Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 25
DV Fókus
LAUGARDAGUR 10.JANÚAR 2004 25
Hildur Margrétardóttir
Hildur er fædd árið 1968 og útskrifaðist frá Myndlista-
og handíðaskólanum árið 1999. Hún stundaði einnig nám
í Utrecht School of Arts í Hollandi um tfma. Hildur er með
vinnuaðstöðu í Mosfellsbænum, nánar til tekið á Álafoss-
vegi líkt og fjöimargir aðrir listamenn, og þar er hægt að
skoða verk hennar.
Verk Hildar eru nokkuð fjölbreytt og hefur hún fengist
við allt frá myndabandagerð yfir í að búa til svokallað
skyndilist sem hún hefur ásamt öðrum selt líkt og um
skyndibitafæði væri að ræða. Hópurinn sem að skyndilist-
inni kemur kallar sig F.art, nánar tiltekið Fast art, og hefur
hópurinn m.a. selt og sýnt list sína fyrir utan stórmarkaði,
hér á landi sem erlendis. Þetta segist hópurinn gera til að
nálgast almenning á þeirra eigin forsendum. Þannig er að-
gengi, verðlag og hagkvæmni höfð til hliðsjónar og grund-
völlur þannig lagður að því að almenningur fái notið list-
sköpunarinnar og að listamaðurinn sjálfur geti þrifist. List-
in er þannig færð til fólksins og hefur þetta uppátæki feng-
ið góð viðbrögð.
Hildur hefur eins og áður fengist við myndbandagerð
og t.d. unnið með Sigur Rós í þeim efnum. Þá þykir hún
góður ljósmyndari fyrir utan af vera fyrirtaks listmálari.
Sagt hefur verið um hana að hún „leitast við að gera
óskipulagða list án tillits til hefðbundinnar fagurfræði" og
fer sú lýsing nokkuð nærri lagi. Hildur hefur haldið meira
en 10 einkasýningar hér á landi og tekið þátt í miklum
fjölda samsýninga víða um Evrópu. Þá fór hún til Japan þar
sem hún sýndi verk sem voru skopstælingar á plötu-
umslögum poppkvenna og vöktu verkin nokkra athygli.
Gjörningaklúbburinn
Stöllumar Sigrún Hrólfsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir em allar fæddar |
á árunum eftir 1970 og hafa starfað saman síðan þær útskrifuðust úr Myndlistar- og j
handíðaskólanum árið 1996. Þær hafa starfað í New York, Berlín og Kaupmannahöfn en i
eru nú búsettar í Reykjavík. Þær hafa aðallega fengist við gjörninga og myndbandalist |
sem víða hefur vakið athygli sérstaklega þar sem þær hafa verið duglegar við að blanda 1
saman hátækni og náttúru.
Listformið sem stúlkurnar fást við er óneitanlega nokkuð sérstakt en þrátt fyrir það, |
nefndu flestir listasérfræðinganna sem DV ieitaði til, þær sem einhverja af efnilegustu
listamönnum landsins. Stúlkurnar hafa ferðast víða með verk sín og tekið þátt í fjölda
samsýninga. Þær tóku t.d. þátt í stórri sýningu í Mflanó á Ítalíu þar sem gestir sýningar-
innar greiddu atkvæði um bestu verkin og lenti verk þeirra mjög ofarlega á listanum.
Gjörningaklubburinn mun svo halda til Sviss í sumar þar sem þær munu sína á vegum •
hins íslenska i8 gallerís á svokallaðri listamessu í borginni Basel.
Gabríela
Friðriksdóttir
Gabríela er ein af þekktari vonarstjörnum ís-
lenskrar myndlistar. Gabríela er fædd árið 1971
en hún útskrifaðist frá Skúlptúrdeild Myndlistar-
og handíðaskóla fslands vorið 1997. Veturinn
eftir dvaldi hún f Tékklandi eftir að hafa fengið
styrk frá þarlendum stjórnvöldum til mynd-
listariðkunar í tengslum við Akademie Výt-
varních Umenie. Hún hefur haldið fjölda einka-
sýninga auk þess að taka þátt í samsýningum,
bæði hér og erlendis.
Gabríela er lfldega þekktust íyrir verkin sem
hún hefur unnið fyrir Björk Guðmundsdóttur.
Hún hannaði m.a. plötuumslagið á Family Tree
plötunni og hlaut fýrir það tilnefningu til Gram-
my-verðlauna fyrir besta plötuumslagið. Þá hef-
ur Gabríela verið tilnefnd sem fulltrúi fslands á
Feneyjatvíæringnum árið 2005 en það mun vera
ein virtasta og yfirgripsmesta sýning sem haldin
er á nútímalist f heiminum. Þar sameinast lista-
menn frá meira en 60 löndum og telst það því
stórt tækifæri og mikifl heiður fyrir Gabríelu að
vera næsti fulltrúi fslands þar á bæ.
Gabríela þykir á sínum stutta ferli hafa sýnt
frumleika og dirfsku með afar persónulegu
myndefnisvali, þar sem hún hefur meðal annars
tengt saman íslenska þjóðmenningu og alþjóð-
lega strauma í myndlist sinni. Verk eftir Gabríelu
er að finna m.a. í Listasafni íslands, Listasafni
Reykjavíkur, Safni Orkuveitu Reykjavíkur, Lista-
safni Sólheima og Listasafni Flugleiða. Þá mun
hún halda einkasýningu f gallerí i8 í maí næst-
komandi og gefst íslendingum þá kjörið tækifæri
til að skoða hvað Gabríela hefur upp á að bjóða.
l
\
: -
Egill Sæbjörnsson
Egill Sæbjörnsson er fæddur í Reykjavík árið
1973. Hann var um tíma búsettur í París, þar sem
hann stundaði nám, og New York en Egill hefur nú
hreiðrað um sig hér heima og í Berlín þar sem hann
býr til skiptis. Hann útskrifaðist frá fjöltæknideild
Myndlistar- og handíðaskólans 1997 og var því
samnemandi Gabríeiu Friðriksdóttur. Hann átti
mjög umdeilt verk á sýningu sem haldin var á Kjar-
valsstöðum árið 1998 þar sem myndskeið af honum
að fróa sér var sýnt aftur og aftur. I kjölfarið tóku
einhverjir að kalla hann Kjarvalsstaðarúnkarann en
sá titill var þó ekki langlífur.
Egill hefur haldið einkasýningar á málverkum
sínum í Danmörku, Belgíu, Skotlandi og Þýskalandi
auk þess sem hann hefur gefið út plötur, meðal
annars undir listamannsnafninu Eagle, sem náðu
miklum vinsældum. Nú síðast hefur hann verið að
taka þátt í myndlistarfestivölum bæði á Italíu og
Hollandi en á stuttum ferli sínum hefur hann náð
að skapa sér nafn innan listaheimsins þannig að eft-
ir honum er tekið. Egill fæst auk þess við alls kyns
myndvinnslu og vídeólist.
-