Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1931, Side 32

Freyr - 01.01.1931, Side 32
24 P R 'E Y K OHV ISr. 393S. Frá því að FORDSON dráttarvélia kom fyrst fram árið 1917 hafa ýmsir spreytt sig á að búa til dráttarvélar og sent þær á markaðinn. Nokkrar af þessum vélum eru horfnar úr sögunni gátu ekki staðist samkeppnina, og er slíkt ekki í frásögur færandi. Hitt er frásagnarverðara, að allflestar hinar, sem enn eru uppi, hafa á tímabilinu tekið þeim stakkaskiftum, að þær líkjast nú meir og meir FORDSON, sem þannig er sú eina, er haldið hefur sinni upp- runalegu gerð. Þegar FORDSON var tveggja ára 1919, fór fram í Danmörk samanburðar- próf á dráttarvélum þeim, sem þá voru mest notaðar þar. Sýndi FORDSON þá þegar yfirburði sína, og hefir síðan verið unnið svo ósleitilega að endur- bótum á honum með aflaukningu og ýmsum nýjungum. að hann hélt fyllilega velli við nýtt samanburðarpróf, sem haldið var í Danmörk í júlí 1930. Var próf þerta haldið að tilhlutun Verkfæranefndar danska ríkisins og undir eft- irliti sérfræðinga. Fór prófið fram sumpart á Teknologisk Institut í Höfn og sumpart við jarðvinslu undir mismunandi skilyrðum. Hlutlausa skýrslu um próf þetta má sjá í ný útkominni bók, sem heitir Statens Redskapspröver, 62. Beretning, og Búnaðarfélag íslands eflaust sér um, að komi fyrir almennings sjónir fyr en síðar. Þegar tekið er réttmætt tillit til afls, sterkleika, sparneytnis, ódýrleika í inn- kaupi og viðhaldi og ríkulegra varahlutabirgða hér á landi, má fullyrða, að FORDSON dráttarvélin sé sú, sem allir íslenzkir bændur og búnaðarfélög eiga að kaupa. FORDSON dráttarvélin kostar með hjólaukum að eins kr. 3935.00. P. STEFÁNSSON. Lækjartorgi 1 aðalumboðsmaður fyrir FORDSON á íslandi.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.