Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Afirar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Ólfur og úlfur Margt er lflrt með Björg- úlfl og Björgólfl. ísfisk- togarinn Björgúffur EA skifaði að landi fiski fyrir 526 milljonir króna á sfðasta ári. Er það hugsanlega mesta afla- verðmæti ís- lensks fsfisktogara á einu ári. Þarf að leita allt til Björgólfs Guðmunds- sonar til að finna viðlfka verðmætasköpun íþjóð- félaginu. AMS Frá og með áramótum hafa yfirvöld á Akureyri ákveðið að leggja niður hugtakið „atvinnuleit fyrir fatiaða" og f staðinn tekið upp skammstöf- unina „ams“ sem þýðir atvinna með stuðningi. Silkidúnn Hafin er framieiðsla á silkidúnsængum hjá Jóni Sveinssyni á Mið- húsum f Reykhólasveit. Eru sængurnar ætlaðar fyrir Banda- ríkja- markað ogafar vandaðar og flókn- ar að gerð. f þeim eru á annað hundrað hólf með úrvalsdún og saman eru þau saumuð f Þýska- landi. Minna hrossakjöt Neysla á hrossakjöti minnkaði um þriðjung á sfðasta ári og er nú að- eins um tvö pró- sent heildar- kjöt- neysla í landinu. Kindakjöt heldur enn toppsætinu þó svínakjötið sæki á svo og kjúklingamir sem eru tæpur fjórðungur af allri kjötneyslu. to C «J co rtJ ci O) ro cc «o 'O -Q Jsá a> HáltáTjörnesi Mikil háfka var á Tjör- nesi f gær og fóru margir bflar utaf. Leigðurvar sérstakur sanddreif- ingabfll til að minnka hálkuna en vegurinn um Tjömes er í raun lífæð íbúa á Raufarhöfn og ná- grenni við nærliggjandi þéttbýliskjarna. QJ «j C co tu E ro rtJ <✓) «o .X. <v Bensínstríðið að „bensínstríð", sem nú er hafið eftir að Atlantsolía hóf að selja vökvann eft- irsótta, gæti orðið upphafið á atburða- rás sem ryfl hið fræga „samráð olíufélag- anna“, fyrr og rækilegar en jafnvel rannsókn samkeppnisyfirvalda á því sama samráði hef- ur náð að gera. Þrátt fyrir þá rannsókn og allt það umtal sem henni hefur fylgt hefur al- menningur í landinu eftir sem áður haft það á tilfinningunni að olíufélögin væm svo sam- stíga íverðlagningu sinni að ekki gæti eðlilegt talist. Og neytendur í landinu hlytu að end- ingu að bíða tjón af, því verðið væri hærra en það þyrfti að vera. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem nýtt spútnikfélag kemur með hvelli inn á ráðsett- an íslenskan markað og gerir allt vitlaust í byrjun, en síðan hefur það gerst oftar en tölu verður á komið að eldri féiögin á markaðnum hafa fljótlega náð að drepa af sér samkeppn- ina með skyndilegum verðlækkunum. Eftir að nýja félagið þrýtur örendið sækir svo allt í sama farið. Þetta höfum við séð gerast í bensínsölu, tryggingastarfsemi og flugrekstri, svo fáein dæmi séu nefnd. Það versta er að þótt neytendur hafi tekið verðlækkunum nýrra félaga vel hafa þeir oft ekki sinnt um að styðja þau sömu félög með- an þau reyna að standa af sér atlögur hinna ráðsettu. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég gisti Egilsstaði fyrir aUnokkrum árum, skömmu eftir að fslandsflug hóf harða samkeppni við Flugleiðir í innanlandsflugi. Því fylgdu veru- legar verðlækkanir, ekki aðeins hjá íslands- flugi heldur fylgdu Flugleiðir strax í kjölfarið með miklar verðlækkanir. Fólk sem ég talaði við fyrir austan var að sjálfsögðu mjög ánægt með það. Það hafði tækifæri til að fljúga suð- ur að hitta ættingja sína eða reka einhver er- indi mun oftar en áður, eða þá fá ættingja sína í heimsókn austur á land. Þegar ég spurði hins vegar hvort fóik sýndi ekki ánægju sína í verki með því að fijúga þá sem allra mest með fslandsflugi, til að treysta samkeppnisstöðu fyrirtækisins sem best, þá kom annað hljóð í strokkinn. Neeeei, sagði fólk, við erum vönust því að fara með Flug- leiðum, og ætli við séum nokkuð að breyta því, æ, nei, eru ekki Flugleiðir okkar félag, þó við viðurkennum að vísu að það þurfti þetta nýja félag til að Flugleiðir lækkuðu verðið hjá sér. Svo fáir urðu til að fljúga með fslandsflugi og þá fór sem fór, félagið gafst að lokum upp ATLANTSOLIA og Flugleiðir hækkuðu þá sín flugfargjöld strax aftur. Ailt af tómri íhaldsemi neytenda. Það er ekki hlutverk DV að hvetja fólk tii að versla hjá einu fyrirtæki frekar en öðru. Hins vegar getum við vel hvatt fólk til að hugsa sem svo, hvort ekki sé ástæða til að verðlauna þann sem byrjar á samkeppninni, frekar en fagna því bara þegar verðið lækkar og hin rót- grónari fyrirtæki fylgja í kjölfarið. Þá er kannski von til þess að samkeppnin sé komin til frambúðar en ekki skammvinn loftbóla sem brátt springur. Illugi Jökulsson Hugblær Halldórs og andrúmsloft Hannesar Umfram allt verðum við að segja að okkur þykja þau dæmi sem auðfundin eru í bók Hannesar um hversu nákvæmlega hann þræðir texta Halldórs vera til vitnis um furðulegt metnaðar- leysi... Aðferð Hann- esar, að minnsta kosti mjög víða, er eigin- lega fyrst og fremst svolítið billeg. P.kki verður þvf neitaö að Hannes Hólmsteinn Gissurarson varöist í fyrradag fimlega ásökunum þeirra sem sakaö höföu hann um léleg og ósæmfieg vinnubrögð og jafnvel beinan ritstuld f ævisögunni Hall- dór. Ekki veröur því heldur móti mælt, sem hann hélt fram, að auð- vitaö höföu þær ásakanir vakiÖ langtum meiri athygli en ella heföi orðið um „venjulega" ævisögu eftir „venjulegan" höfimd, vegna þess aö einmitt hann var höfundurinn. Hvað sem hver segir Vissulega varö vart nokkurrar Þórðargleöi f sumum kreðsum yfir því hversu höllum fæti Hannes Hólmsteinn virtist standa f málinu. En þaÖ átti sér þó sfnar eðli- legu skýringar og Hannes þarf ekki aö leita pólitískra orsaka fyrir því hve málið var umtalað f fjölmiðlum. Eftir allt þaö sem á undan var geng- iö og með hliðsjón af því með hve mikinm lúðrablæstri bók Hannesar kom úr prentsmiðjunni, þá var ósköp eðlilegt aö ásakanir um for- kastanleg vinnubrögö og jafiivel rit- stuld kæmust heldur betur í fréttim- ar. En þótt Hannes verðist knálega var vörnin þó ekki áfallalaus, raunar síður en svo. Hannes reyndi mjög að halda því fram að sú staðreynd að þetta væri ævisaga en ekki doktors- ritgerð gerði að verkum að harin hefði ekki þurft að sýna sömu ströngu aðgæsluna í tiltekt heimilda og hann hefði gert ella. En í hina röndina uppástóð Hannes að bók sín væri líka fræðirit oghann mun til dæmis, eftir þvf sem við vitum best, hafa lagt hana fram sem slíkt við Háskóla íslands þarsem hann kenn- ir, ogsé bókin tekin gild sem fræðirit fær hann einhverja punkta fyrir rannsóknarvinnu - sem aftur hefur í för með sér kauphækkun fyrir hann sem háskólakennara. Hann varöist ásökunum um rit- stuld fyrst og fremst meö þrennum hætti. í fyrsta lagi væri f bók hans fjöldi tilvísana og þar á meðal í flest- ar ef ekki allar þær heimildir sem hann er nú sakaður um að „stolið" upp úr. Vissulega gæti verið að ekki væri sérstök tilvísun viö hvem ein- Fyrst og fremst asta staö þar sem hann byggði á öör- um heimildum en þó nógu margar. í ööm lagi væri fráleitt að saka hann um ritstuld þar sem hann hefði ekki fariö á nokkum hátt f felur meö heimildir sínar. í þriðja lagi heföi hann vissulega víöa umorðaö og endursagt texta annarra manna til aö skapa „hugblæ og andrúmsloft" (eins og okkur minnir aö hann hafi komist aö oröi) en slíkt væri alsiða hjá ævisagnahöfundum. Fyrstu tvær skýringarnar látum við að mestu liggja milli hluta. Um þær verða aðrir að fjalla. Okkur dvaldist hins vegar við þá þriðju. Hannes spurði á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni í fyrrdag, eða kannski báöum, hvaöa heimildir fólk ætlaðist eiginlega til aö hann hefði notað til að skrifa um æskuár Halldórs Laxness ef ekki endur- minningabækur hans sjálfs. Um uppvaxtarár hans og uppeldi væm svo sem engar aðrar heimildir til, eða aö minnsta kosti mjög takmark- aöar. Því heföi hann hlotiö aö nota æskusögumar og tekið þá ákvöröun aö taka töluvert mikið mark á þeim sem sagnfræöilegum heimildum, enda þótt honum heföi veriö ljóst aö sagnfræðilegt gildi þeirra væri vafa- samt og „tékka" heföi þurft margvís- leg atriÖL En texta bókanna heföi hann sem sagt notað, þótt hann heföi sem fyrr greinir umoröað í því skyni aö skapa þennan „hugblæ". En hér þykir okkur óneitanlega sem Hannes skripli nokkuð á sköt- unni. Hann fylgir texta Halldórs víða svo nákvæmlega og víöa svo orörétt aö meö ólfldndum er. Og viö fáum ekki séÖ aö þær breytingar sem hann gerir á textanum séu til þess fallnar aö skapa „hugblæ"; þvert á móti virðast breytingamar fyrst og fremst ganga út á að „minnka" hug- blæinn í þeim skrifum Halldórs sem Hannes tekur upp með því aö klippa út úr þeim allt óvenjulegt, einkenni- legt, sérviskulegt, skáldlegt og fram- andlegt orðfæri. Umfram allt verðum við að segja að okkur þykja þau dæmi sem auð- fundin eru í bók Hannesar um hversu nákvæmlega hann þræðir texta Halldórs vera til vitnis um furðulegt metnaðarleysi. Nú er það rétt hjá Hannesi að aðferðir til að rita ævisögu eru ótal margar. Það er líka rétt hjá honum að það væri sniðugt að halda ráðstefnu á vegum sagnfræðinga um ævisöguskrif. En aðferð Hannesar, að minnsta kosti mjög víða, er eiginlega fyrst og fremst svolítið billeg. Víst erþað rétt að um smáatriði í uppeldinu eru kannski ekki margar heimildir til aðrar en skrif Halldórs en það hefði átt að vera verkefni metnaðarfulls ævisöguritara að fínna þá leið til þess að túlka þær heimildir, draga saman, setja 1 samhengi, en ekki svo til eingöngu endursegja þann texta sem Halldór hafði skrifað sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.