Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 28
28 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 Fókus DV Lagið Milkshake með bandarísku söngkonunni Kelis er eitt af vinsælustu lögmium á tóniistarsjónvarpSstöðvum beggja vegna Atlantshafsins þessa dagana. Lagið sjalft sem kemur úr smiðju ofurpródúseranna í Neptunes er mjög ferskt og flott og festist auðveldlega á heilann og ekki skemmir myndbandið íyrir, en í því fær Kelis sér mjólkurhristing á vegasjoppu og allt verður vitlaust... Það hefur farið frekar lítið fyrir Kehs sfðustu ár, en margir muna enn eftir laginu Caught Out There (I Hate You So Much Right Now) sem hún sló í gegn með fyrir fjórum árum síðan. Öskrandi stelpa frá Harlem Caught Out There var fyrsta smáskffem af fyrstu plötu Kel- is, Kaleidoscope sem kom út árið 1999. Lagið fjaUar um stelpu sem er brjáluð út í kærasta sem er búinn að halda fram hjá henni og viðlagið sem hún öskrar „I hate You So Much Right Now“ er eitt af eftirminrúlegri poppviðlögum síðustu ára. Kaleidoscope sló í gegn í Evrópu, enda innihélt platan tvo aðra smelU Good Stuff og Get Along With You. Kelis var 19 ára þegar Caught Out There kom út. Hún er fædd og uppalin í Brooklyn. Móðir hennar, EveUss, er tísku- hönnuður en faðir hennar, Kenneth, sem lést tveimur dög- um áður en hún gerði samning við Virgin plötufyrirtækið, var bæði prestur og djass-saxófónleikari. Nafnið Kelis er sett saman úr nöfnum beggja foreldranna. Þegar hún var tíu ára breytti hún nafiiinu sínu í úr KeUs Rogers í Kelis X eftir að hún hafði lesið um Malcolm X í skóianum. Hún söng f kirkjukórum þegar hún var lítil hnáta, en byrjaði tónlistar- feriUnn með r&b tríóinu BLU (Black Ladies United) þegar hún var 16 ára. Það tríó var ekki langlíft, en vakti þó athygli á henni. Kelis fékk Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi nýlið- inn árið 2000, en síðan hefur tiltölulega lítið farið fyrir henni þar til nú. Kaleidoscope vakti ekki bara athygli heimsins á Kelis, heldur líka á pródúsera-tvíeykinu Neptunes sem átti heiðurinn af öUum lögunum á plötunni. Þeirra leið hefur legið beint upp á við aUa tíð síðan eins og sést í dálknum hér tU hliðar. Tekur Smells Like Teen Spirit á tónleikum Þó að KeUs hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu síðan Kaleidoscope kom út þá hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. Árið 2000 fór hún f tónieikaferð um Evrópu með 8 manna kvennahljómsveit. Sú tónleikaferð þótti takast vel, en öUum að óvörum tók hún bæði Nirvana-lagið SmeUs Like Teen Spi- rit og Steppenwolf-slagarann Bom To Be WUd. Árið 2001 kom svo önnur platan hennar Wanderland út, en hún var aðeins gefin út í Evrópu og Japan. Vfrghr í Bandaríkjunum vUdu ekk- ert með KeUs hafa, enda var fyrsta platan hennar of nýstárleg og fersk fyrir Bandarfkjamarkáð sem er í eðU sínu fhaldssam- ari og seinni að taka við sér heldur en Evrópumarkaður. Þó að Wanderland sé fín plata og innihaldi nokkra ekta Neptunes smeUi, þ.á.m. smáskífulagið Young, Fresh & New þá vakti platan litia athygli og salan var minni en vonir stóðu tU. Kelis var samt vinsæl hjá öðrum tónlistarmönnum og hefur undanfarin ár sungið inn á plötur með Busta Rhymes, Timo Maas, Foxy Brown, OutKast, Moby, Richard X, P.Diddy, Gum og hijómsveit þeirra Neptunes manna, N*E*R*D. Hún söng Uka með New York rapparanum Nas í laginu Hey Nas, en það samstarf var ömgglega ekki „bara til þess að eiga fyrir reikningunum" eins og hún lýsir surnu af áðurnefndum verkefnum. Nas er nefnUega kærastinn henn- ar. Þau hittust á MTV verðlaunaafhendingu árið 2002. Hann sagði við hana „Ég var að leita að þér. Eg vU að þú verðir konan mín", hún sagði á móti: „Passar vel, ég var einmitt að vona það.“ Þau hafa verið saman síðan og búa í vtilu í Atl- anta sem er tískustaður hjá rappstjörnunum, gjaman kaU- aður Hotlanta... J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.