Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 6
12 TÍMARIT V.F.I. 1949 ar á Akureyri árið 1900 gáfu líkar niðurstöður, og er munurinn aðeins 4 til 5 mgal, sem að líkindum orsakast af ónákvæmni pendúltækja Johansens. Schleusener bendir í riti sínu á, að þar sem meðal- hæð landsins umhverfis ofangreint svæði sé 300 m, þá ætti Bouguer-skekkjan að vera nálega -s- 30 mgal., ef jafnvægi (isostasia) væri fyrir hendi. „Free-air“ skekkjan er 50 mgal., en ætti að vera núll. Yfir- þunginn, þ. e. þunginn umfram jafnvægisástand, er því 50 mgal. Samkvæmt mælingum Johansens er yfir- þunginn í Reykjavík einnig 50 mgal. Schleusener tel- ur sennilegt, að þessi yfirþungi sé ekki aðeins fyrir hendi á íslandi, heldur einnig á stóru svæði umhverf- is það, því að mælingar í Orkneyjum, Hjaltlandi og Skotlandi hafa gefið líkan yfirþunga. Þessar niður- stöður eru mjög athyglisverðar, — þær eru ekki að- eins einasta vitneskja vor um þunga á íslandi, held- ur virðast þær gefa bendingar um mikilvæg atriði í jarðfræði landsins. Yfirþunginn á íslandi er lítill, einkum þegar þess er gætt, að jafnvel basaltplatan ein veldur nokkr- um hluta hans. Væri efni hennar setberg, hyrfi hann að mestu leyti. í Norður-Þýzkalandi og Danmörku, þar sem þykkar setbergsmyndanir eru fyrir hendi, hafa mælingar sýnt 30 til 50 mgal. yfirþunga, og virðast því berglög fyrir neðan þessar setbergs- myndanir jafnvel eðlisþyngri en undirstaða basalt- plötunnar íslenzku. Einnig þessar mælingar styðja þá skoðun Schleuseners, að yfirþunginn á íslandi sé ,,regional“. Þá má benda á, að samkvæmt jafnvægiskenning- unni mætti gera ráð fyrir, að nokkuð staðbundinn yfirþungi myndi valda landsigi. En landið hefur ris- ið úr sæ frá því að ísöld lauk, og þess vegna ólík- legt að það sigi nú. Er nær að álykta, að landsig vegna basaltplötunnar sé fyrir löngu um garð geng- ið, einkum þar sem rof (erosion) hefur verið ört á ísöld, en hreyfingar vegna þungaröskunar eru yfir- leitt hraðar. Nokkrar Kyrrahafseyjar, þar á meðal Hawaii, eiu myndaðar við basaltgos á hafsbotni, og eru raun- verulega geysimikil keilulaga eldfjöll, sem hvíla á botni Kyrrahafsins. Á þessum eyjum er mikill yfir- þungi, sá mesti sem mældur hefur verið, t. d. er Bouguer-skekkjan á Hawaii 200 til 250 mgal. Þetta er í góðu samræmi við byggingu þeirra, þar sem gera verður ráð fyrir, að botn Kyrrahafsins sé í jafnvægi. Hinn litli yfirþungi á Islandi bendir því til þess, að bygging landsins sé önnur en bygging Kyrrahafs- eyjanna, þ. e. landið virðist ekki myndað við eld- gos á djúpum sjávarbotni, og því vart hægt að gera ráð fyrir, að basalt sé eina efni undirstöðu þess. Það er öllu líklegra, að basaltplatan sé mynd- uð við eldgos á þurru landi eða grunnsævi, sem síð- ar hefur sigið undan þunga hennar. Undirstaða lands- ins er því frekar byggð úr venjulegum yfirborðsberg- tegundum, þ. e. setbergi og súru gosbergi. Þetta er því líklegra, sem vitað er, að basaltið á Skotlandi og Grænlandi hvílir á setbergi frá krítar- og júra-tíma- bilinu. Hinn mikli jarðhiti og hin mörgu jarðeldasvæði Islands benda reyndar ekki til þess, að undirstaða landsins sé á nokkurn hátt ,,venjuleg“, og ýmsir jarðfræðingar álíta, að kvika (magma) sé víða mjög grunnt í jörðu. Að dómi höfundar hafa þessar skoð- anir við nokkur rök að styðjast, því að það mun erfitt að skýra jarðhitann án þess að gera ráð fyrir háum hitastigli (gradient) .*) Hér geta að vísu aðrar orsakir verið að verki, svo sem ört rof á ísöld, jarð- rakastraumar (konvektion) og kvikuinnskot (intru- sif), og má segja, að stærð hitastigulsins sé eitt helzta vandamál jarðeðlisfræðinnar hér á landi. Það er því að svo stöddu máli erfitt að áætla dýpi á kviku. En gerum ráð fyrir að kvikan sé basisk, þ. e. seigt basaltgler. Samkvæmt Daly (6) er eðlisþungi hennar þá um það bil 2,77, eða nokkru hærri en eðlisþungi graníts, sem er að meðaltali 2,67. Þessi munur er einnig fyrir hendi í jörðu niðri, þar sem bergið er undir talsverðum þrýstingi. Með einföld- um útreikningum má sýna fram á, að hvert lag af kviku, sem er kílómetri á þykkt, veldur um það bil 4 mgal. meiri þunga en jafnþykkt granitlag, og er þá gert ráð fyrir víðáttumiklum lögum. Það er þvl auðséð, að sú ályktun, að grunnt sé á kviku gerir ekki auðveldara að skýra hinn litla yfirþunga, sem einnig virðist vera „regional". Niðurstöður þunga- mælinganna gefa því bendingu um það, að annað- hvort er ekki grunnt á basiska kviku, eða að öðr- um kosti er hinn léttari hluti undirstöðunnar, þ. e. setbergið, það þykkt, að það getur vegið á móti hin- um þungaaukandi áhrifum kvikunnar. Síðari mögu- leikinn er öllu sennilegri. Úr annarri átt komu bendingar um það, að set- berg sé að einhverju leyti undirstaða basaltplötunn- ar. Vatn frá laugum á basaltsvæðinu er yfirleitt snautt af uppleystum efnum, og raunverulega mjög líkt yfirborðsvatni frá þessum slóðum, enda þótt innihald þess af kísilsýru sé talsvert hærra. Á Snæ- fellsnesi, í Dalasýslu og í Henglinum eru hinsvegar lindir með efnaríku vatni, sem er mjög ólíkt lauga- vatninu. Er hér átt við ölkeldurnar og skyldar lindir, sem gefa frá sér hart bikarbonatvatn, en það líkist nokkuð grunnvatni frá setbergslögum, t. d. á Norður- Sjálandi í Danmörku. Þá má einnig benda á, að vatn frá borholum í Krísuvík er óeðlilega hart. Þetta sérkennilega efnainnihald á Vestur- og Suðvestur- *) Þegar þessi grein var í prentun, framkvæmdi höfundur hitamælingar í 3 ,,köldum“ borholum, þ. e. holum utan jarð- hitasvæða. Samkvæmt þessum mælingum virðist hitastigull- inn á Suðvesturlandi vera um það bil 1°C á 10 metra, þ. e. þrefalt hærri en á meginlandi Evrópu og Norður-Ameríku..

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.