Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 8
14 TÍMARIT V.F.Í. 1949 one must conclude that the basement includes thick series of light rocks, i. e. sediments. The great number of faults in the basalt plateau may be caused by the compaction and plastic flow of these sediments. Some thermal waters are also indicating the presence of sediments under the plateau. The accumulation of the probably 10.000 feet thick basalt plateau during a rather short period has caused a tempera- ture elevation in the rocks below, as the amount of heat flowing through the crust is constant. According to Daly (6) and other geophysicists only the upper part of the crust is crystalline, but below there is vitreous basalt. A conse- quence of the temperature elevation is that a part of tlie crystalline crust is remelted, and therefore expanded by 5% to 10%. This expansion causes tensions in the crust and probably fissures. This phenomenon may have contributed to the great number of dikes and fissures found in Iceland. The accumulation of thick sediments may have similar conse- quences, and cause both tensions, fissures and folds, which is of certain interest for the understanding of orogenic movements. The sediments which are supposed to be present under the basalt plateau may thus also have contributed to the formation of the plateau itself. Athuganir á afgreiðslustöðum fyrir síldarbræðsluskipið Hæring. Eftir Finnboga R. Þorvaldsson. Grein þessi er að mestu leyti samhljóða skýrslu höfundar til stjórnar Síldarverksmiðja rikisins í desember 1948. Skýrsl- unni fylgdu 7 uppdrættir, en vegna rúmleysis var aðeins unnt að prenta hér 3 þeirra. Sleppt hefur verið 3 uppdrátt- um af Vopnafirði og 1 af Seyðisfirði. Á uppdrættinum af Raufarhöfn var tilhögun á dýpkun hafnarinnar auðkennd með litum, en þeir koma ekki fram á þeim uppdrætti, sem hér er birtur. Ritstj. Með bréfi frá stjórn Síldarverksmiðja rikisins, dags. 10. ágúst 1948, var mér falið ,,að athuga að- stöðu fyrir síldarbræðsluskipið Hæring“ á þessum stöðum: Húsavík, Raufarhöfn, Vopnafirði, Seyðisfirði. I bréfinu var sérstaklega lagt fyrir að athuga eftirfarandi atriði: 1. Hafnarskilyrði fyrir Hæring. 2. Aðstöðu við land til bryggjugerðar. 3. Aðstöðu við móttöku síldar og til þróargerðar, ef þró er ekki fyrir hendi. 4. Aðstöðu til að byggja geymsluhús eða fá þau leigð, ef þau eru til á staðnum. 5. Aðstöðu til að byggja lýsisgeyma. 6. Hve afkastamikil vatnsveita er á staðnum, og hverjir möguleikar eru til aukningar vatnsveitu og hve mikið myndi hún kosta. 7. Möguleika á útvegun byggingarefnis (sands, malar o. s. frv.). Þegar eftir móttöku bréfsins fór ég til Húsavík- ur, Raufarhafnar, Vopnafjarðar og Seyðisfjarðar og athugaði aðstöðu til þess að hafa afgreiðslustöðvar fyrir Hæring á þessum stöðum. Að þeim rannsóknum loknum, kom ég á fund með stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, sem haldinn var á Siglufirði, 26. ágúst ’48, og skýrði þar frá þeim mælingum og rannsóknum, sem ég hafði gert á þessum 4 stöðum, sem mér var falið að athuga. Síldarbræðsluskipið Hæringur. Samkvæmt bréfum frá stjórn Síldarverksmiðja rikisins, dags. 10/8., 29/10. og 15/12. 1948, er Hær- ingur 390 feta (118,95 m) langur, 50 feta (15,25 m) breiður og ristir fullhlaðinn 22% fet (6,94 m), en tómur 16 fet (4,88 m). Með því að breyta þunga í botnhólfunum, má þó fleyta skipinu tómu á 13 feta (3,97 m) dýpi. Með bréfi til Síldarverksmiðja ríkisins, dags. 10. desember 1948, hefur Ólafur Sigurðsson verkfræð- ingur látið í té eftirfarandi upplýsingar: „Skipið er um 3443 tonn án farms og birgða, en með verk- smiðju og öllum hennar útbúnaði. Venjulegar birgðir vatns, olíu og annarra neyzluvara má áætla um 800 tonn. Sé reiknað með nefndum þunga skips og birgða, fæst eftirfarandi burðarmagn fyrir afurðir við mismunandi djúp- ristur miðskipa: Djúprista miðskipa 18 fet, burðarmagn 3900 tonn — — 19 — — 4380 — — 20 — — 4870 — — 21 — — 5360 — — 22 — — 5850 Við ofannefndar djúpristur mun vera hægt að hlaða skip-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.