Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 DV Sport LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 39 Liverpool vill fá Jones Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Paul Jones, markvörð welska lands- liðsins og Southampton, til liðs við sig en bæði Jerzy Dudek og Chris Kirkland eru meiddir. Þess vegna þarf Houllier, stjóri Liverpool, nauðsynlega á manni með reynslu að halda en eini heili mark- vörður félagsins í dag er hinn óreyndi Patrice Luzi sem stóð sig reyndar mjög vel gegn Chelsea. Jones er úti í kuldanum hjá Sout- -hampton þar sem Antti Niemi er markvörður númer eitt. Jones hefur ekki leikið síðan 1. nóvember síðastliðinn. Kewell sendir OLeary pillu Ástralski vængmaðurinn Harry Kewell opnaði sig í gær er hann greindi frá því að hann hefði ekki grátið er David O 'Leary var látinn fara frá Leeds á sínum tíma. „Ég sá ekki mikið eftir honum. Hann hafði komið okkur eins langt og hann gat og það var kominn tími ^áferskt blóð," sagði Kewell. „Fyrst er hann tók við var hann góður maður. Svo breyttist eitthvað. Hann varð annar maður. Ég átti samtöl við hann þar sem ég skildi ekkert hvað hann var að fara. Hann sagði furðulegustu hluti. Ég skildi ekkert í honum.“ Kewell hittir O'Leary um helgina er Liverpool leikur við Aston Villa. Spurs hefur áhuga á Trapattoni Forráðamenn Tottenham játuðu í gær að þeir hefðu áhuga á landsliðsþjálfara ítala, Giovanni Trapattoni. „Giovanni er einn besti þjálfari heims í dag,“ sagði Daniel Levy, stjórnar- formaður Spurs. „Við erum virkilega spenntir að heyra hvort hann hefur áhuga á - -félaginu því við myndum taka vel á móti honum." Sport DV „Ég hafði alltaftrú á því að Saha yrði stjarna. Hann spilaði vel með yngri landsliðum Frakka og allir í kringum landsliðið sögðu að hann væri einn sá besti sem hefði komið fram í tíu ár. Þeir sögðu allir að hann væri betri en Anelka því ólíkt Anelka hefur hann gaman afað leika knattspyrnu." Franski framherjinn Louis Saha hefur verið mikið á milli tannanna á fdlki undanfarnar vikur enda drengurinn eftirsóttur af stærsta knattspyrnufélagi Bretlands. Forráðamenn Fulham hafa ekki í hyggju að sleppa honum frá félaginu en þeim gæti þð orðið sá kostur nauðugur því Saha hefur barist með kjafti og klóm fyrir því að fá að fara frá félaginu. Hann segist ekki ætla að linna látum fyrr en hann fái draum sinn uppfylltan og gangi í raðir Manchester United. Louis Saha var ekkert sérstaklega stórt nafn í knattspyrnuheiminum þegar Jean Tigana keypti hann til Fulham frá Metz fyrir rúmar 2 milljónir punda. Hann hafði lengi verið talinn einn af efnilegri knattspyrnumönnum Frakklands en hafði samt aldrei náð að standa undir væntingum hjá hinu litla liði Metz. í skóla með Henry og Anelka Knattspyrnuhæfileikar Saha komu snemma í ljós og árið 1991 komst hann síðan í hinn fræga knattspyrnuskóla franska knatt- spyrnusambandsins í Claire- fontaine. Þar fékk hann almennilegt knattspymulegt uppeldi í þrjú ár hjá mörgum af færustu þjálfurum Frakklands. „Þetta var frábær þjálfun sem ég fékk þarna og ég á allt mitt þjálfurum skólans að þakka,“ sagði Saha um tímann í Clairefontaine. „Þegar við fyrst komum þangað var okkur sagt að við kynnum ekki fótbolta en þeir ætluðu að kenna okkur." Það er óhætt að segja að þjálfararnir haft staðið við það því útskriftarfélagar Saha voru meðal annars Thierry Henry og Nicolas Anelka. Þeir þrír urðu allir perluvinir og eru víst enn þann dag í dag. „Fjölskyldur okkar eru frá sama svæði og því lá beint við að við yrðum vinir. Foreldrar mínir þekktu foreldra Henrys vel og ég gisti stundum hjá þeim. Við þrír áttum það til að sitja og stara út í loftið á meðan við létum okkur dreyma um að spila á HM,“ segir Saha og bætir því við að hann eigi ekkert nema sælar minningar úr knattspyrnu- skólanum. Mismunandi örlög Örlög þeirra félaga voru mismunandi er þeir útskrifuðust. Henry fór til Monaco, Anelka til PSG en Saha til litla Metz. Sögu Henry og Anelka síðan þekkja allir en minna fór fyrir Saha. Hann blómstraði með unglingalandsliðum Frakklands en átti erfitt uppdráttar hjá Metz. Jean Tigana vissi aftur á móti vel hvað bjó í Saha og það vakti mikla athygli þegar hann pungaði út rúmum 2 milljónum punda fyrir hann á sínum tíma. Saha sveik ekki því hann skoraði 27 mörk með Fulham á sínu fyrsta tímabili og átti stóran þátt í því að koma Fulham upp úr 1. deildinni. Patrick Razurel, stjórnarmaður hjá Metz, var ekki hissa á velgengni Saha hjá Fulham. „Ég hafði alltaf trú á því að hann yrði stjarna. Hann spilaði með frábærum unglingalandsliðum Frakklands og allir í kringum landsliðið sögðu að hann væri einn sá besti sem hefði komið fram í tíu ár. Þeir sögðu allir að hann væri betri en Anelka því ólíkt Anelka hefur hann gaman af að leika knattspyrnu." Fékk tækifæri með Newcastle Saha var ekki ókunnugur á Englandi þegar hann fór til Fulham því í byrjun árs 1999 var hann lánaður frá Metz til Newcastle. Stuðningsmenn Newcastle eru eflaust hissa á velgengni Saha því hann sýndi lítið af þeim töktum sem hann sýnir þessa dagana er hann var í þeirra herbúðum. Einstaka tilþrif litu þó dagsins ljós og greinilegt var að hann gerði nóg til þess að heilla Ruud Gullit, þáverandi stjóra Newcastle, því hann bauð í hann um sumarið. Það sem gerðist í kjölfarið hefur aldrei verið upplýst. Talið var að Newcastle væri búið að ganga frá kaupunum en þá gerðist ekkert. Hvort Gullit snerist hugur eða hvort Newcastle átti ekki pening hefur aldrei verið geftð upp. Því varð Saha að snúa aftur til Metz þar sem hann var settur á bekkinn rétt eins og undanfarin ár en þjálfari liðsins kaus frekar að tefla fram reyndum leikmönnum en Saha. „Hugarfarið í Frakklandi er allt öðruvísi en í Englandi," segir Francois Manardo hjá franska blaðinu L'Equipe. „Við förum mjög varlega með unga og efnilega leikmenn. Við segjum þeim að bíða þolinmóðum á meðan efnilegum leikmönnum á Englandi er kastað í djúpu laugina áður en þeir eru dæmdir. Þess vegna má kannski segja að Saha hafi verið fangi franska hugarfarsins." rætt saman síðan á miðvikudag. Ég átti einn slakasta leik minn á ferlinum gegn Middles-brough. Ætli það sé tilviljun? Þrátt fyrir allan þennan hasar mun ég leggja mig 100% fram í leikjum mínum með Fulham. Ég virði félaga mína of mikils til þess að leggja mig ekki fram. Menn skulu samt átta sig á því að ég mun gera allt sem ég get til þess að losna héðan,“ sagði Saha reiður. Pabbi kominn í málið Þessi ummæli hafa hleypt nýju lífi í Manchester United sem eru taldir vera að undirbúa nýtt tilboð í Saha og að þessu sinni upp á tíu milljónir punda. Faðir Saha er stokkinn í slaginn og segist vilja ræða við Al-Fayed um málið. „Þessu máli er langt því frá lokið. Louis ædar ekki að missa af stærsta tækifæri lífs síns. Ég vil funda með Al-Fayed hið fyrsta," segir Vincent Saha. „Louis hefur aUtaf verið trúr og heiðarlegur í samskiptum sínum við Fulham og hann býst við því sama á móti. Hann var Fulham ekki dýr á sínum tíma og þeir ættu að vita að þeir eru að stórgræða á honum. Ég talaði við Louis í dag og hann er enn ákveðinn í því að komast til United. Við munum ekkert gefa eftir í þessu rnáli." henry@dv.is Frjáls frá Metz „Fangelsisvist" Saha hjá Metz tók enda sumarið 2000 þegar Jean Tigana keypti hann til Fulham. Saha segist eiga Tigana mikið að þakka. „Hann sagðist geta gert mig að góðum leikmanni hérna og ég var mjög stoltur þegar hann sagðist vilja fá mig. Tigana er alvarlegur Harður nagli Louis Saha er ekki bara góður markaskorari heldur er hann lika hörkunagli. Hann litur ekki út fyrir aðhafa mikinn likamlegan styrk en þrátt fyrir það er hann sterkur sem naut segja varnarmenn liða í ensku úrvalsdeildinni sem hafa spilað gegn honum. Hann veigrar sér heldur ekki við að tækla mennog hér fær Callum Davidson, leikmaður Leicester, til tevatnsins hjá Saha. þjálfari og veitir einstaklingnum mikla athygli. Aðalatriðið hjá mér er samt að hann byggði upp hjá mér sjálfstraust sem ég þurfti nauðsynlega á að halda." Tigana gerði Saha ekki bara að góðum markaskorara heldur að fjölhæfari leikmanni. Hann setti Saha í svipaða stöðu og Thierry Henry spilar með Arsenal og það gaf mjög góða raun. Saha hefur einnig leikið á kantinum þannig að hann býður þjálfurum ýmsa möguleika. Nú er Tigana horfinn á braut en Saha hefur haldið áfram að bæta sig og nú vill hann taka næsta skref og ganga í raðir Byrjaði hjá Newcastle Ferill Louis Saha i Englandi byrjaði hjá Newcastle er hann var lánaður til félagsins frá Metz ijanúar 1999. Hann skoraöi aðeins eitt mark i 11 leikjum með félaginu en þrátt fyrir þaö vildi Ruud Gullit, þáverandi stjóri Newcastle, kaupa Saha. Ekkert varð af kaupunum og aldrei hefur verið gefin útskýring á því afhverju þau gengu ekki upp. Manchester United. Hann hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn og er kominn í hár saman við framkvæmdastjórann sinn, Chris Coleman, en þeir hafa ekki talað saman í nokkra daga. Coleman hefur ekki minnsta áhuga á að missa markaskorara sinn á miðju ti'mabili og hefur sent Saha og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, skýr skilaboð þess efnis. Álíka skilaboð hafa einnig komið frá eiganda Fulham, Mohammed Al-Fayed. Ætlar til Man. Utd Því vill Saha ekki una og Sann ædar sér til United, sama hvað forráðamenn Fulham segja. Honum fannst það bera vott um lélegt viðskiptanef for-ráðamanna Fulham að taka ekki átta milljóna punda tilboði United í hann. „Ég veit að Coleman var ekld ánægður með það sem ég sagði við hann. Hann tjáði mér það sjálfur. Við ' öfum ekki LOUIS SAHA Fæddur: Fæðingarstaður: Hæð: 8. ágúst 1978 París, Frakklandi 184 cm Þyngd: 75 kg Leikmannaferill: 1997-1998: 21 leikur Metz 1 mark 1998-janúar 1999: Metz 3 leikir 0 mörk 1999: 11 leikir Newcastie 1 mark 1999-2000: Metz 23 leikir 4 mörk 2000-2001: 43 leikir Fulham 27 mörk 2001-2002: Fulham 36 leikir 8 mörk 2002-2003: Fulham 17 leikir 5 mörk 2003-2004: 21 leikur Fulham 14 mörk og Micolas Anti Ranieri óánægður með Crespo Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, er ekki par ánægður með argentínska framherjann Hernan Crespo þessa dagana og segist efast um fagmennsku Crespos. Ranieri neyddist til þess að taka Crespo af velli eftir aðeins 12 mínútur í leiknum gegn Liverpool. Crespo sagðist vera í standi tíl þess að spila fyrir leikinn en var það augljóslega ekki. „Þetta er sorglegt mál með Crespo því á þriðjudaginn gaf ég honum frí þar sem hann var slæmur í kálfanum. Svo talaði ég við hann á leikdegi og þá sagðist hann vera í lagi. Ég sagði: Sjáðu nú til, Hernan. Ég vil ekki missa þig í meíðsli í langan u'ma þannig að ef þú ert ekki tilbúinn þá vil ég ekki að þú spilir. Hann sagðist aftur á móti vera í fínu lagi en svo varð hann að fara af velli eftir 12 mínútur," sagði Ranieri sem efast um stórlega uin fagmennsku Argentínumannsins. „Gaurinn vildi spila og sagðist vera viss um að hann væri í lagi og svona atvik eru óþolandi." Veskið opið Rontan Abramovich sagði við Ranieri eftir tapið gegn Liverpool að hann væri tilbúinn að opna veskið á ný í janúar. Heimsklassavarnarmaður er efstur á óskalista Chelsea þessa stundina og er nalh Brasih'umannsins Lucio, sem leikur með Bayer Leverkusen, oft nefht í því sambandi. Argentínski varnarmaðurinn Roberto Ayala, hjá Valencia, er einnig orðaður við Chelsea þessa dagana. henry@dv.is Man. Utd kaupir írskan miðjumann Manchester United gekk í gær frá samningi við hinn 22 ára miðjumann Celtic, Liam Miller. Hann mun ganga tíl liðs við ensku meistarana 1. júlí næstkomandi. „Þegar ég var ungur strákur átti ég mér tvo drauma: Að leika fyrir Celtic og Man. Utd," sagði Miller eftir undirskriftina. „Það var heiður að leika fyrir Celtic síðustu sex ár og nú hlakka ég til að spila fyrir Man. Utd.“ Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði að kaupin á Miller væru í takt við þá stefnu félagsins að kaupa unga og efnilega leikmenn. „Við vitum vel hvað þessi strákur getur. Hann hefur átt frábært tímabil með Celtic. Við sjáum hann fýrir okkur serrF'' framtíðarmann í liðinu." MQler spilaði lítið með Celtic framan af ferli sínum vegna meiðsla og var hann meðal annars lánaður til danska liðsins Aarhus árið 2001. Hann hefur síðan tekið miklum framförum og honum tókst að vinna sér sæti í Celtic- liðinu í vetur þar sem hann hefur leikið mjög vel - bæði í skosku deildinni og meistaradeildinni. Miller hefur átt fast sæti í írska U-21 árs liðinu og var nýlega kallaður í írska A-landsliðshópinn.{ fyrsta skipti. henry@dv.is Nýr Cantona? Irinn Liam Miller er hér i baráttu við Eric Cantona er Celtic mætti Man. Utd ý ágóðaleik fyrir Ryan Giggs. Miller verður i rauðu skyrtunni næsta vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.