Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 3
Tím. V.F.I. 1949. 2. hefti. Um hitasveiflur uppsprettuvatns. Eftir Guunar Böðvarsson. Flestum mun kunnugt, að hiti (hitastig) upp- sprettuvatns er breytilegur. Sumar uppsprettur fylgja lofthitanum, eru yfir 10°C á heitasta tíma ársins, en frjósa að vetri til. Aðrar sýna jafnan hita allt árið, eru að vísu tiltölulega kaldar á sumrin, en frjósa ekki , og eru því oft ranglega taldar merki um jarð- hita. Þetta eru hin svonefndu kaldavermsl eða dý. Ástæðan fyrir þessu er sú, að uppsprettuvatnið rennur misjafnlega langt í jörðu. Þær uppsprettur, sem fá regnvatn með mjög stuttu aðrennsli hafa sama hita og úrkoman, en ef aðrennslið er langt geta víðtæk varmaskipti farið fram við bergið, sem deyfir sveiflurnar, og uppsprettan hefur jafnan hita allt árið. Af ýmsum ástæðum er æskilegt að þetta fyrirbrigði verði athugað nánar frá ,,analytisku'‘ sjónarmiði, því með reglubundnum athugunum á hita uppsprettuvatns má fá hugmynd um aðrennsli þess, en slíkt getur haft þýðingu fyrir „hydrologisk- ar“ og ,,geokemiskar“ rannsóknir. Tvö dæmi skulu hér tekin til athugunar. Gerum fyrst ráð fyrir, að vatn streymi um ákveðna sprungu, eða á mörkum tveggja þéttra laga. Vatns- rásin hafi jafnt yfirborð, f m'- á hvern lengdarmetra. Varmaleiðslustuðull bergsins sé c kg°/m, klst,°C, en hitaleiðslustuðull (diffusivity) þess sé a2 m2/klst. Vatnsmagnið í rásinni sé <1 kg/klst, og eðlisvarmi þess s kg°/kg,°C. Hitastigið T sé þar sem vatnið streymir inn í rásina: T = T„ + A(,Xe™1, °C 1) T0 er meðalhitastig vatnsins, en 2A0 hitasveiflan, þ. e. A er amplituda sveiflunnar. Tíminn mældur i klukkustundum er t, og w er vínkilhraði sveiflunnar klst-1. Þar sem hitinn við innstreymið er harmonisk sveifla, og varmaleiðsla í bergi fylgir línulegum lög- málum, verður hiti vatnsins innan rásarinnar einnig harmonisk sveifla, þ. e. gera má ráð fyrir að hitinn í fjarlægðinni x frá innstreyminu hafi amplituduna A(x) og fasamuninn p(x): Hitinn á yfirborði sprungunnar er þannig harmon- isk sveifla, og þessvegna er auðvelt að reikna varma- skiptin við bergið. I ritum um varmaleiðslu (I) má finna eftirfarandi reglu: Ef hiti á flötu yfirborði á víðáttumiklum þykkum hlut er harmonisk sveifia A X eiwt, þá er varminn Q, sem streymir frá honum: Q = — — J w X A X ei(wt +7r/4) , kg °/m'2, klst. 3) Nú mun óhætt að gera ráð fyrir að dT/dx sé mjög lítið og því ekki nauðsynlegt að taka tillit til varma- leiðslu meðfram sprungunni. Á bilunum dx og dtbreyt- ist hiti vatnsins frá T í T + dT, og þess vegna er sá varmi, sem vatnið tekur á móti FseXdTXdx. Þessi vai’mi er jafn þeim, sem bergið gefur frá sér, þ. e. differentialjafna hitasveiflunnar verður með hliðsjón af 2) og 3): F X s X e (A(x) X ei(wt+P(x))) = — JwX A(x) X ei(wt + P(x)+7r/4) C\ 1 Hér er d/dt „algert differential“ þ. e.: dT/dt = T, + vTx þar sem v er hraði vatnsins í sprungunni, F er þver- flötur hennar, en f yfirborðið á lengdarmetra og e eðlisþungi vatnsins.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.