Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1931, Side 30

Freyr - 01.01.1931, Side 30
22 P R E Y R Sem sagt, á þessum grundvelli eru út- reikningarnir bygðir og' útkoman er þessi, að meðaltali í hreppunum: Taða, Úthey, pr. hest pr. hest Hraungerðishreppur .. .. .. kr. 8.69 kr. 5.79 Villingaholtshreppur .. .. .. — 8.39 — 5.49 Gaulverjabæjarlrreppur .. .. — 8.25 — 5.35 Síokksevrarhreppur .. .. .. — 8.79 — 5.89 Sandvíkurhreppur .. — 8.77 — 5.86 Meðaltal allra hreppanna kr. 8.58 kr. 5.68 Framanskráð skýrsla byggist á meðal- tali frá 35 bæjum í Flóanum. Samkvæmt þessum reikningi hefir í sumar kostað að meðaltali kr. 8.58 að afla töðuhestsins í Flóanum, en útheyshests- ins kr. 5.68. Að sjáifsögðu er þetta nokk- uð mismunandi á hinum ýmsu jörðum. Ódýrastur hefir heyaflinn orðið í Sandvík, þar reiknast kostnaðurinn á töðuhest kr. 7.58, en úthey kr. 4.68. Á þessum bæ eru engjarnar nokkuð greiðfærar, svo sláttu- vél hefir verið notuð að miklu. Dýrastur virðist heyskapurinn hafa verið í Odda- görðum, þar kr. 11.10 á töðuhest, en kr. 8.20 á úthey. Mjög fróðlegt væri að menn víðsvegar um land vildu athuga um kostnað við heyafla næsta sumar og senda Frey skýrslu um það. Að geta aflað heyja á sem ódýrastan hátt, er eitt hið þýðingar- mesta atriði í íslenskum búnaði. Molar. Freyr auglýsir í þessu blaði 100 króna verðlaun fyrir besta svar er gefið verður við spurningunni um það, hvað sé búskapur. Allir sem stunda búskap, þurfa að gera sér grein fyrir þessari spurningu. Má því ætla að fjöldi bænda svari nú spurningu þessari og verður fróðlegt að sjá svör þeirra, og munu mörg þeirra verða birt í Frey. Einn vinur Freys gefur verðlaunin og er blaðið honum mjög þakklátt fyrir. Enda er vel til fallið að menn fái að reyna sig á að svara spurningum um eitt og annað er að búnaði lýtur, og væntum vér síðar að geta gefið kost að líkum verðlaunum og hér um ræðir, um önnur viðfangsefni. „Góður fjármaður er altaf að heyja“, er haft eftir gömlum þingeyskum bónda. Þessi orð eru orð að sönnu. En hve marg- ír eru þeir yngri mennirnir, sem nú fást við fjárgæslu í landinu, sem gera þessi orð að sínum, í framkvæmdinni, og sanna með breytni sinni, að þau séu sönn? Eg hefði gaman að frétta af einhverj- um fleiri en eg hefi suprnir eða kynni af. Vilja þeir segja til sín, eða vilja aðrir segja mér til þeirra, og hvernig þeir fara að því hver og einn að heyja að vetrin- um ? Fyrir Alþingi það er nú situr, er þegar komið mikið af frumvörpum er koma mjög við landbúnaðinn. Meðal þeirra má nefna: Búfj árræktarlög, um innflutning sauðfjár til sláturbóta, um sauðfjármörk, ábúðarlög, um ágang búfjár, um erfða- festu, um laxa- og silungaveiðar, breyting á j arðræktarlögunum, um ræktunarsam- þyktir, brúarlög, um samgöngubætur og varnir á vatnasvæði Þverár og Markar- fljóts, um nýjan veg austur í Ölvus um Þrengslin, um útsvör o. fl. Mikið mætti segja um frumvörp þessi. Margt í þeim er gott og þarft og þai'f fram að ganga, en hins er ekki að dyljast, að mörg ákvæði eru í þeim sumum, sem þurfa nánari athugun við, og sem ekki er sýnilegt að geti eða eigi að ná samþykki og verða að lögum. P. Z. Prentsmiðjan Acta.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.