Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 10.JANÚAR 2004 Fréttir DV Fíkniefnabrotum fjölgaði mjög á siðasta ári meðan málum í nær öllum öðrum brotaflokkum fækkaði eða þau stóðu i stað milli áranna 2002 og 2003. Þessa aukn- ingu fíkniefnabrota má rekja til breyttra starfshátta fiikniefnalögreglunnar Viljaíbúðá hálfa milljón Fasteignamarkaður í Bolungarvík virðist í dauf- ara lagi ef marka má tilboð í eina af fbúðum bæjar- sjóðs. Hæsta tilboð sem barst í bæjaríbúðina er 500 þús- und krónur. Brunabótamat hennar er á hinn bóginn 8 milljónir króna og fast- eignamat 2,3 milljónir. íbúðin er 66 fermetrar í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1980. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi að gera gagntilboð upp á 1,8 millj- ónir króna í samræmi við mat fasteignasala. Fíkniefnabrot nær tvö- faldast á þremup árum Selja tvær ríkisjarðir Tvær ríkisjarðir eru þessa dagana að komast í hendur nýrra eigenda. Um er að ræða eyði- og vitajörðina Svalvoga við utan verðan Dýra- fjörð og býlið Sandhól í Meðallandi í Skaft- árhreppi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Ríkis- kaupum er verið að leggja lokahönd á sölu jarðanna. Sandhóll verður seldur á 6,5 milljónir króna og Sval- vogar á 5,5 milljónir. Vitinn í Svalvogum íylgir ekki með í kaupunum en þar er tæplega 60 ára íbúð- arhús í niðurníðslu. Sand- hóli fylgir hins vegar not- hæft íbúðarhús og 300 fer- metra skemma. Jörðin er 140 hektarar. Heim í Borgarnes Páll Sævar Brynjarsson. „Nú liggur mér helstá að komast heim í Borgarnes. Ég er búinn að vera I dag á fundi á Akranesi. Bæj- nprrrppifnn arféiögin hafa MfakW&J veriðaðendur- nýja með sér samstarfsamning, “ segir Páll Sævar Brynjarsson bæj- arstjóri i Borgarbyggð. Fíkniefnamálum fjölgaði mjög á milli ár- anna 2002 og 2003 meðan að málum í nær öllum öðrum brotaflokkum fækkaði eða þau stóðu í stað. Þannig eru skráð 1.371 fíkniefnabrot á árinu 2003 á móti 994 brot- um árið á undan og ef tekinn er samanburð- ur við árið 2000 kemur í ljós að fíkniefnabrot hafa nær tvöfaldast á þessu tímabili en brot- in voru 781 talsins árið 2000. Tekið skal fram að tölur fyrir árið 2003 eru bráðabirgðatölur. Samkvæmt upplýsingum frá Rannveigu Þórisdóttur félagsfræðings hjá embætti Ríkis- lögreglustjóra varð umtalsverð fækkun á afbrot- um í heild á milli áranna 2002 og 2003. Þannig voru skráð rúmlega 88.000 brot á síðasta ári á móti rétt rúmlega 99.000 brotum árið á undan. Mest er fækkunin á um- ferðarlagabrotum en þeim fækkaði um rúm- lega 9.500 á milli áranna. Ef litið er á einstaka brotaílokka kemur í ljós að auðgunarbrotum fækkaði um 1.600 eða úr 11.330 og í 9.937 í síðasta ári. Áfengislagabrot stóðu í stað og eru rétt tæp 2.000 talsins bæði árin. Brotum gegn lífi og líkama fækkaði um 100, voru 1.597 á síðasta ári á móti 1.654 árið á und- an. Eignaspjöllum fækkaði einnig lítilsháttar eða úr 4.141 í hittiðafyrra niður í 3.847 á síðasta ári. Umtalsverð fækkun varð á skjalafals- og nytja- stuldsbrotum. Þannig fækkaði skjalafalsbrotum um nær helming en þau voru 298 talsins á síðasta ári á móti 513 árið þar á undan. Nytjastuldsbrot- um fækkaði um nær 200 en þau voru 380 talsins í fyrra á móti 566 árið á undan. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi Áhersla á götustigið Ásgeir Karlsson yflrmaður fíkniefhalög- reglunnar segir að aukningu á skráðum fíkni- efnabrotum milli tveggja síðustu ára megi að stærstum hluta rekja til breyttra starfshátta fíkniefna- og almennu lögreglunnar. „Á síð- asta ári lögðum við aukna áherslu á götustig- ið, það er smásalana á götunni," segir hann. „Þessi fjöldi mála eru því smærri mál en fíkniefnamagnið sem við leggjum hald á hefur ekki aukist á milli áranna." Fram kemur í máli Ásgeirs að samhliða þessu hefur eftirlit með götusiginu verið stóraukið í samvinnu við almennu lögregl- una. „Þetta er meginskýringin á þessum málafjölda," segir hann. „Þetta þarfekki að þýða aukin viðskipti með fíkniefni." Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi er sammála Ásgeiri um að aukning á fíkniefna- brotum sé að öflum líkindum tilkomin vegna breyttra starfshátta og rannsóknaraðferða fíkniefnalögreglunnar. „Þetta þarf ekki að þýða aukin viðskipti með fíkniefni. Allavega merkj- um við hér á Vogi að ákveðin kyrrstaða hafi ríkt í fíkniefnaheiminum hérlendis um nokkurt skeið og það er ekkert sem bendir til að sú staða sé að breytast," segir hann. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíknefnalögreglunar Beiting vopna I tenglsum við fikniefnaglæpi hefur færst ívöxt og hefur lögregla lagt hald á fjölbreytilegt safn stórhættulegra vopna við rannsóknir þessara mála. NOKKRIR BROTAFLOKAR: 2000 2003 Fikniefnabrot 781 1371 Áfengislagabrot 2665 1999 Skjalafals 455 298 Umferðarlagabrot 66814 64068 Heildarfjöldi afbrota 91665 88306

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.