Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 15
IJV Fréttir LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 15 sem slo i Besti vinur Kalla Grétar er i hljómsveit með Kalla og telur Idol verða þeim til framdráttar. „Ótrúlegt hvað býr Iþessum litla manni." Kalli kynntist kærustu sinni henni, Aðalheiði Jónsdóttur fisk- vinnslukonu, og flutt- ist til Grindavíkur fyrir fimm árum. vinur Kalla Bjarna og er með honum í hljómsveit. Þeir hafa komið fram á Cactusnum í Grindavík og eru að byggja upp hljómsveit sína. „Við erum búnir að þekkjast í svona fimm ár eða síðan hann ílutti til Grindavíkur. Við eigum Kalla Bjarna alveg. Hér er hann búinn að festa rætur. Við erum alltaf að æfa eitthvað saman og ég tek hann og æfi fyrir þættina. Strömma undir og hjálpa honum að finna rétta tónteg- und." Grétar segir Kalla Bjarna ótrúlega kraftmikinn söngvara sem geti sungið hvað sem er. „Alveg ótrúlegt hvað býr í þessum lida manni." Þeir félagar hafa ekki fundið nafn á hljómsveitina og hún er enn ekki fullskipuð. Þátttaka Kalla Bjarna mun ekki spilla fyrir og heldur ýta þeim áfram. Það vantar bassaleikara en mágur Kalla Bjarna er trommari og vinur þeirra í Reykjavík er í start- holunum hvað hljómborðsleikinn varðar. Grétar segir Kalla Bjarna hafa gaman að eldri rokktónlist eins og Led Zeppelin og Deep Purple. Tónlistin er helsta áhugamál þeirra félaga en þeir fást við hitt og þetta, skjóta leirdúfur og kunna að skemmta sér þegar svo ber undir. Grétar hefur fulla trú á sínum manni og telur hann muni sigra. Keppni milli sveitarfélaga Starfandi á hafnarvigtinni í Grindarvík er Grétar Sigurðsson og hann segir stemninguna ólýsanlega. „Jahh, kærastan linnti ekki látunum fyrr en við vorum búin að fá okkur áskrift að Stöð 2. Það er full ástæða til að standa með okkar manni sem hefur staðið sig vel. Við þekkjum hann náttúrulega - okkar maður við sjávarsíðuna. Við viljum eiga hann með húð og hári. Fulltrúi sjóar- anna.“ Grétar hefur af því nokkrar áhyggjur að Kalli Bjarni hafi gengið Kalli Bjarni Móður hans var ráðlagt frá þvi að ganga með hann. Sem betur fer tók hún ekki mark á þvi. fram af sér þegar hann tók Grease lagið, getur eiginlega ekki ímyndað sér að hann toppi þá frammistöðu. Og hættulegt sé að toppa á vitlaus- um tíma. En hann vonar að Kalli Bjarni eigi nokkra ása uppi í erminni. Grétar hefur einnig nokkrar áhyggjur af því að þetta muni leiðast út í keppni milli landsbyggðahluta og sveitarfélaga. Honum þykir til dæmis einsýnt að stelpan frá Akur- eyri hafi Norðurlandið á bak við sig. „Ég vona bara að sá besti sigri og sá besti er Kalli Bjarni." Grétar ætti ekki að vanmeta byggðastefnuna þegar Kalli Bjarni er annars vegar því þau eru ýmis sveit- arfélögin sem telja sig eiga hann. Grundarfjörður gerir tilkall Grindvíkingar sitja ekki einir að Kalla Bjarna, öðru nær. DV talaði við Gunnar Kristjánsson sem var kenn- ari Kalla Bjarna og skólastjóri í 13 ár en hann rekur nú verslun á Grund- Svanhildur Björk Kærasta Grétars, besta vinarKalla, segir Kalla ótrúlega músikalskan ogað hann hafi samið fullt afgóðum lög- um. arfirði. Þar ríkir mikil stemmning og fylgjast heimamenn vel með keppn- inni. Og ekki fer á milli mála með hverjum er haldið. Gunnar kenndi Kalla Bjarni megnið af hans skóla- ferli eða öll grunnskólaárin. Kalli Bjarni gekk sem sagt í skóla á Grundarfirði. „Við eigum stóran hluta í honum stráknum," segir Gunnar sem ber okkar manni afar vel söguna. „Hann var góður nem- andi, kurteis og duglegur. Til fyrir- myndar í hvívetna og mjög gaman af þessum strák. Kalli Bjarni fór svo héðan fljótlega eftir grunnskólann. Hann var syngjandi sí og æ sem polli. Við nutum þess að láta hann syngja á árshátíðum í skólanum og svona. Hann stendur sig vel strákur- inn. Við höldum með honum hér á Grundarfirði öll sem eitt.“ Og víst er að önnur byggðalög þykjast einnig eiga sitthvað í Kalla Bjarna. Hann er hann sjálfur Kærasta Kalla Bjarna til fimm ára er Aðalheiður Hulda Jónsdóttir, eða Alla eins og hún er jafnan kölluð. Maríanna í sjoppunni „KalliBjarnieral- gjörgullmoli." Það vakti mikla athygli þegar hún greip greiðu sem Kalli Bjarni þeytti út í salinn eftir að hafa sungið Grea- sed Lightning í þarsíðustu keppni Idol. Ótrúleg tilviljun að greiðan hafnaði hjá henni í allri mann- mergðinni. Alla tekur undir með móður sinni hvað varðar ónæðið sem fylgt hefur. „Það er svakalegt álag. Hér eru þrír símar og þeir eru allir glóandi. En maður verður að vera jákvæður og það er ekki erfitt. Þetta er ofboðslega gaman að þessu og góð reynsla fyrir hann.“ Alla verður eiginlega hálf hvumsa við spurningunni: Hvernig er Kalli Bjarni? Enda ósvífin spurning. „Hann er bara mjög jákvæður. Hress að eðlisfari. Duglegur sama hvað hann gerir sér fyrir hendur. Hann er hann sjálfur." Landshornaflakkari En hver er Kalli Bjarni? Hann heitir fullu nafni Karl Bjarni Guð- mundsson og er fæddur 6. janúar árið 1976. Hann er því 27 ára gamall. Á Idolvefnum kemur fram að hans uppáhalds söngkona er Janis Joplin, Páll Rósenkranz er hans íslenska idol og Carma Police með Radi- ohead er uppáhalds lagið. Ekki beint hægt að halda því fram að þetta sé blöðrulegur smekkur. Enda hefur líf Kalla Bjarna kannski ekki verið neinn dans á rósum, en einhvern veginn afar íslenskt. Móðir öryrki á Vopnafirði Móðir hans Sveinbjörg Karlsdótt- ir lenti í alvarlegu umferðarslysi skömmu áður en hann kom undir - varð undir strætó og önnur löpp hennar fór alveg í mask. Henni var ráðlagt frá því af læknum að ganga með Kalla Bjarna ef hún vildi ein- hvern tíma eiga von um að ná full- um bata. En hún hunsaði það - sem betur fer fyrir landsmenn. Hún er nú öryrki og er búsett á Vopnafirði. Faðir Kalla Bjarna heitir Guð- mundur Aðalsteinn Sveinsson og starfar sem leikmunavörður hjá Norska ríkissjónvarpinu. Guðmund- ur hefur verið búsettur lengi í Nor- egi. Hann mun mæta til að fylgjast með syni sínum komist hann í úr- slitin. (A þessu stigi gengur DV út frá því að svo verði.) Leiðir Guðmundar og Sveinbjargar lágu ekki saman né heldur fósturpabba Sveinbjargar sem heitir Bárður. Það urðu hins vegar foreldrar hans, fósturafi og amma Kalla Bjarna, sem tóku hann að sér. Finnsk fósturamma Fósturamma Kalla Bjarna, Elna Bárðarson, er af finnsku bergi brotin og dvelst á dvalarheimilinu Fella- skjóli á Grundarfirði. Hún fylgist vel með gengi stráksins, „Hún hringir reglulega í Kalla og kjaftar hann þá í kaf,“ segir Grétar vinur Kalla. Kalli Bjarni fór til Bolungarvíkur í 9. bekk og í Breiðholtsskóla í 10. bekk. Hann er því eiginlega þá strax Grétar á Vigtinni Segir Grindvikinga standa á bak við sinn mann, allirsem einn. orðinn farandsöngvari. Eftir grunn- skóla bjó Kalli Bjarni í Reykjavík í nokkur ár þar sem hann leigði og starfaði við húsaviðgerðir. Á því tímabili var hann í hljómsveit sem heitir Viridian Green, hljómsveit sem lék ‘indírokk’. Þriggja barna faðir Móðir Kalla Bjarna fluttist til Vopnafjarðar og þangað fór Kalli Bjarni einnig og var með hléum í fjögur ár. Þar kynntist hann sjó- mennskunni og fór í Smuguna á frystitogaranum Hágangi 2. Hann kynntist svo kærustu sinni henni, Aðalheiði Jónsdóttur fiskvinnslu- konu, og fluttist til Grindavíkur fyrir fimm árum. Þar er hann á dagróðra- bámum Sigga Magg GK en meðan Idol keppnin stendur yfir starfar hann við síldarvinnslu á hjá fyrir- tækinu Þrótti. Kaili Bjarni á eina sex ára dóttur frá fyrra sambandi en hún heitir Sig- ríður Elma. Fósturdóttir hans heitir Súsanna Margrét og er hún 7 ára gömul. Og saman eiga þau Aðal- heiður og Kalli Bjarni þriggja ára gamlan dreng sem heitir Maríus Máni. jakob@dv.is ÚTBOÐ Verkfræðistofan Línuhönnun hf., f.h. Félagsbústaða hf.r óskar eftir tilboðum í lokun svala, múrviðgerðir og málun á Jórufelli 2-12, Reykjavík. Verklok eru í síðasta lagi 31. október 2004. Útboðsgögn fást afhent frá og með mánudeginum 12. janúar hjá Línuhönnun hf. á Suðurlandsbraut 4a í Reykjavík gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Línuhönnun hf. á Suðurlandsbraut 4a í Reykjavík mánudaginn 9. febrúar 2004, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. V____________________________________)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.