Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 Fréttir DV Bónus- frændur á Litla-Hrauni Jóhann Bjarni Guðjóns- son og Heimir Ingi Haf- þórsson, 19 ára gamlir frændur sem rændu versl- un Bónuss við Smiðjuveg í Kópavogi, eru komnir aftur til landsins og í gæsluvarð- hald. Yfir hátíðarnar voru þeir hjá foreldrum sfnum í Danmörku og Noregi, en 30. desember voru þeir dæmdir í gæsluvarðhald sem þeir mættu ekki í. Olíurisar titra Sala Atlantsolíu á 95 okt- ana bensíni á nýrri stöð sinni í Kópavogi hefur skapað tals- verðan titring á íslenskum olíumarkaði. Öll stóm félög- in, Esso, Olís og Skeljungur, lækk- InSl uðu verð sín í |te!J sjálfsafgreiðslu í gær en daginn áður höfðu ÓB og Orkan gert slíkt hið sama. Ennfremur lækkaði Esso við Stórahjalla verð sín meira en sú stöð er næst stöð Atlantsolíu í Kópa- voginum. Talsverð umferð hefur verið á stöð Atlantsolíu síðan hún opnaði og nokkrir við- skiptavinir sem DV ræddi við vom afar ánægðir með verð- ið og þá samkeppni sem þeir veita risunum þremur. Ir erlentvinnu- afl misnotað hér á landi? Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður. „Það hafa komið upp stík mái hér á iandi, og ég tók þetta upp á þingi á sínum tíma. Það eru brögð að þessu, og þess vegna skiptir máli að það sé gott félagslegt umhverfi hér á landi tii að taka á móti inn- flytjendum. Þótt við gerum betur iþeim efnum en margar aðrar þjóðir, þarfað gera enn betur og þar ætti smæðin að hjálpa okkur." Hann segir / Hún segir „Eðli málsins samkvæmt veit ég það ekki. Eg vona að svo sé ekki. Það verður hins vegar seint hægt að koma í veg fyrir að fólk nýti sér bágar aðstæð- ur annarra. Ég vona þó svo sannarlega að Islendingar geri sem allra minnst afþví og vonandi ekki neitt". Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður félagsmála- nefndar Alþingis. Lögreglan er ekki með tölvutengingu sem gæti komið upp um ólöglega innflytjend- ur. Mikill íjöldi erlends vinnuafls er ekki með dvalarleyfi hér á landi. Dæmi eru um „skuggasamninga“ þar sem starfsmenn greiða vinnuveitendum sínum allt að helming launa sinna fyrir að flytja sig til landsins. Talið er að fjöldi erlendra ríkisborgara dvelji á íslandi þrátt fyrir að dvalarleyfi þeirra sé útrunn- ið. Georg Kr. Lárusson hjá Útlendingastofnun segir ekki ólíklegt að íjöldinn skipti hundruðum. Hvorki lögreglan né Útlendingastofnun hafa gert tilraun til að hafa uppi á þessu fólki sem oft og tíð- um er haldið einangruðu innan vinnustaða. Einnig eru dæmi um að útlendingar borgi allt að helming launa sinna til vinnuveitandans fyrir það eitt að flytja þá til landsins og veita þeim vinnu. Vantar tölvutengingu Útlendingastofnun heldur gagnabanka yfir þá sem grunaðir eru um að dvelja hér lengur en þá 90 daga sem leyfilegir eru. Lögreglan hefur ekki aðgang að þeim gögnum. Þegar DV leitaði álits Þóris Oddssonar vararíkislögreglustjóra var bent á að Útlendingastofnun svaraði fyrir mál sem þessi. Engu að síður er það í verkahring lögregl- unnar að finna þá sem eru hér lengur en dvalar- leyfið segir til um, enda um lögbrot að ræða. Georg Lárusson segir að engin tölvutenging sé milli lögreglu og stofnunarinnar sem sakir standa þótt samvinnan sé mjög góð. „Við vitum af þeim aðilum sem dvelja hér lengur en leyfilegt er og þau nöfn eru í gagnabanka okkar," segir Georg. „Vandamálið er að lögreglan hefur ekki að- gang að okkar gögnum en það stendur til að lagfæra það innan fárra daga.“ Farið á bak við kerfið Nýlega komst eigandi kínverskrar nudd- stofu í Kópavoginum í fréttirnar þegar samningur, sem DV fékk í hendur, sýndi að starfsmenn frá Kína greiddu henni um helming árslauna sinna fyrir að vera fluttir til landsins. „Þetta eru skuggasamning- ar sem við sjáum ekki,“ segir Georg. „Okkar krafa er að Útlendingastofnun heldur gagnabanka yfir þá sem grun- aðir eru um að dvelja hér leng- ur en þá 90 daga sem leyfilegir eru en lögreglan hefur ekki aðgang að þeim gögnum. vegi starfsmanninum öruggt viðværi og fari eftir íslenskum lögum og reglum." Georg segir að ef Útlendingastofnun heyri af málum sem þessum hafi hún samband við Vinnumálastofnun og lögreglu. „Við óskum eftir því að þeir rannsaki hvort um ólögmæta starf- semi sé að ræða.“ Aðspurður segist Georg einnig hafa heyrt dæmi um að starfsmenn séu í ein- hverjum tilvikum látnir sofa á dýnum á vinnu- stað sínum og þá kemur til kasta heilbrigðiseftir- litsins." Útlendingum fjölgar Innflutningur á erlendu starfsfólki hefur auk- ist mjög síðustu tíu ár og segir Georg að í tengsl- um við fjölgun útlendinga verði meira vart við ólögmætt athæfi. „Öllum málum sem koma inn á borð Útlendingastofnunar og gætu varðað lög er beint til lögreglunnar," segir Georg en tekur fram að mál af þessu tagi séu oft flókin og sönnunar- byrðin erfið. Spurningin er því hvort kerfið sé í stakk búið til að takast á við vaxandi vandamál sem fylgja innflutningi á erlendu vinnuafli. „Við þurfum greinilega að gæta betur að okk- ur. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að sjá um pappírana og því eigum við erfltt með að beita okkur þegar atvinnurekandi fer á bak við kerfið,“ segir Georg. „Þá kemur til kasta lögreglunnar og verkalýðsféjaganna. Það er þeirra að sjá til þess að ekki sé brotið á réttindum þeirra sem flutt- ir eru hingað til vinnu.“ simon@dv.is aibert@dv.is Læknaráð Landspítala skilur ekki ábendingar Tryggingastofnunar til sjúklinga Segja hvorki viðbúnað á spítölum né sérfræðinga á Læknavaktinni Stjóm læknaráðs Landspítalans gerir athugasemd við ábendingu Tryggingastofnunar um að á meðan deilan við sérfræðilækna sé óleyst geti fólk leitað til heilsugæslustöðva, Læknavaktar á Smáratorgi, Barna- læknaþjónustu í Domus Medica og til göngudeilda sjúkrahúsanna. „Ljóst er að heilsugæslustöðvar, Læknavaktin á Smáratorgi og Barnalæknaþjónustan í Domus Medica, búa ekki yfir nema litlum hluta af þeirri sérfræðiþekkingu sem veitt var samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur og Trygg- ingastofnunar Ríkisins. Það verður því að reikna með að hér sé fyrst og fr emst verið að ræða um að sjúkling- um verði bent á göngudeildir sjúkra- húsanna," segir læknaráðið. Að sögn læknaráðs hefur þó ekki verið haft samráð við stjórnendur Landspítalans um þá ráðstöfun að vísa fólki á göngudeildirnar. Land- spítalinn standi einmitt frammi fyrir því að þurfa að skerða þjónustu og segja upp starfsfólki. „Ekki verður skilið hvernig veita eigi meiri sérfræðilæknisþjónustu á göngudeildum LSH (Landspítalans) á þessum tímum samdráttar. Þá er ljóst að göngudeildir LSH búa við verulegt aðstöðuleysi og eru dreifðar víða um spítalann. Aukin læknis- þjónusta á göngudeildum krefst því töluverðs undirbúnings, meðal ann- ars með byggingaframkvæmdum," segir læknaráðið. Fram kom hjá samninganefnd heilbrigðisráðuneytisins á fimmtu- dag að fé til að efla sérfræðiþjónustu spítalanna yrði tekið af þeim 2000 milljónum sem eyrnamerktar em vegna samninga við sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna. Síðdegis í gær beindi yfirstjórn Landspítalans því til yfirlækna að búa sig undir að aukinn fjöldi sjúklinga leiti til spítalans. gar@dv.is Gunnar Guðmundsson Læknaráð Land- spítaians segist ekki skilja hvernig veita eigi aukna sérfræðiþjónustu á tímum samdrátt- ar. Gunnar Guðmundsson er formaður iæknaráðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.