaði 6075 kg. með 3, 53 °/0 fitu. 6 kýr mjólkuðu milli 5000 og 6000 kg. eða ein 5511, önnur 5335, þriðja 5161, fjórða 5161 fimta 5131 og sjötta 5018 kg. mjólkur. 112 mjólkuðu milli 4000 og 5000 kg. Reikningarnir eru miðaðir við síðasta oktober, eins og hér var áður en reikn- ingsskilin voru færð á áramótin. Enn eru ekki komnar skýrslur nema frá fáum félögum eða um þriðjung þeirra til mín fyrir 1930 en þó eru komnar skýrsl- ur um tvær kýr sem mjólkuðu yfir 5000 kg. önnur er Búbót á Litlahamri í öngul- staðahreppi í Eyjafirði. Hún mjólkaði 5488 kg. og hefur undanfarin ár mjólkað svip- að. Hún hefur magra mjolk eða ekki nema 3, 07 °/0 fitu. Eigandi Búbótar hefur verið

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.