Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 24
24 LAUGARDAGUR 10.JANÚAR2004 Fókus DV Útrás íslenskrar myndlistar er hafin. Á síðustu árum hefur gamli Myndiistar- og handíðaskólinn útskrifað fjölda efni- legra myndlistarmanna og hafa árgangarnir frá 1996-97 vakið sérstaka athygli. Gabríela Friðriksdóttir hefursem dæmi vakið talsverða athygli fyrir plötuumslög sem hún hannaði fyrir Björk og listamennirnir Bjargey Ólafsdóttir og Egili Sæ- björnsson hafa verið dugleg við að koma verkum sýnum á framfæri erlendis. DV leitaði því til nokkurra sérfræðinga á sviði myndlistarinnar og bað þá um að nefna þá aðila sem þeir teldu að myndu mest láta að sér kveða í framtíðinni. Margir komu til greina en eðli málsins samkvæmt voru nokkrir einstaklingar nefndir oftar en aðrir. Hér á eftir verður því fjallað stuttlega um sjö björtustu vonarstjörnur islenskrar myndlistar að mati listasérfræðinganna. Bjargey Ólafsdóttir Bjargey er fædd í Reykjavík árið 1972 og þar hefur hún starfað mestan part Hk af ferlinum. Hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1996 og hélt síðar til frekara náms á erlendri grundu. Hún eyddi einu ári á Spáni, nokkrum mánuðum á Bretlandi áður en hún gekk í Lista- og hönnunarhá- skólann í Helsinki. Árið 2000 var hún svo við nám í Svíþjóð í Kvikmynda- og ljósmyndaháskólanum í Gautaborg. Bjargey hefur fengist við stuttmyndagerð, komið nálægt tónlist og tekið mikinn fjölda ljósmynda. Verkin hefur hún sýnt á einkasýningum hér á landi og í Finnlandi og á samsýningum í Bandarfkjunum, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi og Hollandi svo eitthvað sé nefnt. Þá var ein ljósmynda hennar valin til þess að prýða dagatal Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fyrir árið 2004. Ljósmyndaverk hennar hafa einnig birst í tímaritum, s.s. norræna myndlistar-tískutímaritinu Frotté. Bjargey hefur einnig fengist við kennslu, verið gestakennari við LHÍ og haldið fýrirlestra í sænskum listaskólum. Flestir þekkja Tómas iíklega sem Nóa Albínóa í samnefndri kvikmynd eftir Dag Kára Pétursson. Hann þótti standa sig með eindæmum vel í hlutverki Nóa Albínóa og hefur kvikmyndin fengið gríðarlega góð viðbrögð víða um heim. Tómas er fæddur árið 1977 og er franskur í aðra ættina. Hann hefur lengst af búið á íslandi en hefur nú flutt sig til Parísar þar sem hann er að reyna fyri r sér í mynd- og leiklist. Tómas var við nám í Cours Florent leiklistarskól- anum í París frá 1997-98 en að því námi loknu fluttist hann aftur hingað til lands þar sem hann lagði stund á myndlistarnám í Listaháskóla fslands. Þaðan út- skirfaðist hann síðstliðið vor og því má segja að Tómas sé stíga sín fyrstu spor í heimi myndlistarinnar um þessar mundir. Þrátt fyrir það hefur hann verið ötull við að sýna verk sín og skapa sér orðspor innan myndlistarheims- ins. Hann hefur haldið tvær einkasýningar hér á landi og tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. í Finn- landi. Nokkrir af þeim ráðgjöfum sem DV leitaði til nefndu nafn Tómasar þegar spurt var um efnilegustu myndlistarmennina og er því greinilegt að eftir hon- um er tekið. Einn þeirra sagði meðal annars: „Það sem ég hef séð frá Tómasi er mjög áhugavert og skemmti- legt, t.d lokaverkefni hans í LHÍ, Undir stiganum. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi ná langt í heimi myndlistarinnar." Ragnar Kjartansson Flestir þekkja Ragnar líklega sem Rassa, söngvara hljómsveita á borð við The Funerals og Trabant. Hann lítur þó fyrst og fremst á sig sem lista- mann og ber fagfólki saman um að þar fari mikið efni í ágætis myndlistar- mann. Ragnar hefur haldið þrjár einkasýningar hér á landi og eina í Svíþjóð fyrir utan að taka þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Hann hefur einnig látið til s£n taka í hönnun plötuumslaga en hann gerði umslag plöt- unnar Pathetic me með hljómsveit sinni Funerals og einnig umslagið á plötu Kanada. Tónlist og myndlist hafa alltaf skarast hjá Ragnari eins og hann sagði sjálfur í viðtali við DV á síðasta ári: „Eftir menntaskóla ákvað ég að fara út í myndlist en var á sama tíma í hljómsveitinni Kanada. Myndlist- in og tónlistin hafa þess vegna alltaf verið samhliða hjá mér. Verkin m£n eru ópera, blús og óhljóð í sambland við tillfinningaþrunga og fegurð. Það er í raun athyglisvert hvað þessar listgreinar sækja í hvor aðra og hér á ís- landi eru tengslin óvenju mikil.“ Ragnar á einnig sæti í stjórn Nýlistasafnsins sem hefur verið framvörð- ur framsækinnar myndlistar á íslandi í 25 ár og aðal tenging íslands við hinn alþjóðlega myndlistarheim. Hann mun svo halda til Basel í sumar ásamt Gjörningaklúbbnum en ferðin er farin fyrir tilstuðlan gallerís i8 þar sem ætlunin er að taka þátt í svokallaðri listamessu. Tómas Lemarquis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.