Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Qupperneq 3
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 3
Grátkórinn
Spurning dagsins
Óskabarn þjóðarinnar?
Það er ekki langt síðan margir
menn bentu á óeðlilega samþjöpp-
un í sjávarútvegi og þótti uggvæn-
legt hvernig félög á borð við sjávar-
útvegsarm Eimskipafélagsins
stækkuðu. Nú þegar fyrir liggur að
félagið hafi verið selt í hlutum til
ýmissa aðila hafa þeir hinir sömu
fundið að því að kaupendurnir
stóðu í rekstri í öðrum sveitarfélög-
um en þeim sem hin keyptu fyrir-
tæki eru staðsett í. Enginn hefur séð
nokkra ástæðu til að fagna því að
fyrra umkvörtunarefnið leystist af
sjálfu sér.
Af einhverjum ástæðum hafa
stjórnmálamenn valið að ræða allar
breytingar sem verða á högum
þeirra sem stunda fiskveiðar opin-
berlega. Skiptir þar engu máli
hversu smávægileg þau atriði eru.
Láta þingmenn jafnvel hafa sig útí
að ræða um réttmæti einstakra við-
skipta manna! Hafa margir þeirra
oftar en ekki lýst yfir vilja til að gera
breytingar sem svo hefur fengið
sérhagsmunahópa til að grenja eft-
ir hagsmunum sér til handa. Eðli
sérhagsmunabaráttu er að kalla eft-
ir auknum hagsmunum til handa
fámennum hóp manna á kostnað
annars hóps. Baráttan er með öðr-
um orðum óréttlát í eðli sínu. Auk-
Snorri
Stefánsson
laganemi, skrifar
um grátkórinn.
Kiallari
inheldur er þessi barátta oft æði
kostnaðarsöm. Sér í lagi þegar líkur
eru til þess að ávinningurinn verði
mikill. Hversu óæskileg eða ósann-
gjörn sem barátta sérhagsmuna-
hópa verður er ekki séð fyrir end-
ann á henni.
Stjórnmálamenn geta sinnt sér-
hagsmunum fárra innan sjávarút-
vegs aðallega af þeirri ástæðu að
þeir tapa ekki atkvæðum þeirra sem
ekki hafa sömu hagsmuni. Hefði al-
menningur ekki kært sig koUóttan er
ólíklegt að línuívilnun hefði mátt
verða að veruleika. Ósanngirnin í
því að færa veiðiheimildir frá þeim
sem hafa keypt þær til einhverra
annarra er augljós.
Það er ljóst að vissum mönnum
verður ekki gert til hæfis. Fyrirtæki í
sjávarútvegi virðast ekki mega hag-
ræða né fá nýja eigendur án þess að
einhver grátkór hefji upp raust sína.
Sömu menn hafa svo sem engar
lausnir á þeim vandamálum sem
þeir þykjast sjá í kerfinu. Margir
þeirra hafa viðrað hugmyndir að
einhverjum staðleysu-kerfum sem
gætu aldrei staðist núverandi kerfi í
sjávarútvegi snúning. Fyrir utan
það að ómögulegt væri að breyta
núverandi sjávarútvegskerfi án
kollsteypu íslensks efnahagslífs. fs-
lendingar hafa engan áhuga á að
verða fátækasta land í Evrópu aftur.
Fyrirtæki ganga kaupum og söl-
um á hverjum degi. Við það er ekkert
að athuga. Þau viðskipti hafa jafnan
nokkur áhrif á þann hóp manna sem
stendur nærri fyrirtækinu. Þegar
viðskipti eiga sér stað með stór fyrir-
tæki má ætla að þau geti haft áhrif á
hagi fólksins sem býr í næsta ná-
grenni við þau. Óeðlilegt er að setja
sig upp á móti viðskiptum með um-
rædd fyrirtæki af þeirri ástæðu. Við-
skipti stuðla að því að allir hafa það
betra þar sem framleiðslutækin
verða nýtt betur. Þeir hagsmunir
hljóta að vega þyngst.
Nauðsynlegt er að færa stjórn-
málin úr sjávarútvegnum. Engin
önnur atvinnugrein býr við þau
ömurlegu skilyrði að sífellt berist
skilaboð frá löggjafanum þess efnis
að kerfinu þurfi að kollvarpa. Engin
önnur atvinnugrein myndi sætta
sig við þau skilyrði.
Forsetinn vill vel
„Þjóðfélagið er allt óskaplega rotið og
fátt í boði. Ég nefni þó forsetann okkar
sem óskabarnið, hann talar máli þeirra
sem minna mega sín og vill svo sannar-
lega réttlæti í landinu. Það að auðnum sé
skipt afmeiri sanngirni. En það er ekki
nóg að tala, Ólafurætti að beita áhrifum
sínum þannig að ekki sé látið sitja við orðin
tóm."
Hilmar Friðsteinsson,
sölumaður.
„Allir eru ein-
hvers manns
óskabörn. í
mínu tilviki eru
það börnin
sem ég sjálf
fæddi og hef
alið upp."
Guðrún
Hanna Óskarsdóttir,
harðfiskverandi.
„Einu sinni var
það Eimskip.
Ég segi hins-
vegar Isal, þar
sem ég starfa.
Það er traust
og afar vel rek-
ið fyrirtæki
sem fólkið í
landinu kann
þó kannski ekki að meta sem skyldi."
Örn Sveinbjörnsson,
verkamaður.
„Mamma mín,
Stella Bjarna-
dóttir, er best.
Hún erenda-
laust góð við
alla og þegar
ég lá veik um
daginn stjan-
aði hún við
mig íbakog
fyrir. Sannkallað óskabarn."
„Nýársbarnið
hlýtur að vera
óskabarn Is-
lendinga og
þjóðin öll ætti
að vera tilbúin
að umvefja
það kærieik og
umhyggju -
rétt einsog öll
önnur börn landsins."
Katrín Whalley,
búðardama.
Ásta Ólafsdóttir,
myndlistarmaður.
Eimskipafélagið er 90 ára. Er það enn óskabarn íslendinga?
I (rak „Eitraða sinnepsgasið lá á glámbekk,
án þess þó að hafa grandað nokkrum á
þessum vegarspotta," segir hér í greininni.
Lúaleg leynivopn
Gísli Þór Gunnarsson skrifar
Verksvið Landhelgisgæslunnar hef-
ur verið víkkað út svo um munar.
Sprengjusérfræðingarnir, þeir einu
sem við eigum, Adrian King og Jónas
Þorbjarnarson voru sendir til Suður-
íraks til að liðsinna hernámsliði
Lesendur
Breta og Bandaríkjamanna sem
virðist eiga sér það eina markmið að
taka herskildi olíulindir landsins;
þjóðarauð íraka.
Það er vissulega vel af sér vikið að
finna og gera óvirkar nokkura ára-
tuga gamlar jarðsprengjur og renna
stoðum undir þær kenningar Breta
og Bandaríkjamanna að ofgnótt ger-
eyðingarvopna séu ennþá grafnar í
sandinn við veginn. Hvort það sé
nægileg réttlæting fyrir innrás, það
er aftur allt annað mál. íslenska her-
sveitin fann sönnunargögnin og þeir
eiga heiður skilinn fyrir það. Eitraða
sinnepsgasið lá á glámbekk, án þess
þó að hafa grandað nokkrum á þess-
um vegarspotta.
Það gæti hinsvegar reynst þraut-
in þyngri að vinna bug að geisla-
virkni, sem rakin er til óhefðbund-
innar notkunar á útgangsefnum
kjarnorkuvera, sem mér vitanlega
engir aðrir en Bretar og Bandaríkja-
menn hafa nýtt sér í þágu auðlinda-
ránsferða sinna. Þar á ég að sjálf-
sögðu við „skítugar sprengjur" sem
höfðu að geyma fyllingar með allt
frá 300 til 400 gr að þremur kg af
sneyddu úrani sem voru látnar
rigna yfir veðmætustu olíusvæði
íraka.
Pentagon hefur gengist við að
hafa splundrað 320 tonnum af
sneyddu úrani, Greenpeace vill
meina að 800 tonn af geislavirku
ryki sé nær lagi.
Hvað um það. Of mikil geisla-
virkni baneitrar allt vistkerfið.
Manna- og dýrabörn fæðast van-
sköpuð, stökkbreytingar eru ekki
heillavænlegar ef þær eru ekki sjálf-
bær þróun. Margar tegundir
krabbameins hafa breiðst út frá írak
'frá Persaflóastríðinu 1991. Úran
238, þetta Iúalega leynivopn innrás-
arliðsins hefur grandað 400 þúsund
börnum og 250 þúsund fullorðnum
írökum. Þessar staðreyndir hafa
verið borðliggjandi of lengi til þess
að réttlætanlegt sé fýrir íslensk
stjórnvöld að hætta lífi og heilsu ís-
lenskra þegna í þágu herfangs
bandarískra olíuauðhringa.
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og [
gagnabönkum án endurgjalds.
Við kynnum nýjar gerðir og bjóðum
BaMimréttfngará
120cminnrétdng 90 cm innrétting 160 cm innrétting
5 skápar, höldur, Ijósakappi með 3 3 skápar, höldur, Ijósakappi meö 4 skápar, höldur, Ijósakappi með 3
halogenljósum, borðplata og spegill 3 halogenljósum, vaskborðplata og spegill halogenljósum, borðplata og spegili
Botnverðkr. 58.700 Botnverókr 67.600 Botnverðkr.78.300
nettoline
ilnnio eldtiáslnnréttlngar, tnrottatiúslnnréttlngar
ofl fataskápar i frábæru verðL 20% afsláttur núna~
MB BORGM SIG BB1IERSU f FRÍFORM
Askalind 3 ■ 201 Kópavogur ■ Sími: 5621500 • Fax: 5442060