Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Qupperneq 35
r ÐV Fókus LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 35 ■m að tala saman nema í beinni útsendingu. Núna erum við aft- ur á móti búnir með allt svoleiðis rugl og risnir aftur miklu sterkari," segir Sigurjón. Var einhver utanaðkomandiþrýstingur á endurkomu Tví- höfða? „Nei, nákvæmlega ekki neinn þrýstingur," segir Sigurjón. „Hvað mig varðar þá átti ég fund með manni þar sem ég vildi fá smá ráðleggingar. Þegar maður finnur lífið aftur fær maður langanir og þarfir fyrir að gera eitthvað skemmtilegt og lfflegt. Ég fann svona þrá íyrir að gera eitthvað, mundi að ég hafði verið að tala í útvarpið á sínum tíma og haft gaman af. Ég talaði alla vega við þennan mann og hann stakk upp á Tvíhöfða þegar ég hafði ekki sinni hugsað út í það. Mér fannst það bara nokkuð sniðugt og tók þess vegna upp sím- tólið og hringdi í Sigurjón," segir Jón. „Og það var svona skemmtileg tilviljun að Dr. Gunni var akkúrat að fara í feðraorlof þegar þetta gerðist þannig að ég gat ómögulega sagt nei við þessari hugmynd," segir Sigurjón. Voru þetta jafnvel örlög? „Hugsanlegt, hugsanlegt," segir Sigurjón hugsi og Jón tek- ur undir: „Eru þetta ekki allt örlög? Er ekki bara einn vilji hérna í heiminum?" Bílslys og biblíumyndir Þótt svo að Tvíhöfði sé að koma saman aftur hafa félag- arnir nóg fyrir stafni á öðrum vígstöðvum líka. Sigurjón hef- ur verið að vinna að gerð Svínasúpunnar, grínþátta sem sýndir eru á Stöð 2, og Jón er einmitt að opna listasýningu kl. 14 í dag. „Ég er að fara sýna 60 helgimyndir eftir sjálfan mig í Frí- kirkjunni og verður sýningin opin á föstudögum frá 16-19 og um helgar frá 15-19. Þetta eru eiginlega biblíumyndir sem byggja á ævi og starfi Jesú Krists. Ég er búinn að vera að vinna að þessu í meira en tvö og hálft ár og það er gaman að þetta skuli loksins vera sýnt opinberlega," segir Jón. Og eru myndirnar til sölu? „Ja, myndir til sölu? Ég meina líkami minn er þannig séð til sölu - fyrir rétta upphæð. Reyndar var einhver sem benti mér á að bjóða myndirnar upp f bíl. Ég meina af hverju ekki? Ég væri alveg til í það." „Hvað er Hyundai-inn ekki nógu góður? spyr Sigurjón. „Nei, Hyundai-inn er nefninlega ekki nógu góður. Þetta snýst allt um öryggi. Ég er meira að hugsa um einhvern fjór- hjóladrifinn bíl. Eg lenti nefnilega í alvarlegu bflslysi á Akur- eyri fyrir stuttu og það var alger guðsmildi að ég skildi ekki drepast. Þá svona var bankað í mig - maður þarf að hafa ör- uggan bfl með loftpúðum, þriggjapunkta belti og svona. Svo eru allir á svo stórum bflum þannig að ég fór að pæla - ef maður lendir í árekstri er þá ekki betra að vera í stærri bfln- um?“ segir Jón en talið berst því næst að Svínasúpu Sigur- jóns. „Ég er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist. Þetta er náttúrulega nýr hópur sem maður er að vinna með og nokkr- ir að stíga sín fyrstu spor í sjónvarpi en þetta hefur tekist vel," segir Sigurjón. Komum við þá tilmeð að sjá Jón Gnarr í Svínasúpunni ef önnur sería verðurgerð? „Það hefur bara ekki komið til tals," svarar Sigurjón að bragði en Jón virðist ekki alveg sáttur við það: „Jú, kom on.“ Heimskur hroki á RÚV Tvfliöfði mun svo næstu vikurnar undirbúa sig vel áður en farið verður af stað með útvarpsþáttinn í byrjun febrúar. Þættinum verður útvarpað á bæði X-inu og Skonrokki en fram að því ætla fé- ' lagarnir jafnvel stuttlega út á land til þess að skemmta. „Það getur verið að við förum út á lands- byggðina áður en beinu útsendingarnar hefj- ast í febrúar, aðeins að leyfa landsbyggðinni að njóta sín því þeir ná náttúrlega ekki út- varpssendingunum. Svo finnst okkur að við eigum að fá að gera næsta áramótaskaup," segir Sigurjón og Jón tekur undir: „Já, ég meina hvað er málið? Þetta er eins og að senda Geir Ólafsson til að keppa á Ólympíuleikunum," segir Jón. „Það er verið að fá einhverja gúbba úti í bæ til að gera þetta sem kunna ekki að skrifa grín. Við erum búnir að vera að skrifa grín í 9 ár en samt hefur mönnum aldrei dottið þetta í hug. Nei, fáum frekar Þórhildi Þorleifsdóttur og Ágúst Guðmundsson til að leikstýra og gera Skaupið - eitthvað fólk sem hefur aldrei gert neitt nema að skrifa bækur. Þetta er svo mikið virðingarleysi fyrir kunnáttu að ég er bara hneykslaður," segir Sigurjón. „Þetta er svona skandinavískt," segir Jón. „Þetta byggir bara á heimskum hroka. Að maður geti ekki verið fyndinn nema maður sé rithöfundur. Það er bara svo rosalega hægfara þróun í öllu hjá RÚV. Ríkisútvarpið á að gera meira af því að ala upp talenta í staðinn fyrir að vera alltaf alltaf með einhverja gamla grínara, þeir veðja alltaf á það sem er öruggt. Þeir eiga auðvitað að ala upp talenta en ekki að vera alltaf með „safe bets“,“ segir Sigurjón. „Við vorum líka löngu búnir að fara með Fóst- bræðrahugmyndina okkar upp á RÚV áður en það var svo sýnt á Stöð 2 en þar töluðum við algerlega fyrir daufum eyrum og það hvarflaði ekki að nokkrum manni þar að það gæti virkað. Við fengum svo okkar breik hjá Stöð 2, sem hefur alltaf haft frumkvæði og staðið fyrir nýsköpun í dagskrár- gerð,“ segir Jón og bætir við: „Er þetta listrænn metnaður sem ræður ferð- inni þarna á RÚV eða er fólk bara á lyfjum? Eða er þetta eitthvað pólitískt makk á vegum einhverrar gamallar skólaklíku sem var í stjórn nemendafé- lags MR um 1970.“ „Við erum samt ekkert vælandi. Við erum í ágætis málum og erum ánægðir þar sem við erum. En Skaupið verður okkar einn daginn, það fer að koma tími á það. Við vorum með ákveðinn hroka gagnvart þessu á tímabili og maður sagði: „maður er nú dauður ef maður tekur þátt í Ára- mótaskaupinu". Svo fór maður að hugsa og átta sig á því að Skaupið á auðvitað að endurspegla það grín sem er í gangi á hverjum tíma,“ segir Sig- urjón. agust@dv.is ættir $eman i jw ialfum ser T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.