Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 34
34 LAUCARDAGUR 10. JANÚAR 2004 Fókus DV Tölúfin ekki Tvíhöfði er endurfæddur. Hann hefur reikað um í tvennu lagi síðustu tvö árin eftir að Jón Gnarr ákvað að kljúfa hann, fara með sinn helm- ing eitthvað annað og skilja Sigurjón einan eftir í útvarpinu. Nú seg- istJón hins vegar vera búinn að finna lífið aftur og svo skemmtilega vildi til að á sama tíma þurfti Sigurjón Kjartansson að finna nýjan mann sér við hlið í útvarpinu. Getnaður átti sér stað og búast má við fæðingu hins nýja Tvíhöfða um næstu mánaðamót. Þeir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr eru ein- hverjir þekktustu grínistar landssins. Þeir höfðu starfað saman um árabil við góðar undirtektir landsmanna þegar Jón Gnarr álcvað skyndilega að nóg væri komið og tími til kominn að snúa sér að örðu. Þeir félagar ræddust ekki við í rúmt ár en hafa nú tekið upp þráðinn á ný og verða mættir aftur með útvarpsþátt sinn Tvíhöfða um næstu mán- aðamót - öflugri en nokkru sinni fyrr. Jákvæðir íbúar Nýfundnalands Þetta eru sögulegar sættir, hvað kom til? „Peningar, fyrst og ffemst peningar," segir Jón Gnarr. „Ja, það voru kannski aðallega aðstæðurnar sem skópu þetta. Dr. Gunni, sem er búinn að vera með mér f útvarpsþættinum Zombie á Skonrokki, þurfti frá að hverfa vegna barneigna og feðraorlofs. Þá vildi bara svo skemmtilega til að bankað var á dyrnar hjá mér og þar stóð Jón Gnarr - sem var mikið gleðiefni," segir Sigur- jón Kjartansson. „Eg hef oft sagt frá því að það sem varð til þess að við hættum þessu á sínum tíma var að ég týndi lífi mínu. Ég átti líf, svo týndi ég því og nú hef fundið það aftur. Ef maður talar á landfræðilegum nótum mætti eiginlega segja að ég sé Nýfundnaland," segir Jón. Og líður þér ekki betur fyrir vikið? „Jú, miklu betur. Mér líður eins og allir jákvæðu íbúar Nýfúndnalands sem eru búnir að þagga niður í þeim neikvæðu." Þeir félagar höfðu verið í samstarfi frá 1995 þegar Jón ákvað að fara sína leið í mars 2002. Þá höfðu þeir meðal annars verið með útvarpsþáttinn Tvíhöfða f fjölda ára auk þess að standa að gerð sjónvarpsþátta á borð við Fóstbræður. Hvort tveggja naut mikilla vinsælda og því kom það nokkuð á óvart þegar samstarfinu lauk. Síðan þá hefur Sigurjón haldið áfram í útvarpinu, lengst af með gömlum kunningja sínum Dr. Gunna, á meðan Jón hefur verið að fást við kvikmyndaleik, sjónvarps- þáttagerð, listsmíðar og fleira. „Svo er ég búinn að vera að æfa Tai kwon do en að- allega hef ég setið heima hjá mér og gert ekki neitt síðasta eina og háffa árið,“ segir Jón. Hálfir menn „Það urðu náttúrlega ákveðin hvörf í lífi manns þegar samstarfið hætti. Við höfðum þá náð að búa til ákveðin tengsl okkar á milli sem er einhverskon- ar tvihöfðastandard sem hefur afltaf náðst þegar við setjumst niður til að gera eitthvað. Hlutirnir sem við vorum síðan að gera í sitt hvoru lagi voru ekki neitt sérstakir, án þess þó að gera lítið úr því, og þegar aðstæðurnar voru eins og ég lýsti áðan var bara rökrétt að endurvekja Tvíhöfða," segir Sigurjón. Voru þið þá hálfirmenn án hvors annars? „Já mér finnst það,“ segir Jón og heldur áfram: „Ég sé það núna og hef heyrt útundan mér að við værum hálfir menn og mér datt strax í hug gin og tónik. Hvorugt er neitt sérstakt út af fyrir sig, það drekkur enginn bara tónik eða bara gin. En bland- að saman er það Gin & tónik sem er heildstæður og heims- frægur drykkur," segir Jón. „Ég segi fyrir mig að þetta tímabil sem við vorum í sundur hafi verið mjög gott að ýmsu leyti. Fyrir mig var það lærdóms- ríkt og svo er það náttúrulega líka þannig að við séum ekki fatl- aðir án hvors annars. Við getum alveg unnið með öðru fólki, ég náði t.d. að koma hlutum eins og Svínasúpunni á fót og vann mikið með Þorsteini Guðmundssyni líka. En manni finnst að sjálfsögðu alftaf eitthvað vanta inn í heildarmyndina," segir Sigurjón. Ogmegum við þá eiga von á gamla góða Tvíhöfðanum aft- ur? „Ekkert gamli góði heldur nýr Tvíhöfði sem verður betri en nokkru sinni fyrr. Við setjum standardinn mjög hátt," segir Sigurjón. „Já, ég held við séum svona Jefferson Airplane mætir Jeffer- son Starship. Fólk getur hlustað á þessar tvær hljómsveitir til að skilja hugmyndina. Airplane var góð hljómsveit en Starship er miklu betri, nútímalegri hljóðfæri og aðrar áherslur. Ég held að núna munum við ná vissum hæðum sem við náðum ekki áður," segir Jón. Töluðust ekki við í ár „Það er öruggt að þetta verði betra en áður. Núna erum við búnir að ganga í gegnum þetta tímabil sem var vissulega lær- dómsríkt. Ef maður lítur bara yfir söguna og horfir á listamenn í sögunni þá ganga allir í gegnum þetta. Keith og Mick, Simon og Garfunkel, Lennon og McCartney. Þetta er „the oldest story ever told" - tveir menn setjast niður og ná áJcveðnum hæðum í sínu samstarfi og það er rosalega erfitt að halda úti tveggja manna samstarfi," segir Sigurjón. „Meira að segja Páll postuli og Pétur postuli áttu sín mó- ment í sundur," útskýrir Jón. „Því er mjög eðlilegt að menn sundrist og það er staðreynd að við töluðumst ekki við í ár, þó það hafi ekki verið neinn ágreiningur. Síðustu tvö árin vorum við líka í rauninni hættir t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.