Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 18
24 TÍMARIT V.F.I. 1949 2. Aðstaða við land. Á innra bryggjustæðinu er lögun uppfyllingarinn- ar að sjálfsögðu miðuð við, að sem mest flatarmál fáist við sem minnsta fyllingu. Af þeim ástæðum er uppfyllingin ekki í eins haganlegri afstöðu við bryggjuna og æskilegt hefði verið. Hins vegar má skipuleggja uppfyllinguna að öllu leyti eftir því sem bezt hentar. Á ytra bryggjustæðinu er sjávarbakkinn 3—4 m hærri en fyrirhuguð bryggja, en landrými er þar nægilegt, og mér virðist ágæt aðstaða til þess að gera síldarþró fyrir framan bakkann og lýsisgeyma, mjölhús og önnur mannvirki uppi á bakkanum. Á Vopnafirði eru engir geymar fyrir lýsi eða olíu og engin geymsluhús, er fullnægt gætu þörfum skipsins. Efni í steinsteypu er auðfengið. Tunnan af steypu- sandi og möl kostar um 3,50 kr. 3. Vatnsveita. I Vopnafjarðarkauptúni er engin vatnsveita. Vatn er þar tekið úr brunnum og er ekkert annað vatns- ból nærri. Úr Hofsá mætti taka ósalt vatn um 5 km fyrir innan kauptúnið, en í f jarðarbotninum ligg- ur árfarvegurinn svo lágt, að nauðsynlegt yrði að hafa dælustöð til þess að fá þaðan vatn fyrir skipið. Ég athugaði marga möguleika á vatnsveitulögn í Vopnafirði, bæði úr lækjum, sem falla í Nýpslón, og frá uppsprettum og tjörnum á Kolbeinstanga. Virðist mér haganlegast að taka vatn úr Skjalteins- staðaá, um 8,0 km frá kauptúninu. Þaðan má veita vatni til kauptúnsins með þyngdarrennsli, og þótt vatnsveita þaðan sé lengri en frá Hofsá, yrði hún ódýrari í rekstri og mun tryggari, -en stofnkostn- aðurinn varla miklu meiri. Mér virtist bezt henta að hafa inntak veitunnar í 40 m hæð í árfarveginum. Er þar auðvelt að gera stíflu og aðstaða að öðru leyti góð til þess að gera vatnsþró, ef þess þyrfti með. Frá þessum upptök- um myndi 6” víð pípa flytja um 11 sekúndulítra af vatni til kauptúnsins, og fullnægir það bæði vatns- þörf skipsins og þorpsins. Kostnað við þessa vatnsveitu hef ég áætlað um 860 eða 900 þús. krónur miðað við innra eða ytra bryggjustæði, og er þá ekki talinn með kostnaður vegna aukagreina frá stofnæðinni til annarra not- enda en skipsins og athafnasvæðis í sambandi við starfrækslu þess. 4. Áætlaður kostn. við bryggjugerð og vatnsveitu. Innra bryggjustæði: Bryggja og uppfylling ........... kr. 1.500.000 Vatnsveita ...................... — 860.000 Samtals kr. 2.360.000 Ytra bryggjustæði: Bryggja og uppfylling ........... kr. 1.100.000 Vatnsveita ...................... — 900.000 Samtals kr. 2.000.000 Af þessum samanburði á kostnaði er augljóst, að hagkvæmara væri að hafa afgreiðslustöð skipsins við ytra bryggjustæðið, ef þess væri kostur, en mér er ljóst, að meðan ekki er úr því skorið, hvort Hær- ingur kæmist með góðu móti um sundin milli skerj- anna, er mjög hæpið að gera ráð fyrir bryggju á þessum stað. SEYÐISF JÖRÐUR. 1. Höfn og hafnarmannvirki. Á Seyðisfjarðarhöfn er mjög gott skjól fyrir haf- öldu. Þar kemur aðeins lítil fjarðarbára. Innsigling á hafnarsvæðið er hrein og djúp og aðdýpi mikið við strendurnar, beggja vegna fjarðarins. I kaupstaðnum eru margar bryggjur, en engin þeirra nær svo langt fram, þrátt fyrir aðdýpið, að Hæringur fljóti fullhlaðinn upp að bryggju um fjöru. Byggð kaupstaðarins nær tiltölulega langt út með firðinum, en uppdrættir af dýptarmælingu hafa að- eins verið gerðir um 600 m út fyrir Búðará. Til er gamall uppdráttur af strandlengjunni út með firðinum. Hef ég látið gera eftir honum þann uppdrátt, er hér fylgir. Því miður er dýpi ekki sýnt á uppdrættinum en líklegt er, að ekki sé minna dýpi þar, en innar í firðinum. Er þá 6—7 m dýpi um 20— 30 m frá flóðlínu, en hún er mörkuð á uppdráttinn. Fyrir innan það svæði, sem uppdrátturinn nær til, mun varla fást afgreiðslustaður fyrir Hæring, vegna annarra athafna, en utar virðist mér tveir staðir sérstaklega geta komið til greina, þótt báðir séu í einkaeign. Ég hef markað þessa staði á uppdrátt- inn. Innri staðurinn er fyrir framan Wathnesbúð, en ytri staðurinn er eign Síldarbræðslunnar h.f. Á innri staðnum hafa verið gerðar dýptarmæling- ar, og er þar 6,0—7,0 m dýpi um 35 m frá flóðlínu. Eins og sýnt er á uppdrættinum, hef ég gert áætlun um, að gerðar verði tvær bryggjur út á 6—7 m dýpi. Gert er ráð fyrir, að bryggjurnar séu 12 m breiðar, bílfærar staurabryggjur. Kostnað við bryggjugerð og minniháttar uppfyllingu við land hef ég áætlað um 580.000 krónur. Skipið myndi fljóta fullhlaðið við bryggjurnar. Á ytri staðnum er 52 m breið bryggja, en nær aðeins fram á 4,5 m dýpi um fjöru. Ef gerðar eru tvær 5—8 m langar bryggjur fram af henni fæst 6,5—7 m dýpi við bryggjuendana.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.